| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Renna bremsudiska https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=54137 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Nökkvi [ Tue 29. Nov 2011 09:31 ] |
| Post subject: | Renna bremsudiska |
Bíllinn hjá mér er farinn að titra mjög mikið á ferð en hættir þegar stigið er á bremsuna. Ný búinn að skipta um diska og klossa að aftan svo þetta eru væntanlega diskarir að framan. Á eftir að mæla þá en þeir líta vel út svo ég var að spá í að láta renna þá. Fann hérna gamlan þráð um málið: http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=48479&hilit Búinn að hringja bæði í TB og BJB en hvorugur getur rennt diskana á bílnum. Veit einhver um verkstæði sem gerir svoleiðis? |
|
| Author: | Skúli [ Tue 29. Nov 2011 10:15 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
Bíltækni eða Bílkó (hlið við hlið á Smiðjuveginum) geta rent diska. Ég veit að Bílkó tekur 5þ kall á stykkið og í því er innifalin vinna við að taka diskinn af. |
|
| Author: | saemi [ Tue 29. Nov 2011 10:21 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
Þetta er væntanlega EKKI diskarnir að framan ef þetta hættir þegar þú stígur á bremsuna. Væntanlega fóðringar eða slíkt í hjólabúnaði að framan. |
|
| Author: | Alpina [ Tue 29. Nov 2011 17:40 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
saemi wrote: Þetta er væntanlega EKKI diskarnir að framan ef þetta hættir þegar þú stígur á bremsuna. Væntanlega fóðringar eða slíkt í hjólabúnaði að framan. Algerlega sammála saemi |
|
| Author: | krayzie [ Tue 29. Nov 2011 18:07 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
ef þetta væru diskar að framan þá myndi bíllinn titra þegar bremsað er |
|
| Author: | tinni77 [ Tue 29. Nov 2011 19:56 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
Nú ætla ég að gefa mér að þú sért tiltölulega nýbúinn að setja vetrardekkin, og ætla ég að segja að þau séu illa/ekki balanseruð. |
|
| Author: | Nökkvi [ Tue 29. Nov 2011 21:49 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
Þegar stigið er létt á bremsurnar titrar bíllinn en þegar stigið er fastar hættir titringurinn. Það er væntanlega rétt athugað hjá ykkur að þetta sé eitthvað annað en diskarnir. Þetta var svona líka á sumardekkjunum svo það eru ekki þau. Reyni að fá botn í þetta á morgun. |
|
| Author: | Aron Andrew [ Tue 29. Nov 2011 22:48 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
Það er nú ekki mikið mál að skella bara klukku á diskinn og fá það á hreint hvort þeir eru orpnir |
|
| Author: | Danni [ Wed 30. Nov 2011 11:43 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
Nökkvi wrote: Þegar stigið er létt á bremsurnar titrar bíllinn en þegar stigið er fastar hættir titringurinn. Það er væntanlega rétt athugað hjá ykkur að þetta sé eitthvað annað en diskarnir. Þetta var svona líka á sumardekkjunum svo það eru ekki þau. Reyni að fá botn í þetta á morgun. Hef þurft að skipta um spyrnufóðringar að framan í nokkrum BMW-um sem ég hef átt og það hefur alltaf hagað sér svona! |
|
| Author: | Nökkvi [ Wed 30. Nov 2011 14:05 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
Hjólabúnaður framan vinstra megin hitnar meira en annarsstaðar. Líklegt er því að bremsurnar liggi utan í af einhverjum ástæðum. Ríf þetta í kvöld og kíki á þetta. Takk Eðalbílar fyrir hjálpina, stundum þarf maður sérfræðinga til að benda sér á hið augljósa! |
|
| Author: | Nökkvi [ Mon 05. Dec 2011 23:27 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
Þessi búinn að fá glænýja bremsudiska ásamt nýrri bremsudælu og slöngu vinstra megin. Gamla dælan var orðinn pikk föst og slangan byrjuð að trosna. Virkar eins og í sögu núna. Fékk nýja dælu í TB á 30 þús. kall. B&L bauðst til að panta hana fyrir mig því hún var ekki til hjá þeim. Verðið átti að vera rúmlega 90 þús.! |
|
| Author: | Axel Jóhann [ Mon 05. Dec 2011 23:44 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
Það er samt hægt að taka gömlu dælurnar upp líka. |
|
| Author: | jens [ Tue 06. Dec 2011 11:18 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
Allt jafn 100% í þessum bíl eins og vanalega |
|
| Author: | Lindemann [ Tue 06. Dec 2011 18:27 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
Axel Jóhann wrote: Það er samt hægt að taka gömlu dælurnar upp líka. borgar sig varla ef maður fær nýja fyrir 30þús og hefði kannski þurft að kaupa nýja stimpla í gömlu |
|
| Author: | Nökkvi [ Wed 07. Dec 2011 21:50 ] |
| Post subject: | Re: Renna bremsudiska |
Tók á þessu með rörtöng en þetta var alveg fast. Ákvað alla vega að gera ekki meira vesen úr þessu en þurfti og keypti nýja dælu. |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|