bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

pixlavandræði.
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=37783
Page 1 of 1

Author:  Gunnsinn [ Thu 04. Jun 2009 23:11 ]
Post subject:  pixlavandræði.

eg er með spurningu hér hefur einhver tekið að sér að taka mælaborðið út og reyna fixa pixlana hérna heima ef svo er hver er það og hvað tekur hann fyrir það að gera þetta?

en síðan er maður nú oft helvíti slungur með puttana. Mig vantar donor mæla til að prufa einusinni áður en ég fer í mína eigin mæla ef einhver gæti reddað mér ónýtu mælaborði(bara closter panelin) úr e34- e32 - e39 -e38 þá yrði kallin ánægður.

takk fyrir mig
með fyrirfram þökk
Gunnar H

Author:  saemi [ Thu 04. Jun 2009 23:49 ]
Post subject:  Re: pixlavandræði.

Ég geri ráð fyrir að þú sért með E38/E39 bíl.

Ég mæli ekki með að reyna þetta sjálfur. Been there done that. Mæli með Ebay.de, pixelfehler

http://cgi.ebay.de/Tacho-Display-Kombii ... dZViewItem

sem dæmi.

Kostar... en eina sem virkar.

Author:  Gunnsinn [ Fri 05. Jun 2009 17:44 ]
Post subject:  Re: pixlavandræði.

það getur vel verið en mig langar samt að sjá hvort ég get ekki bara reddað þessu sjálfur (og ef vel gengur er möguleiki að maður reddi einhverjjum fleirum ef þér vilja fyrir vægu gjaldi :wink: ) er þokkalega vel lúgjinn í puttonum með allt rafmagn og vesen í kringum sona rugl mig vantar bara mælaborð(closter panel) ég er á e39 bíll (vist þú varst að speglera) en mig vantar bara closter sem er ónýtt en verður að vera úr e31 e32 e34 e38 eða e39 8)

takk takk

Author:  Beinsi [ Fri 05. Jun 2009 18:26 ]
Post subject:  Re: pixlavandræði.

Ég man nú eftir að þurfa að setja útvarpið í gamla bimmann...Gunnar!!! hahahaha :thup:

Author:  saemi [ Fri 05. Jun 2009 20:29 ]
Post subject:  Re: pixlavandræði.

Gunnsinn wrote:
það getur vel verið en mig langar samt að sjá hvort ég get ekki bara reddað þessu sjálfur (og ef vel gengur er möguleiki að maður reddi einhverjjum fleirum ef þér vilja fyrir vægu gjaldi :wink: ) er þokkalega vel lúgjinn í puttonum með allt rafmagn og vesen í kringum sona rugl mig vantar bara mælaborð(closter panel) ég er á e39 bíll (vist þú varst að speglera) en mig vantar bara closter sem er ónýtt en verður að vera úr e31 e32 e34 e38 eða e39 8)

takk takk



Ég skil það vel að þú viljir reyna. Ég er vel handlaginn sjálfur en játaði mig sigraðan í þessum efnum.

En að óska eftir mælaborði úr öðru en E38/E39 er ekki gott að mínu mati. Pixlavandamál er eingöngu í þeim bílum, ekki hinum.

Author:  durti [ Fri 05. Jun 2009 21:24 ]
Post subject:  Re: pixlavandræði.

saemi wrote:
g skil það vel að þú viljir reyna. Ég er vel handlaginn sjálfur en játaði mig sigraðan í þessum efnum.

En að óska eftir mælaborði úr öðru en E38/E39 er ekki gott að mínu mati. Pixlavandamál er eingöngu í þeim bílum, ekki hinum.


Ég reif mitt í sundur og endaði með fleiri dauða pixla og bilaðan hitamæli :S og tel mig frekar handlaginn með svona hluti.
Mæli ekki með að þú reinir þetta.

Ég hef heyrt góðar sögur af þessu á ebay - tekur ca 3-4 daga og kostar í kringum 30-40Þ

Author:  dabbiso0 [ Fri 05. Jun 2009 22:16 ]
Post subject:  Re: pixlavandræði.

Þeir a m5board.com eru með þrað um þetta
http://www.m5board.com/vbulletin/e39-m5-e52-z8-discussion/85505-repair-guide-missing-pixels-odometer-display.html
Og þar eru þeir með link a einkern sem gerði DIY
http://www.m5board.com/e39m5/Pixel-repair-v05.pdf
Þetta er reyndar það DIY sem sjalfar mælistikurnar eru teknar af, og er það enganveginn gefið að setja það a aftur.
Man eftir einum öðrum DIY þar sem það er borað nokkur göt undir svarta plastið til að komast i skrufurnar þannig að það þurfi ekki að taka skifurnar af.
Mig er alveg buið að dauðlanga að gera þetta dot, en aldrei þorað þvi.

Author:  GriZZliE [ Fri 05. Jun 2009 22:18 ]
Post subject:  Re: pixlavandræði.

Já þetta er ekkert djók að gera þetta gerði þetta hjá mér náði þessu svona nokkurn veginn en það kostaði að að ég þurfti að kaupa mér annað mælaborð í varahluti... Mæli ekki heldur með að menn séu að reyna þetta sjálfir!! Fucking nálarnar eru pain að ná af og svo lítið mál að skemma ef maður er ekki með rétt verkfæri í þetta sem þýðir kostnaður :s

Author:  Geirinn [ Sun 07. Jun 2009 23:27 ]
Post subject:  Re: pixlavandræði.

lúgjinn í puttonum

Er þetta þín útgáfa af "lunkinn í puttunum" ?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/