| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Fer ekki í gang, en ljósin og útvarpið virka. [e34] https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=53670 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Vlad [ Sun 30. Oct 2011 15:58 ] |
| Post subject: | Fer ekki í gang, en ljósin og útvarpið virka. [e34] |
Jæja. Ætlaði áðan að hreyfa bílinn aðeins þar sem hann hefur staðið í 2-3 vikur sirka. En þegar ég set lykilinn í og ætla að svissa á þá bara gerist ekkert í vélarrýminu, en samt sem áður kviknar á ljósum og útvarpi... Ég kíkti eitthvað ofan í húddið og öryggjaboxið og allt virtist í lagi þar. Getur alveg verið næg hleðsla á rafgeyminum til þess að ná bara að kveikja á þessum hlutum en ekki vélinni? Kemst ekki í þetta fyrr en á morgunn líklegast svo það væri fínt ef einhver hér vissi hvað gæti verið að. Og já bíllinn átti það til að drepa á sér þegar maður var að starta honum í annað skipti í einhverju snatti eins og að hlaupa inn í búð í 5 mín, svona ef það gæti hjálpað eitthvað. |
|
| Author: | JOGA [ Sun 30. Oct 2011 16:03 ] |
| Post subject: | Re: Fer ekki í gang, en ljósin og útvarpið virka. [e34] |
Það getur alveg verið nægur straumur til að fá ljósin til að virka en ekki annað. Prófaðu að gefa start eða hlaða geyminn sem fyrsta check. |
|
| Author: | Vlad [ Sun 30. Oct 2011 16:05 ] |
| Post subject: | Re: Fer ekki í gang, en ljósin og útvarpið virka. [e34] |
Já það var einmitt næsta skref. Þarf bara að redda mér hleðslutæki. |
|
| Author: | Vlad [ Sun 30. Oct 2011 22:21 ] |
| Post subject: | Re: Fer ekki í gang, en ljósin og útvarpið virka. [e34] |
Já ég gleymdi líka að láta það fylgja með að þegar maður ætlar að svissa á, þá heyrist ekkert í startara né neitt. |
|
| Author: | hauksi [ Mon 31. Oct 2011 08:07 ] |
| Post subject: | Re: Fer ekki í gang, en ljósin og útvarpið virka. [e34] |
Vlad wrote: Já ég gleymdi líka að láta það fylgja með að þegar maður ætlar að svissa á, þá heyrist ekkert í startara né neitt. Ég hef lent í svipuðu með minn, þá tók ég bara geymin úr sambandi í 1 mín og tengdi svo aftur og þá rauk hann í gang. |
|
| Author: | JOGA [ Mon 31. Oct 2011 15:18 ] |
| Post subject: | Re: Fer ekki í gang, en ljósin og útvarpið virka. [e34] |
hauksi wrote: Vlad wrote: Já ég gleymdi líka að láta það fylgja með að þegar maður ætlar að svissa á, þá heyrist ekkert í startara né neitt. Ég hef lent í svipuðu með minn, þá tók ég bara geymin úr sambandi í 1 mín og tengdi svo aftur og þá rauk hann í gang. Það hljómar eins og léleg jarðtenging í tilviki hauksa. Léleg jarðtenging getur orsakað ótrúlegustu kvilla |
|
| Author: | hauksi [ Mon 31. Oct 2011 19:52 ] |
| Post subject: | Re: Fer ekki í gang, en ljósin og útvarpið virka. [e34] |
JOGA wrote: hauksi wrote: Vlad wrote: Já ég gleymdi líka að láta það fylgja með að þegar maður ætlar að svissa á, þá heyrist ekkert í startara né neitt. Ég hef lent í svipuðu með minn, þá tók ég bara geymin úr sambandi í 1 mín og tengdi svo aftur og þá rauk hann í gang. Það hljómar eins og léleg jarðtenging í tilviki hauksa. Léleg jarðtenging getur orsakað ótrúlegustu kvilla Það er rétt að jarðtenging getur orsakað ýmsa kvilla en það var ekki ástæðan fyrir þessu hjá mér enda hefur ekkert þessu líkt gerst aftur. |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|