bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Smá vandamál með central locking o.fl
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=502
Page 1 of 2

Author:  GHR [ Sun 29. Dec 2002 22:36 ]
Post subject:  Smá vandamál með central locking o.fl

Fyrst það er svona lítið um að vera þessu dagana þá ætla ég að spyrja ykkur um smá vandamál með bílinn minn (alltaf þessu smá vandamál til staðar)

1. Jæja, samlæsingarnar mínar eru eitthvað í fokki, virkar fínt þegar maður læsir, en það er ekki hægt að opna bílstjóramegin (lykillinn kemst ekki alveg til baka - held ég)
Síðan virkar fjarstýringin mín ekki, er eitthvað relay eða öryggi sem stjórnar fjarstýringunni???

2. Síðan tjaldið í afturglugganum, rafdrifið. Það er bara takki inn í bíl sem maður á að geta ,,dregið frá og fyrir'' Það heyrist eitthver læti eins og í keðju en tjaldið sjálft hreyfist ekki. Any suggestion

3. Og loks seinasta atriðiðið. Það eru eitthver læti í stýrinu hjá mér, svona lágt hljóð eins og það sé engin / lítill vökvi á maskínunni. Samt er nóg, og stýrið er mjög létt og gott - nema þessi hljóð
Er kannski eitthver sía í stýrismaskínunni - kannski stífluð og hleypir ekki nóg olíu (ved ikke)

Any suggestion will be helpful

Author:  Dr. E31 [ Sun 29. Dec 2002 23:28 ]
Post subject: 

Já, halló. Ef þú ert með IR fjarstýringu þá þarftu lýklega að endurforrita hana (leiðbeiningar í aukabúnaðar manual). Í sambandi við tjaldið, kíktu á http://www.evansweb.info/repairs/rearblind.html, READ THE DISCLAIMER on the bottom of the page. have fun. Á stýrinu á líklega að vera LHM (Citroén vatn), það átti að vera svoleiðis hjá mér, B&L bjargaði því 1, 2 og 7.
Bæ.

Author:  morgvin [ Sun 29. Dec 2002 23:29 ]
Post subject: 

er kannski ekki besti maðurinn til að segja um þetta en þetta með gardínuna giska ég bara á að er dottin úr sambandi.

Author:  GHR [ Mon 30. Dec 2002 00:53 ]
Post subject: 

Dr. E31 wrote:
Já, halló. Ef þú ert með IR fjarstýringu þá þarftu lýklega að endurforrita hana (leiðbeiningar í aukabúnaðar manual). Í sambandi við tjaldið, kíktu á http://www.evansweb.info/repairs/rearblind.html, READ THE DISCLAIMER on the bottom of the page. have fun. Á stýrinu á líklega að vera LHM (Citroén vatn), það átti að vera svoleiðis hjá mér, B&L bjargaði því 1, 2 og 7.
Bæ.



Hvernig veit ég hvort ég sé með IR fjarstýringu, hvað sem það nú er :?:
Var að lesa þetta í sambandi við tjaldið og mér sýnist þetta vera ástæðan hjá mér - allavega vona það, þó maður hafi nú tjaldið alltaf niðri þá er samt skemmtilegra að hafa þetta í lagi.
Bíddu, bíddu á að vera LHM (Citroén vatn) á stýrinu??? Stýrið er að leka svolítið meðfram röri hjá mér, en ég hef alltaf bara bætt sjálfskiptiolíu á stýrið. Var líka svona læti hjá þér áður en B&L setti þetta á hjá þér.

Author:  Dr. E31 [ Mon 30. Dec 2002 02:48 ]
Post subject: 

IR fjarstíringin (Infa Red) er í lyklinum (þú þarft að beina lyklinum að baksýnisspeglinum til að opna bílinn), eru ekki takkar á lyklinum hjá þér? Þú þarft örugglega að skipta um batterí, minnið í lyklinum dettur út þegar batteríið er búið. Já það voru smá læti í stírinu hjá mér, ekkert rosalegt en nóg til að pirra mann þegar ég fór með hann í Inspection II þá tíku þeir eftir að það var vitlaus vökvi á stírinu, þeir þurftu að hreinsa vökvakerfið og fylla með LHM. Núna eru lítil sem eingin læti í því. Tékkaðu á því hjá B&L hvort þeir séu ekki með einhvern lista yfir hvað vökvar eiga að vera á hverju fyrir ákveðinn bíl.

Author:  Bjarki [ Mon 30. Dec 2002 11:40 ]
Post subject: 

Þetta stendur allt í Bentley Service Manual!!

Author:  GHR [ Mon 30. Dec 2002 13:02 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Þetta stendur allt í Bentley Service Manual!!


Jamm, en ég á ekki Bentley Service manual :(
Áttu svoleiðis? Hvað kostaði hann?

Author:  bebecar [ Mon 30. Dec 2002 13:04 ]
Post subject: 

Ég hef áhuga á að vita hvað kemur út úr þessu stýrismáli þar sem það er sjálfskiptivökvi á stýrinu hjá mér líka. Ef það á að vera LHM þá yrði ég mjög hissa (það eru þó engin óhljóð hjá mér).

TB hefur bætt sjálfskiptivökva á þetta hjá mér.

Author:  GHR [ Mon 30. Dec 2002 13:14 ]
Post subject: 

Æji, gleymdi líka einu.

4. Rúðuþurrkurnar eru nýhættar að virka, það er ekki einu sinni hægt að hreyfa þær með höndunum - alveg pikkfastar
(held bara að bílinn sé að hrynja hjá mér - NEI DJÓK, þarfnast bara smá umhugsun)

Babecar: Ég var að tala við þá niðri í T.B. rétt áðan og þeir sögðu að það ætti að vera LHM á bílunum sem eru með self-levelling fjöðrun, annars mætti alveg vera sjálfskiptiolía - allavega í flestum tilfellum. Annars ætla ég að setja LHM (heitar það ekki annars???) á kerfið hjá mér og athuga hvort þetta surg hætti ekki.

Author:  bebecar [ Mon 30. Dec 2002 20:12 ]
Post subject: 

Ég skil...

Hmmmmmm......

Afhverju í ósköpunum bættu þeir þá sjálfskiptivökva á??? Ég horfði á þá gera það.

Hvað ætli þurfi mikið til að hreinsa þetta út og setja svo á allt í viðbót?

Author:  Bjarki [ Mon 30. Dec 2002 22:05 ]
Post subject: 

Ég keypti þessa bók í sumar og þá kostaði hún tæplega 10þ, keypti hana á amazon man ekki hvort það var com eða co.uk.
Kostar ekki klukkutími á verkstæði eitthvað um 5þ. Þetta er mjög fljótt að borga sig. Held líka að maður komist mjög nálægt því að vera eins og alvöru bifvélavirki þegar maður er búinn að lesa sig til í þessari bók. Þ.e.a.s ef maður veit svona ca hvað vél er drif og þannig :) . Nema hvað maður er náttúrlega miklu lengur heldur en alvöru bifvélavirki.
Myndi aldrei gera við bílinn sjálfur ef ég ætti nýjan M5, þá ætti ég eflaust aðeins meiri pening en svona léttar aðgerðir á 13 ára gömlum bíl.

Author:  bebecar [ Thu 02. Jan 2003 10:51 ]
Post subject: 

Það var allavega ekkert mál að skipta um bremsurnar á honum, miklu fljótlegra en á öðrum bílum sem ég hef skipt um bremsur á.

Author:  íbbi [ Thu 02. Jan 2003 19:57 ]
Post subject: 

bílar sem hafa staðið í fengið að standa í smá tíma vilja oft láta sona þegar þeir eru nýkomnir í gang aftur, virðist bara hvert einasta helv... stykki í bílnum ætla að bila , getur gert mann alveg vitlausan þeir létu alltaf sona amerísku kagganir þegar mar var að taka þá út á vorin
maður sást stopp liggjandi undir bílnum einhverstaðar á rúntinum hér og þar allt kvöldið :evil:

Author:  GHR [ Thu 02. Jan 2003 20:19 ]
Post subject: 

íbbi wrote:
bílar sem hafa staðið í fengið að standa í smá tíma vilja oft láta sona þegar þeir eru nýkomnir í gang aftur, virðist bara hvert einasta helv... stykki í bílnum ætla að bila , getur gert mann alveg vitlausan þeir létu alltaf sona amerísku kagganir þegar mar var að taka þá út á vorin
maður sást stopp liggjandi undir bílnum einhverstaðar á rúntinum hér og þar allt kvöldið :evil:


Jamm, ég veit. Allavega er bílinn minn búinn að standa geðveikt lengi - ég held í meira en 2ár (þangað til ég fékk hann) En sjáum til hvernig hann stendur sig í sumar, var að fá pressure regulatorinn áðan og hann fer í á morgun.

Vonandi er þá vélin bara orðin klár
(7-9-13)

Author:  GHR [ Sun 12. Jan 2003 13:07 ]
Post subject: 

Jæja, nú fer þetta allt að koma :) Vélin orðin þrælspræk og þýð, rúðuþurrkurnar komnar í lag.
En mig langar að gera við samlæsingarnar!!!!
Veit eitthver hvernig á að endurforrita fjarstýringuna??? Ég á enga manual-a né svoleiðis - fylgdi ekkert bílnum nema owner's manual (á þýsku) og eitthverjar nótur og kvittanir. Dr.E31 var að tala um að þetta stæði í (leiðbeiningar í aukabúnaðar manual) en ég á ekkert svoleiðis :(

Síðan þarf ég bara að setja LHM á stýrið hjá mér - var að komast að ég væri með self-levelling fjöðrun 8) - hvað kostaði að gera þetta hjá þér Dr.E31?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/