| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Kemst ekki í skottið á E30 https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=42711 |
Page 1 of 2 |
| Author: | Steinieini [ Mon 01. Feb 2010 12:10 ] |
| Post subject: | Kemst ekki í skottið á E30 |
Bíllinn var búinn að standa í vetur og einhver gleymdi að taka pólana af svo geymirinn var orðin slappur, líka kominn tími á hann held ég. Í gær tók ég geyminn úr til að setja í hleðslu yfir nótt Núna kemst ég ekki í skottið til að setja geyminn í aftur Eiga Samlæsingarnar ekki að aflæsa skottinu líka? er næstum viss um það... Ég heyri eitthvað klikk nefnilega í skottlæsingunni en skottið er samt læst Kann einhver barbabrellur ? |
|
| Author: | SteiniDJ [ Mon 01. Feb 2010 13:07 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
Vonandi hjálpar þetta eitthvað. |
|
| Author: | Steinieini [ Mon 01. Feb 2010 15:19 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
Já þetta er mjög svipað vandamál nafni Nema hvað nú er ég búinn að reyna að setja bílinn í gang með 2 hlöðnum geymum tengda í gegnum húddið og beint af bíl með startköplum en það er eins og hann fái ekki nema tæplega hálfan kraft til að starta og nær ekki í gang á því Það kemur klikk úr skottinu þegar samlæsingarnar virka en það er samt læst, gaman ? |
|
| Author: | arnibjorn [ Mon 01. Feb 2010 15:21 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
Steinieini wrote: Kann einhver barbabrellur ?
|
|
| Author: | Zed III [ Mon 01. Feb 2010 15:23 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
|
|
| Author: | Steinieini [ Mon 01. Feb 2010 15:23 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
frábært drengir
|
|
| Author: | jens [ Mon 01. Feb 2010 15:29 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
Þetta getur orðið snúið, það er ekki möguleiki á neinu nema koma straum á draslið í gegnum huddið. Nema það bjóði sig fram aðili sem kemst í gegnum hátalaragatið |
|
| Author: | Steinieini [ Mon 01. Feb 2010 15:31 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
Sko ég kem straum á húddið ekkert mál En skil ekki afhverju : Ég næ ekki að snúa lyklinum í skottlæsingunni, búinn að hita og flæða WD40 Bíllinn nær bara hálfu poweri í starti, kanski ekki nógu sverir kaplar eða góð tenging ? getur það tengst slappleika í skottsamlæsingu ? |
|
| Author: | Mazi! [ Tue 02. Feb 2010 02:27 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
ef þú getur ekki snúið lykklinum þá myndi ég nú halda að lásinn væri bara bilaður, alveg óháð samlæsingunni, en auðvitað ætti hún samt að opna skottið, hjá mér er tildæmis biluð skráin sjálf svo ég get ekki opnað skottið með lykil, en samlæsingin getur opnað skottið. tekur birgir sig stæl á þetta og hakkar þig í gegnum afturljósið á bílnum |
|
| Author: | T-bone [ Tue 02. Feb 2010 10:08 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
Þetta er ótrúlega furðulegt með E30. Það gengur ekki að setja straum í húddið á þeim, hvorki til að starta bílnum, né til að opna hann með samlæsingunum. Mér sýnist það allavega á öllu, þar sem þetta gerðist t.d. líka þegar við birgir vorum að reyna að komast inn í bílinn hans... |
|
| Author: | gstuning [ Tue 02. Feb 2010 11:10 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
Ég veit ekki hvar þið eruð að setja straum í húddið enn það er eiginlega betri staður enn að setja straum á rafgeymirinn |
|
| Author: | jens [ Tue 02. Feb 2010 11:13 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
Steini ef þú getur komið straum á central´ið í gegnum huddið þá er bara tvennt í boði. Brjóta ill fáanlegt preface afturljós og sennilega botninn eða og taka sénsinn á því að t.d Mázi |
|
| Author: | Steinieini [ Tue 02. Feb 2010 17:20 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
Jæja meirihluti dagsins fór í þetta rugl Ég meitlaði skíðapoka gatið úr og gat komið haus og einni öxl þar inn til að losa 5 bolta sem halda læsingunni, þvílík skemmtun það ! Svo fór ég með svissinn sem vildi ekki snúast til lásasmiðs og kom í ljós að eftir að brotist var inní bílinn hjá mér fékk ég nýjann lykil hjá BOGL sem var FERJULYKILL sem passar ekki í skott og hanskahólf ,TAKK BOGL fyrir að láta vita líklega hefur litla plastið á endanum á tippinu á samlæsingar actuator verið ónýtt líka og þessvegna gátu samlæsingarnar ekki opnað skottið allavega er þetta allt komið í stand núna Gunni ég tengi þar sem plús pólinn er þar sem tölvan kemur í gegnum eldvegginn, og á sama geymi rokstartaði bíllinn þegar ég tengdi í skottið en hann snéri hálfan snúning ef ég var með þetta tengt í húddinu |
|
| Author: | gstuning [ Tue 02. Feb 2010 17:52 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
Hvar setturu jarð tenginguna? |
|
| Author: | Steinieini [ Tue 02. Feb 2010 17:56 ] |
| Post subject: | Re: Kemst ekki í skottið á E30 |
Bæði demparastrut ró og þar sem tölvan jarðast eða hvað sem þetta var |
|
| Page 1 of 2 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|