bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

2005 BMW e61 rúðuþurrkuvandamál
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=68954
Page 1 of 1

Author:  fraizer [ Sun 05. Jul 2015 13:01 ]
Post subject:  2005 BMW e61 rúðuþurrkuvandamál

Mig langaði að velta fyrir mér hvort einhver snillingur hérna inni geti aðeins hjálpað mér aftur.

Ég er með 2005 árg af 523iA station og eftir að bíllinn fór í framrúðuskipti þá hefur verið vesen á þurrkunum, Auto takkinn virkar ekki og þær eiga það til að stoppa uppá miðri rúðu og frjósa ( stöngin virkar ekki í nokkrar mín eða þar til það er drepið á bílnum og startað aftur ). Ég hef verið að lesa mér aðeins til og hef komist að 2 hlutum. Annaðhvort taka þurrkumótorinn úr og þrífa plöggin eða taka plúsinn af rafgeyminum í smá stund. Veit einhver hvort annað af þessu virki eða hafið þið önnur ráð ? Umboðið er búið að prufa að skipta um reley og það virkaði ekki.

Author:  Danni [ Mon 06. Jul 2015 23:52 ]
Post subject:  Re: 2005 BMW e61 rúðuþurrkuvandamál

http://forum.e46fanatics.com/showthread.php?t=615032

Hjálpar þetta?

Með fljótu Googli komst ég að því að margir í stóra heiminum eru að lenda í vandræðum með rúðuþurrkur eftir framrúðuskipti ef bíllinn er með regnskynjara.

Author:  fraizer [ Tue 07. Jul 2015 07:47 ]
Post subject:  Re: 2005 BMW e61 rúðuþurrkuvandamál

Takk kærlega fyrir þetta, er að fara með bílinn inn í umboð, tók eftir því að það er svartur rammi á rúðunni hjá mér og plastsboxið sem geymir sensor unitið kemur örlítið niður fyrir svarta ramman, ætla að heyra með þá hvort það sé eins og þetta á að vera annars ætla ég að prufa þetta við fyrsta tækifæri.

Enn og aftur takk kærlega
Öll hjálp og ábendingar er virkilega vel metið.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/