| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Hraðamælirinn dettur út 520 e39 https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=58513 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Svenni Litli [ Mon 15. Oct 2012 15:45 ] |
| Post subject: | Hraðamælirinn dettur út 520 e39 |
Þessum bíl finnst gaman að bila enn Núna er hraðamælirinn hættur að virka til skiptis, þegar bíllinn er búinn að vera heitur í smá tíma þá hættir hraða mælirinn að virka en daginn eftir virkar hann eins og nýr svo hættir hann þegar bíllinn er orðinn heitur og búinn að vera það í smá tíma. Ég fór með hann til eðalbíla til að lesa af honum og þar kom upp að 3 ABS skynjarar væru bilaðir.. Það fannst gæjanum frekar ótrúlegt svo hann benti mér á það að ABS heilinn sé ónýtur útaf hitanum frá pústinu. Sem mér finnst líka frekar ótrúlegt. Vildi bara athuga hvort einhver hefur lent í þessu og mögulega sagt mér hvað ég skal gera í þessu. Þeir buðu mér að senda abs heilan til bretlands í viðgerð sem á að kosta 90-150þ krónur, fer eftir hversu mikið er bilað í honum. Þetta er ABS heili merktur PBT GF 30. Með fyrir fram þakkir Sveinn J |
|
| Author: | Aron [ Mon 15. Oct 2012 16:04 ] |
| Post subject: | Re: Hraðamælirinn dettur út 520 e39 |
þessi merking sem þú ert skrifaðir segir til um hvernig plasti hann er framleiddur úr. |
|
| Author: | Einarsss [ Mon 15. Oct 2012 16:17 ] |
| Post subject: | Re: Hraðamælirinn dettur út 520 e39 |
Alveg líklegt að abs moduleið sé bilað, ég sendi sjálfur út til http://www.modulemaster.com og lét þá gera við þetta hjá mér, það kostaði mig um 40-45þúsund í það heila og um 2 vikur. Bilunin lýsti sér alveg eins, hraðamælirinn virkaði bara eftir að bíllinn var búinn að standa í 8tíma eða meir og svo dó á þessu eftir ca 6-10km akstur. Mæli með þessum allavega, hefur ekki verið til vandræða síðan. |
|
| Author: | íbbi_ [ Mon 15. Oct 2012 17:36 ] |
| Post subject: | Re: Hraðamælirinn dettur út 520 e39 |
wtf.. ég er búinn að þekkja til þess bíls í vel rúmt ár. og átti hann í sumar og hann sló ekki feilpúst hvorki hjá mér né fyrri eiganda, er virkilega hissa hvað hann er að láta illa hjá þér. ABS/ACS heilinn er ónýtur. búinn að vera það lengi, hann var mældur í eðalbílum og þegar ég seldi bílin þá fylgdi með honum upphæðin sem kostar að panta nýjann hjá eðalbílum. hraðamælirinn lét aldrei svona hjá mér. heilinn er búinn að vera ónýtur í gegnum nokkra eigendur og þetta hraðamælaves ekki gert var við sig hann kom sitt og hvað með villur á 2 ABS skynjara og þá var boxið mælt |
|
| Author: | Svenni Litli [ Mon 15. Oct 2012 19:39 ] |
| Post subject: | Re: Hraðamælirinn dettur út 520 e39 |
Jáá hann er búinn að haga sér illa hjá mér, en ég er að gefa honum þessa ást sem hann þarf En já ég ætla að senda hann þarna út og láta þá gera við þetta, nenn ekki að gera það í gegnum eðalbíla ef ég get gert þetta sjálfur. Þannig það sem þú ert að segja íbbi ef ég skil þig rétt þá er ASC og ABS ljósið á útaf þessu ABS module? |
|
| Author: | íbbi_ [ Tue 16. Oct 2012 11:49 ] |
| Post subject: | Re: Hraðamælirinn dettur út 520 e39 |
já ljósið er út af því. |
|
| Author: | ///MR HUNG [ Wed 17. Oct 2012 16:28 ] |
| Post subject: | Re: Hraðamælirinn dettur út 520 e39 |
Komdu með partanúmerið á honum. Ég á bæði ASC og DSC heilana til. |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|