bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Bíllyklar týndir.
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=37565
Page 1 of 1

Author:  andr1g [ Tue 26. May 2009 18:53 ]
Post subject:  Bíllyklar týndir.

Sælir,

Ég lenti í því óhappi að týna einu bíllyklunum mínum, nýr lykill hjá BogL kostar c.a 50.000 kr.
Þá á eftir að greiða kóðunarkostnað og dráttarkostnað.

Þetta er e39, 540, 2000 módel.

Ekki vill svo til að einhver sé með betri hugmyndir eða ráð varðandi það að nálgast lykil?

Hvort sem hann sé með fjarstýringu eða ekki.

Author:  Einari [ Tue 26. May 2009 19:32 ]
Post subject:  Re: Bíllyklar týndir.

ég held nú því miður að þú getir ekkert annað en að kaupa nýjan lykil í bogl, því að þú hefur ekki lykil til að láta smíða eftir, og svona óorginal lyklar eru ekki með flögunni sem EWS ið les til að leyfa bílnum að fara í gang.

Author:  Stefan325i [ Tue 26. May 2009 20:38 ]
Post subject:  Re: Bíllyklar týndir.

Ef þú fékkst bara einn lykill með bílnum þá gætiru prufað að hringja í fyrrverandi eigendur bílsinns og athugað hvort það leynist lykill einhvestaðar.

Author:  iar [ Tue 26. May 2009 22:19 ]
Post subject:  Re: Bíllyklar týndir.

Það er líka hægt að kaupa "service" lykil. Hann er reyndar ekki með fjarstýringunni en virkar að öðru leiti eins og kostar bara brot af stóra lyklinum. Fékk lykilinn á ca. 6þ. (á gamla genginu reyndar) fyrir E39 M5 í fyrra. Gott amk. að vera með service lykilinn sem lykil nr. 2.

Sérð hann hér nr. 2:

Image
Key with accumulator battery(from 09/99) - BMW parts catalog

Author:  dabbiso0 [ Thu 28. May 2009 20:30 ]
Post subject:  Re: Bíllyklar týndir.

fekk verð f. sona lykil f. viku. kostaði 14,800kr þa

Author:  Geirinn [ Sun 31. May 2009 00:11 ]
Post subject:  Re: Bíllyklar týndir.

Þessi verð fyrir lykla eru eitthvað grín.

Author:  Sezar [ Sun 31. May 2009 00:38 ]
Post subject:  Re: Bíllyklar týndir.

Geirinn wrote:
Þessi verð fyrir lykla eru eitthvað grín.

Já, líka ekkert grín að vera lyklalaus.

Author:  Geirinn [ Sun 31. May 2009 00:47 ]
Post subject:  Re: Bíllyklar týndir.

Sezar wrote:
Geirinn wrote:
Þessi verð fyrir lykla eru eitthvað grín.

Já, líka ekkert grín að vera lyklalaus.


Og það gefur þeim leyfi til að setja fáránlegt verð á þetta. Frábært :)

Author:  Solid [ Sun 31. May 2009 00:52 ]
Post subject:  Re: Bíllyklar týndir.

Alltaf að biðja um aukalykla í bílkaupum.

Annars ættiru að hafa fullann rétt til að lækka verðið á bílnum um það sem nýr ódýrasti lykillinn kostar.

Mín skoðun :shock: :)

Author:  raxions [ Mon 01. Jun 2009 01:28 ]
Post subject:  Re: Bíllyklar týndir.

Kostar nýr lykill virkilega ekki meira en 50.000 kall?? Var það ekki 50.000 kall á gamla genginu eða?
Getur samt verið að mig sé að misminna eitthvað.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/