| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Bensínmælir virkar ekki - E36 https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=51235 |
Page 1 of 1 |
| Author: | JOGA [ Sun 22. May 2011 21:27 ] |
| Post subject: | Bensínmælir virkar ekki - E36 |
Sælir, Bensínmælirinn í E36 hjá mér virðist ekki virka. Sýnir alltaf að hann sé tómur. Hvað getur verið að angra þetta? |
|
| Author: | gunnar [ Sun 22. May 2011 23:17 ] |
| Post subject: | Re: Bensínmælir virkar ekki - E36 |
Bensínverð? |
|
| Author: | gulli [ Sun 22. May 2011 23:27 ] |
| Post subject: | Re: Bensínmælir virkar ekki - E36 |
gunnar wrote: Bensínverð? Ahahaha Þessi var góður !
|
|
| Author: | JOGA [ Mon 23. May 2011 08:35 ] |
| Post subject: | Re: Bensínmælir virkar ekki - E36 |
gunnar wrote: Bensínverð? Nei þó það sé pínlegt þá ætti mælirinn í það minnsta að hreyfast þegar maður setur einhverja tugi lítra á draslið Þakka samt sem áður fyrir ábendinguna |
|
| Author: | Mazi! [ Mon 23. May 2011 10:55 ] |
| Post subject: | Re: Bensínmælir virkar ekki - E36 |
er ekki bara flotholtið í tanknum fast ? |
|
| Author: | JOGA [ Mon 23. May 2011 12:38 ] |
| Post subject: | Re: Bensínmælir virkar ekki - E36 |
Mazi! wrote: er ekki bara flotholtið í tanknum fast ? Gæti verið. Eru svo ekki einhverjir nemar líka á tankinum? |
|
| Author: | Aron Fridrik [ Mon 23. May 2011 15:03 ] |
| Post subject: | Re: Bensínmælir virkar ekki - E36 |
tjékkaðu á öryggjunum. Lenti í þessu á gamla bílnum mínum var bara eitthvað sambandsleysi |
|
| Author: | HaffiG [ Tue 24. May 2011 11:03 ] |
| Post subject: | Re: Bensínmælir virkar ekki - E36 |
Prófaðu að setja bensíntankspíssaslöngubleh eitthvað hreinsi í tankinn (Fæst á bensínstöðum og Brimborg selur líka fínt stöff á rosalegu verði). Hefur lagað mælinn bæði í Volvo hjá mér og L300 sem ég veit um. Þetta gerist yfirleitt af því að að það kemur einhver útfelling á flotholtið, þá étur þessi hreinsir upp þessa útfellingu og mælirinn fer að virka að nýju. Nú svo er örugglega ekkert nema bara gott að keyra einn tank á þessum hreinsi öðru hverju, til að að hreinsa út. |
|
| Author: | JOGA [ Tue 24. May 2011 19:37 ] |
| Post subject: | Re: Bensínmælir virkar ekki - E36 |
HaffiG wrote: Prófaðu að setja bensíntankspíssaslöngubleh eitthvað hreinsi í tankinn (Fæst á bensínstöðum og Brimborg selur líka fínt stöff á rosalegu verði). Hefur lagað mælinn bæði í Volvo hjá mér og L300 sem ég veit um. Þetta gerist yfirleitt af því að að það kemur einhver útfelling á flotholtið, þá étur þessi hreinsir upp þessa útfellingu og mælirinn fer að virka að nýju. Nú svo er örugglega ekkert nema bara gott að keyra einn tank á þessum hreinsi öðru hverju, til að að hreinsa út. Þetta er áhugavert. Sakar ekki að prófa þetta Geri það þegar ég er kominn með bílinn á ról ef ég verð ekki búinn að finna út úr þessu þá. |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|