bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Sjálfskipting...sealed for life...
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=69027
Page 1 of 1

Author:  KMAG [ Fri 24. Jul 2015 12:21 ]
Post subject:  Sjálfskipting...sealed for life...

Sælir.

Þetta er einn af þessum postum.
Já, ég er með "sealed for life" sjálfskiptingu (í E39, 5 gíra steptronic). Já, hún mun brotna ef ekki verður eitthvað að gert. Það þarf s.s. að skipta um síu og olíu á henni. Ég hef kynnt mér aðeins verkið á netinu og vildi fá álit ykkar.
Er einhver hérna sem gerir þetta fyrir kristilegt verð? Er það sniðugt að gera þetta sjálfur?
Ég veit ekki. Ég veit bara að ég er andskoti pirraður yfir því að BMW skuli ofmetnast í slaginum við náttúruöflin og eðlisfræðina. Þessi hönnun er út úr kú.

Með fyrirfram þökk!

Author:  Eggert [ Fri 24. Jul 2015 13:58 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting...sealed for life...

Það er sáraeinfalt að skipta um síu á skiptingunni, blasir beint við þegar pannan er skrúfuð af.

Það getur hins vegar reynst erfitt að koma olíunni á skiptinguna meðan hún er í bílnum þar sem þú kemur engum brúsa að opinu, svo ef þú getur leyst það með einhverskonar pumpu þá er þetta walk in the park, fyllir bara þar til rétt magn er komið á skiptinguna eða þar til fer að flæða út um áfyllingaropið. Finnur lítrafjöldann með hjálp Google og olían fæst á kristilegu verði í Poulsen.

Author:  rockstone [ Fri 24. Jul 2015 16:18 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting...sealed for life...

Nei það er ekki nóg að fylla bara uppí þangað til lekur útum gatið...... Það er ákveðið ferli við þetta

Author:  Danni [ Fri 24. Jul 2015 17:43 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting...sealed for life...

Markús sosupabbi er helvíti flinkur að skipta um olíu á þessum skiptingum! Hann vinnur hjá Smur54 í Hafnafirði, tékkaðu á honum.

Author:  Alpina [ Fri 24. Jul 2015 18:38 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting...sealed for life...

Danni wrote:
Markús sosupabbi er helvíti flinkur að skipta um olíu á þessum skiptingum! Hann vinnur hjá Smur54 í Hafnafirði, tékkaðu á honum.


ALGERLEGA.... mæli með að þú kíkir þangað

Author:  KMAG [ Fri 24. Jul 2015 19:34 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting...sealed for life...

Sem fyrr þakka ég kærlega fyrir góð ráð! Markús sosupabbi á von á skemmtilegu símtali frá mér eftir helgi.

Bergsteinn, ég hef heyrt um þetta ferli. Felur víst í sér e.k. pumpu (rafdrifna?). Mig hryllir við tilhugsunina að gera verkfræðingunum í Munchen það til geðs að láta umboðið sitja uppi með 100 þúsund kall eftir að skipta um olíu á (FOK**ings) sjálfskiptingu.

Author:  Eggert [ Sat 25. Jul 2015 01:06 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting...sealed for life...

rockstone wrote:
Nei það er ekki nóg að fylla bara uppí þangað til lekur útum gatið...... Það er ákveðið ferli við þetta


Og hvert er það ákveðna ferli?

Author:  Daníel Már [ Sat 25. Jul 2015 07:56 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting...sealed for life...

Eggert wrote:
rockstone wrote:
Nei það er ekki nóg að fylla bara uppí þangað til lekur útum gatið...... Það er ákveðið ferli við þetta


Og hvert er það ákveðna ferli?


Olían þarf að vera við ákveðið hitastig. Ekki of heit og ekki of köld þegar henni er dælt inní.

Author:  rockstone [ Sat 25. Jul 2015 15:00 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting...sealed for life...

Daníel Már wrote:
Eggert wrote:
rockstone wrote:
Nei það er ekki nóg að fylla bara uppí þangað til lekur útum gatið...... Það er ákveðið ferli við þetta


Og hvert er það ákveðna ferli?


Olían þarf að vera við ákveðið hitastig. Ekki of heit og ekki of köld þegar henni er dælt inní.


Nei reyndar ekki.

Okei, við erum búnir að skipta um síu og setja pönnuna aftur á, setju olíu þangað til rennur úr áfyllingargatinu, höfum í park, kveikjum á bílnum í 2 sek, fyllum aftur á þangað til rennur úr, setur í gang í 5 sek og skoðar hvort fylla þurfi meira, ef ekki, þá kveikiru á bílnum, færir hann milli P->R->N->D, hefur hann í gangi, opnar áfyllingatappann og bætir á þangað til lekur úr, síðan þarf olían á skiptingunni að hitna uppí 30-35°C og opnar áfyllingartappann aftur bætir á ef þarf þangað til lekur úr. í um 40°C þá á lítil buna að leka út, þá ætti þetta að vera komið.

ég hef gert þetta svona allavega.

Á beinskiptum kössum er nóg að fylla bara uppí þangað til lekur úr áfyllingartappanum, en á sjálfskiptingum þarf kerfið að fylla sig, skipting, kælir, túrbína á skiptingu.

Author:  Runar335 [ Sat 25. Jul 2015 23:25 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting...sealed for life...

Hvađ ættli séu margar skiptingar farnar vegna þess ađ þađ var ekki gert þetta rétt haha

Author:  KMAG [ Mon 10. Aug 2015 21:22 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting...sealed for life...

Follow up.

Ég fór með bílinn á Smur54. Þeir kláruðu þetta samdægurs fyrir 25.000 kr. Ég er afskaplega sáttur! Takk kærlega fyrir góðu ráðin og ég mæli vafalaust með Markúsi/Magnúsi (einhver vafi virðist vera á raunverulegu nafni þessa höfðingja).

Author:  sosupabbi [ Mon 10. Aug 2015 21:34 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting...sealed for life...

KMAG wrote:
Follow up.

Ég fór með bílinn á Smur54. Þeir kláruðu þetta samdægurs fyrir 25.000 kr. Ég er afskaplega sáttur! Takk kærlega fyrir góðu ráðin og ég mæli vafalaust með Markúsi/Magnúsi (einhver vafi virðist vera á raunverulegu nafni þessa höfðingja).

Vinna bæði Magnús og Markús á Smur54 :thup:

Author:  mrgunni [ Tue 11. Aug 2015 23:14 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting...sealed for life...

Best er að mæla hvað þú það fór mikil olía af sjálfskiptingunni, keyra bílinn í a.m.k 10 sek í öllum gírum. Leyfa honum að hitna í þann hita sem framleiðandi gefur upp. getur verið allt að 45°c og mæla svo aftur bæta ef þarf. Fáar sjálfskiptingar eru með áfyllingargati eins og gírkassar, annaðhvort er það í gegnum kvarðarörið eða í gegnum tappan sem er tappað af ef kvarðinn er þar. Annars er best að láta fagmann kíkja á þetta. Það á alltaf að mæla á sjálfskiptingunni með bílinn í gangi!! ekki hægt að mæla á honum dauðum.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/