| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| bíllinn rafmagnslaus á keyrslu. https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=50105 |
Page 1 of 1 |
| Author: | auðun [ Sun 20. Mar 2011 22:44 ] |
| Post subject: | bíllinn rafmagnslaus á keyrslu. |
jæja strákar nú er ég lost. ég var að keyra heim á e34 525 sem er ekki frásögufærandi nema hvað að abs ljósið kviknar altíeinu í mælaborðinu, það hefur bara einusinni gerst áður en hvarf þá strax aftur og það var fyrir 2 vikum. jæja ég hélt áfram heim og altíeinu eftir 2 mín kemur bremsuljósið líka og þá loga þessi 2 ljós og ég fer að hugsa hvort það sé of lágt á forðabúrinu(bremsuklossarnir eru búnir að framan en það tengist þessu ekkert).. þegar ég á 400 metra eftir heim tek ég eftir því að mælaborðið er rosalega dauft og bíllinn byrjar að koka og missa afl og ég sé að hann er að verða rafmagnslaus.. Aldrei kom hleðsluljós, hann var rafmagnslaus 200 metrum áður en ég komst heim og var allveg dauður en ég tek eftir því að ef ég býð í smá tíma jókst alltaf ljósið í mælaborðinu eins og geymirinn jafni sig aðeins..ég stekk heim að sækja vin minn og ætla að láta hann koma og ýta og eftir 10 mín stökkvum við í bílinn og ég ætla nú að prófa og viti menn bíllinn rýkur í gang án þess að hiksta og ég keyri hann bara heim og hef hann í gangi á planinu og eftir 5 mín byrjar hann að koka í lausaganginum og ljósin koma og hann deyr.. mynduð þið halda að altanetorinn væri ónýtur því reimin er enn að snúa honum þó hún sé morkin og ljót. á aðra og á bara eftir að henda henni í en þessi snýr honum allveg. einhverjar ágiskanir? |
|
| Author: | JonHrafn [ Sun 20. Mar 2011 22:53 ] |
| Post subject: | Re: bíllinn rafmagnslaus á keyrslu. |
Líklega alternatorinn, gæti verið rafgeymirinn en það er aðeins langsóttara, bara spennumæla bílinn ef þú færð hann í gang aftur. |
|
| Author: | auðun [ Sun 20. Mar 2011 22:58 ] |
| Post subject: | Re: bíllinn rafmagnslaus á keyrslu. |
spennumæla þá bara alternatorinn ? það er varla nóg að athuga bara spennuna á geyminum en á alternatorinn ekki að gefa út um 14 volt og geymirinn að vera sirka 12,7 volt. ég þarf auðvitað álagsmæli ef ég ætla að tékka ástand á geyminum er það ekki |
|
| Author: | Lindemann [ Sun 20. Mar 2011 23:10 ] |
| Post subject: | Re: bíllinn rafmagnslaus á keyrslu. |
byrjaðu bara að spennumæla rafgeyminn bæði með dautt á bílnum og í gangi. spennan á að fara í ca. 13,8-14.2 þegar hann er í gangi. |
|
| Author: | GunniT [ Sun 20. Mar 2011 23:51 ] |
| Post subject: | Re: bíllinn rafmagnslaus á keyrslu. |
Skoðaðu jarðtengingar... |
|
| Author: | Einsii [ Sun 20. Mar 2011 23:52 ] |
| Post subject: | Re: bíllinn rafmagnslaus á keyrslu. |
Pott þétt alternator, lýsir sér alveg eins og þegar hann fór í 535 hjá mér. Ég reif hann úr og fór með hann á Ásco sem er bílarafmagnsverkstæði hér á Ak og þeir redduðu honum fyrir mig. |
|
| Author: | Axel Jóhann [ Mon 21. Mar 2011 01:21 ] |
| Post subject: | Re: bíllinn rafmagnslaus á keyrslu. |
Þetta er alternatorinn, það gæti líka verið laus stóri vírinn sem kemur á hann, skoðaðu það. |
|
| Author: | auðun [ Mon 21. Mar 2011 01:54 ] |
| Post subject: | Re: bíllinn rafmagnslaus á keyrslu. |
ég mældi hann og hann gaf bara 11,7 volt sem er alltof lágt og svo þegar hann var í gangi þá mældi ég rafgeyminn og hann lækkaði bara niður þangað til að hann dó. svo ég reif altenatorinn úr og þvílík þrengsli. ég reif hann í sundur og kolin eru greinilega allveg á síðasta snúning. ég kaupi þau á morgun. fást´þau ekki í búð uppá höfða við hliðina á stylnum sem heitir ljósboginn eða eitthvað. furðulegast við þetta allt fannst mer samt að ég fletti upp´altenatornum í realoem og hann gaf upp 80A og 140 A altenatora í þessa bíla en þessi sem er í bílnum er 90 A. en takk fyrir upplýsingarnar frá ykkur. |
|
| Author: | Svessi [ Sun 27. Mar 2011 22:24 ] |
| Post subject: | Re: bíllinn rafmagnslaus á keyrslu. |
Ég veit svosem ekkert um hvar þú færð varahluti en alltaf þegar ég er í veseni með alternator þá fer ég alltaf niður í Rafstillingu í Dugguvogi 23. Þeir mæla líka rafalinn fyrir þig, held ég frítt, eru enga stund að því ef þeir hafa tíma. |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|