| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Furðulegt vandamál - kokar í vinstri beygjum https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=38198 |
Page 1 of 1 |
| Author: | UnnarÓ [ Wed 24. Jun 2009 23:56 ] |
| Post subject: | Furðulegt vandamál - kokar í vinstri beygjum |
Bíllinn er kominn með einhverja furðulega stæla, hann hefur tekið uppá því að koka stundum þegar ég tek vinstri beygju eða jafnvel í hringtorgi. Getur verið mjög óþægilegt þegar maður tekur frekar hressilega beygju og þá kemur þessi slinkur þegar vélin „hættir“ í svona 1 sek. Þetta gerist oftar þegar bíllinn er með lítið bensín á sér, en kemur þó fyrir þegar ég er með fullan tank líka. Jæja, gólfið er ykkar, látið ljós ykkar skína! |
|
| Author: | Stebbtronic [ Thu 25. Jun 2009 00:02 ] |
| Post subject: | Re: Furðulegt vandamál - kokar í vinstri beygjum |
Bensíndæla / sía... eldsneytisaðfærslan eitthvað að klikka |
|
| Author: | Alpina [ Thu 25. Jun 2009 07:05 ] |
| Post subject: | Re: Furðulegt vandamál - kokar í vinstri beygjum |
Stebbtronic wrote: Bensíndæla / sía... eldsneytisaðfærslan eitthvað að klikka Góð tillaga,, sammála |
|
| Author: | saemi [ Fri 26. Jun 2009 01:31 ] |
| Post subject: | Re: Furðulegt vandamál - kokar í vinstri beygjum |
tenging á rafgeymi, athuga það líka. |
|
| Author: | birkire [ Fri 26. Jun 2009 02:15 ] |
| Post subject: | Re: Furðulegt vandamál - kokar í vinstri beygjum |
saemi wrote: tenging á rafgeymi, athuga það líka. +1 lenti í þessu þegar ég var að koma mínum á götuna aftur.. rafgeymirinn laus og ekki nógu vel hert á pólskónum.. dó allt afl í harkalegum beygjum. |
|
| Author: | jon mar [ Fri 26. Jun 2009 02:39 ] |
| Post subject: | Re: Furðulegt vandamál - kokar í vinstri beygjum |
Lenti einmitt í þessu á toyotu sem ég átti einu sinni, þá var ónýtt jarðsamband sem klikkaði í beygjum. |
|
| Author: | UnnarÓ [ Thu 13. Aug 2009 12:53 ] |
| Post subject: | Re: Furðulegt vandamál - kokar í vinstri beygjum |
Gleymdi að henda lausninni hingað inn. Rafgeymirinn var alltaf pínu slappur og varð eiginlega bara ónýtur fyrir stuttu. Nú er búið að skipta um hann og vandamálið er úr sögunni Þakka hjálpina. |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|