bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Illt í efni.
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=68692
Page 1 of 1

Author:  KMAG [ Thu 30. Apr 2015 23:07 ]
Post subject:  Illt í efni.

Sælir

Nú er illt í efni. Ég settist inn í minn E39 í kvöld og setti í gang. Vélin byrjar á rétt um 1000rpm, eins og vaninn er í byrjun, svo lækkaði hún í 5-600rpm með tilheyrandi truntugangi og titringi. Ég fann þetta ekki fyrr en ég var byrjaður að bakka. Þetta er s.s. M54B30. Ég ók bílnum mikið í dag og hann lét aldrei skringilega, hvorki utan- né innanbæjar.

Hljómar þetta kunnuglega fyrir einhverjum?

Author:  98.OKT [ Sat 02. May 2015 18:53 ]
Post subject:  Re: Illt í efni.

Hljómar eins og háspennukefli sé að gefa sig. Getur látið lesa af honum til að vita hvaða kefli það er ef svo er. Þó vélarljósið komi ekki þá geymir hann villuna ;)

Author:  KMAG [ Sat 02. May 2015 20:26 ]
Post subject:  Re: Illt í efni.

98.OKT wrote:
Hljómar eins og háspennukefli sé að gefa sig. Getur látið lesa af honum til að vita hvaða kefli það er ef svo er. Þó vélarljósið komi ekki þá geymir hann villuna ;)


Ahh, hljómar ekki svo alvarlegt (samt dýrt, væntanlega). Takk kærlega fyrir að svara. Ég læt lesa hann við fyrsta tækifæri. Er einhver hér sem gerir það fyrir skikkanlegt verð?

Author:  98.OKT [ Sat 02. May 2015 22:40 ]
Post subject:  Re: Illt í efni.

Ef þetta er háspennukefli þá kostar nýtt ca. 13.000.kr. Það er eitt á hvern cylender en væntarlega bara eitt bilað. En t.d. þeir hjá Eðalbílum geta lesið af honum. Það kostar 5.900 minnir mig hjá þeim en flestar tölvur sem lesa obd2 geta lesið af honum ef um vélartengda hluti er að ræða og sumir taka jafnvel mun minna en 6.000 fyrir lestur og í einstaka tilfellum rukka menn ekkert ef um svona lítilræði er að ræða ;)

Author:  GPE [ Tue 05. May 2015 09:04 ]
Post subject:  Re: Illt í efni.

Sæll,

ég held að Aðalverkstæðið séu ódýrastir þegar það kemur að því að lesa af bílum.

Author:  KMAG [ Fri 19. Jun 2015 20:47 ]
Post subject:  Re: Illt í efni.

Ég keypti mér bara tölvu af Aliexpress fyrir 6000 kr. og get núna gert þetta sjálfur, eins oft og ég vil! Ég mæli með að aðrir geri hið sama.

Author:  Unnarheimir [ Thu 16. Jul 2015 01:04 ]
Post subject:  Re: Illt í efni.

Getur prófað að heyra í Start Bifreiðaþjónustu

Author:  KMAG [ Thu 16. Jul 2015 01:31 ]
Post subject:  Re: Illt í efni.

Unnarheimir wrote:
Getur prófað að heyra í Start Bifreiðaþjónustu


Ég hefði átt að segja þetta fyrr: þetta var staðfest háspennukefli.

Nokkrum vikum seinna fór annað háspennukefli undir nákvæmlega sama álagi og olli þessu. Þá skipti ég um öll kerti og þetta hefur verið til friðs síðan.

Author:  Angelic0- [ Tue 28. Jul 2015 17:53 ]
Post subject:  Re: Illt í efni.

Mæli með að menn skoði hvort að þess i M54 kefli sem eru að gefa sig eru BEHR...

Það var innköllun, og við þessa innköllun átti að skipta út ÖLLUM BEHR keflum fyrir BOSCH...

Meistararnir hjá BL virðast samt eingöngu skipta út þeim einstöku biluðu keflum fyrir BOSCH...

Author:  KMAG [ Tue 28. Jul 2015 22:52 ]
Post subject:  Re: Illt í efni.

Angelic0- wrote:
Mæli með að menn skoði hvort að þess i M54 kefli sem eru að gefa sig eru BEHR...

Það var innköllun, og við þessa innköllun átti að skipta út ÖLLUM BEHR keflum fyrir BOSCH...

Meistararnir hjá BL virðast samt eingöngu skipta út þeim einstöku biluðu keflum fyrir BOSCH...


Ónýtu keflin sem komu úr mínum voru Bosch og í hann fóru ný Bosch.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/