bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 28. Apr 2024 13:33

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 
Author Message
 Post subject: Illt í efni.
PostPosted: Thu 30. Apr 2015 23:07 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 25. Oct 2014 15:11
Posts: 32
Sælir

Nú er illt í efni. Ég settist inn í minn E39 í kvöld og setti í gang. Vélin byrjar á rétt um 1000rpm, eins og vaninn er í byrjun, svo lækkaði hún í 5-600rpm með tilheyrandi truntugangi og titringi. Ég fann þetta ekki fyrr en ég var byrjaður að bakka. Þetta er s.s. M54B30. Ég ók bílnum mikið í dag og hann lét aldrei skringilega, hvorki utan- né innanbæjar.

Hljómar þetta kunnuglega fyrir einhverjum?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Illt í efni.
PostPosted: Sat 02. May 2015 18:53 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Mon 09. Jun 2003 16:50
Posts: 1154
Location: Reykjavík
Hljómar eins og háspennukefli sé að gefa sig. Getur látið lesa af honum til að vita hvaða kefli það er ef svo er. Þó vélarljósið komi ekki þá geymir hann villuna ;)

_________________
BMW e53 X5
Honda CRV
Gas Gas 450 FSE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Illt í efni.
PostPosted: Sat 02. May 2015 20:26 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 25. Oct 2014 15:11
Posts: 32
98.OKT wrote:
Hljómar eins og háspennukefli sé að gefa sig. Getur látið lesa af honum til að vita hvaða kefli það er ef svo er. Þó vélarljósið komi ekki þá geymir hann villuna ;)


Ahh, hljómar ekki svo alvarlegt (samt dýrt, væntanlega). Takk kærlega fyrir að svara. Ég læt lesa hann við fyrsta tækifæri. Er einhver hér sem gerir það fyrir skikkanlegt verð?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Illt í efni.
PostPosted: Sat 02. May 2015 22:40 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Mon 09. Jun 2003 16:50
Posts: 1154
Location: Reykjavík
Ef þetta er háspennukefli þá kostar nýtt ca. 13.000.kr. Það er eitt á hvern cylender en væntarlega bara eitt bilað. En t.d. þeir hjá Eðalbílum geta lesið af honum. Það kostar 5.900 minnir mig hjá þeim en flestar tölvur sem lesa obd2 geta lesið af honum ef um vélartengda hluti er að ræða og sumir taka jafnvel mun minna en 6.000 fyrir lestur og í einstaka tilfellum rukka menn ekkert ef um svona lítilræði er að ræða ;)

_________________
BMW e53 X5
Honda CRV
Gas Gas 450 FSE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Illt í efni.
PostPosted: Tue 05. May 2015 09:04 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 03. Jun 2009 00:57
Posts: 605
Sæll,

ég held að Aðalverkstæðið séu ódýrastir þegar það kemur að því að lesa af bílum.

_________________
Image
BMW e30 318is 89' Diamond Schwarz Metallic
BMW e46 318i 02' Daily Seldur
BMW e36 328i 95' Lemans Blue 17" Ac Schnitzer Seldur
BMW e34 525ix Touring 93' Seldur
BMW e46 318ci 00' Seldur
BMW e46 318i 00' Seldur
VW Golf GTI 99' Winterbeater! Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Illt í efni.
PostPosted: Fri 19. Jun 2015 20:47 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 25. Oct 2014 15:11
Posts: 32
Ég keypti mér bara tölvu af Aliexpress fyrir 6000 kr. og get núna gert þetta sjálfur, eins oft og ég vil! Ég mæli með að aðrir geri hið sama.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Illt í efni.
PostPosted: Thu 16. Jul 2015 01:04 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 14. Mar 2015 11:15
Posts: 56
Getur prófað að heyra í Start Bifreiðaþjónustu

_________________
1997 BMW e39 523i Touring - Daily
1998 BMW E36 316i Sedan - Seldur
1994 BMW E36 316i Sedan - Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Illt í efni.
PostPosted: Thu 16. Jul 2015 01:31 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 25. Oct 2014 15:11
Posts: 32
Unnarheimir wrote:
Getur prófað að heyra í Start Bifreiðaþjónustu


Ég hefði átt að segja þetta fyrr: þetta var staðfest háspennukefli.

Nokkrum vikum seinna fór annað háspennukefli undir nákvæmlega sama álagi og olli þessu. Þá skipti ég um öll kerti og þetta hefur verið til friðs síðan.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Illt í efni.
PostPosted: Tue 28. Jul 2015 17:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Mæli með að menn skoði hvort að þess i M54 kefli sem eru að gefa sig eru BEHR...

Það var innköllun, og við þessa innköllun átti að skipta út ÖLLUM BEHR keflum fyrir BOSCH...

Meistararnir hjá BL virðast samt eingöngu skipta út þeim einstöku biluðu keflum fyrir BOSCH...

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Illt í efni.
PostPosted: Tue 28. Jul 2015 22:52 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 25. Oct 2014 15:11
Posts: 32
Angelic0- wrote:
Mæli með að menn skoði hvort að þess i M54 kefli sem eru að gefa sig eru BEHR...

Það var innköllun, og við þessa innköllun átti að skipta út ÖLLUM BEHR keflum fyrir BOSCH...

Meistararnir hjá BL virðast samt eingöngu skipta út þeim einstöku biluðu keflum fyrir BOSCH...


Ónýtu keflin sem komu úr mínum voru Bosch og í hann fóru ný Bosch.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 80 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group