bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Mótorinn farinn ? https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=37418 |
Page 1 of 2 |
Author: | Solid [ Wed 20. May 2009 16:55 ] |
Post subject: | Mótorinn farinn ? |
( SC: SuperCharger, IC: InterCooler ) Jæja, nú kom að því. Ég er nýlega búinn að bæta við 17% minna SC hjóli sem gekk fínt. Bíllinn var góður í 2-3 vikur, þar til nú. Ég var bara á krúsinu með félaga mínum þegar ég fór að heyra virkilega skrítið hljóð, svona eins og eitthver steinn eða eitthvað væri að nötrast utan í járn, hljóðið ágerðist með snúningshraða en heyrðist ekki í hægagangi. ( þessu hljóði var hægt að líkja við það að tannhjól væru að skralla saman ). Ég prufaði að gefa hressilega í, og var engann kraftmun að finna, alveg jafn sprækur. Nú okey allt í góða, við stoppum bara og opnum húddið og þá tek ég eftir að loftsían mín var farin af rörinu ![]() Einnig fór ég að velta fyrir mér hvort skrúfan hafi farið inn um intaks rörið. En SC gaf frá sér eðlilegt væl þannig ekki fór hún lengra en SC, en ég fór að velta fyrir mér hvort skrúfan væri þarna inni í rörinu að slengjast utaní SC. Ég held svo bara einn leið minni í aðstöðuna mína og ætla að kíkja á þetta, þegar ég fer að taka eftir kraftmun... ( þó heyrist eðlilegt hljóð í SC ). Ég er kominn á planið fyrir utan aðstöðuna þegar hljóðin verða rosalega skrítin og asnaleg og að lokum drepst á bílnum. Ég prufa að starta aftur og þá kemur belta ískur og bíllinn helst ekki í gangi. Ég prufa einu sinni í viðbót, og þá cranckar ekki einu sinni vélin. Heyri bara smell í relay-inu og málið dautt. Ég fer út og prufa að íta bílnum í gír, sem er ekki séns!! Hvað erum við að tala um í damage hér? Úrbræddur mótor eða ónýtur SC ? Getur verið að skrúfan hafi lent inní SC og fest hann og ekki farið lengra ? Get ég gengið úr skugga með það, með því að taka reimina af SC og prufa að cranka ? Ég er ekki 100% á því að þessi skrúfa hafi losnað, en það þætti mér líklegast, þar sem önnur skrúfa var farin að losna einnig. |
Author: | gstuning [ Wed 20. May 2009 17:00 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
Byrja á því að taka þessa reim af og reyna hand snúa vélinni á sveifarásnum ekki í gír. muna taka kerti úr í leiðinni. þarft líklega stærri enn 22mm topp framann á ásinn. Ef þú getur ekki hand snúið vélinni með engin kerti í og SC ekki tengdur þá þarftu að taka pústgrein og soggrein af til að kíkja í portin og sjá mögulegann skaða þar. Ef allt virðist í gúddí þar þá þarf heddið að koma af. Ef engann skaða er að finna þar þá er eitthvað að botninum , sveifarás, legur og þessum líkt. |
Author: | Lindemann [ Wed 20. May 2009 19:03 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
miðað við þessa lýsingu..........þá myndi ég slíta pönnuna undan og skoða legurnar, þetta hljómar voða mikið þannig.....lítill sc er ekki að fara að festa vélina, reimin færi fyrr |
Author: | Solid [ Wed 20. May 2009 20:13 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
Já, var nú samt að skipta um SC reim og hjól fyrir 2 vikum, og það er brjáluð pressa á strekkjaranum þannig þetta er ekki að fara slippa neitt. Þakka fyrir svörin samt, ég ætla að kíkja í þetta. Annað, borgar kaskó nokkuð upp vélartjón vegna áreksturs ? Þ.e.a.s það var keyrt aftaná mig (harkalega) og get ég ekki fundið neina aðra ástæðu fyrir því að loftsían var farin af en hana. Er það ekki frekar lost case ? |
Author: | Axel Jóhann [ Wed 20. May 2009 20:25 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
Æjæj, verðum að kíkja á þetta eftir helgina. ![]() |
Author: | maxel [ Thu 21. May 2009 05:22 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
Hljómar eins og SC sé fastur víst það heyrist reimahljóð. |
Author: | Geirinn [ Thu 21. May 2009 12:34 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
starionturbo wrote: Já, var nú samt að skipta um SC reim og hjól fyrir 2 vikum, og það er brjáluð pressa á strekkjaranum þannig þetta er ekki að fara slippa neitt. Þakka fyrir svörin samt, ég ætla að kíkja í þetta. Annað, borgar kaskó nokkuð upp vélartjón vegna áreksturs ? Þ.e.a.s það var keyrt aftaná mig (harkalega) og get ég ekki fundið neina aðra ástæðu fyrir því að loftsían var farin af en hana. Er það ekki frekar lost case ? Það er frekar lost case að mínu mati. En eins og með allt.... það sakar ekki að reyna.. ![]() |
Author: | Solid [ Tue 26. May 2009 04:28 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
Jæja. Drainaði olíuna af vélinni í hreinann bala, sullumallaði í henni með puttunum og fylgdist grant með olíunni renna. Hún var alveg 100% smooth og ég fann ekkert sem gæti bent til þess legur, stangalegur, slífar eða annað slíkt hafi farið í mauk. Hugsa að vélin sé í gúddí fíling bara. Ég tók einnig intercooler af, og skoðaði hann, skrúfan hefur ekki farið í gegnum SC, því allt var í fínu lagi þar á bæ eins og ég hélt. Ég fer í smá framkvæmdir annað kvöld, við að taka fuel rail, intake manifold og svo framveigis af, til þess að komast að SC. Ég er búinn að finna SC fyrir 400$ á ebay og ætti að geta reddað honum frítt heim. En ég er svolítið vongóður því að chargerinn sé í lagi ![]() Því ég var að svissa bílnum mjög snöggt, og hann fór hægt í gang, svona 2-3 törn, svo kom ískur í reiminni og dó á mótornum. Ekkert verið gert síðan, ekkert turn eða neitt. Fleiri ábendingar eru þó vel þegnar. |
Author: | gstuning [ Tue 26. May 2009 07:55 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
gstuning wrote: Byrja á því að taka þessa reim af og reyna hand snúa vélinni á sveifarásnum ekki í gír.
muna taka kerti úr í leiðinni. þarft líklega stærri enn 22mm topp framann á ásinn. Ef þú getur ekki hand snúið vélinni með engin kerti í og SC ekki tengdur þá þarftu að taka pústgrein og soggrein af til að kíkja í portin og sjá mögulegann skaða þar. Ef allt virðist í gúddí þar þá þarf heddið að koma af. Ef engann skaða er að finna þar þá er eitthvað að botninum , sveifarás, legur og þessum líkt. |
Author: | gardara [ Tue 26. May 2009 16:50 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
Smá offtopic en hvernig er það annars, hafa menn ekkert verið að græja stærri SC á þessa bíla og þrýsta út meiri krafti? |
Author: | Axel Jóhann [ Tue 26. May 2009 17:30 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
Það er komið 17% minna hjól í þennann og hann svínvirkar alveg. |
Author: | Aron Fridrik [ Tue 26. May 2009 17:35 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
fór hjólið á SC eða sveifarásinn ? |
Author: | Axel Jóhann [ Tue 26. May 2009 17:38 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
SC |
Author: | gardara [ Wed 27. May 2009 00:24 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
Var aðallega bara að spá ef SC væri farinn, hvort málið væri þá að fara í einhvern betri eða eins aftur... |
Author: | Solid [ Wed 27. May 2009 11:51 ] |
Post subject: | Re: Mótorinn farinn ? |
Það er ekki til neinn aftermarket stærri supercharger. Allavega segir google nei ![]() Ég set líklega stock í staðinn. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |