bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

herslutölur á heddi m20b25?
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=35804
Page 1 of 3

Author:  andrivalgeirs [ Wed 18. Mar 2009 14:43 ]
Post subject:  herslutölur á heddi m20b25?

sælir meðlimir, jæja þá er farin heddpakning í e30 hjá mér og mig vantar að vita hvort að þið planið heddið við pakkningaskipti, er þetta álhedd?
og mig vantar líka herslutölur í réttri röð á heddið, eruð þið að kaupa nýja heddbolta? teygjanlegir?
svo ef einhver lumar á góðri aðferð við þetta OG tímareimaskipti má það líka fljóta með.... andri 6631346

Author:  Stebbtronic [ Wed 18. Mar 2009 14:51 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

Image

Það er betra að plana já, fer svolítið eftir hvar og hvernig skemmdin í gömlu pakkningunni er hvort að það teljist nauðsynlegt að plana. Þú kaupir nú nýja tímareim fyrst þú ert að þessu á annað borð. Heddið herðist svo bara út frá miðju og alltaf á víxl, ég persónulega bæti alltaf við ca 3-5Nm, eða 5-10° þegar ég tek lokaherslu bara til að fullvissa mig um að teygja í bolta og skekkja í mæli sé ekki að hafa áhrif á mælinguna.

Author:  Einarsss [ Wed 18. Mar 2009 15:11 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

þarf ekki að plana ef að heddið er beint, en ég myndi fara og láta tjekka á því, þrýstiprófa og gá hvort það sé ekki beint

Author:  andrivalgeirs [ Wed 18. Mar 2009 15:59 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

en þið sem eruð að turbó-væða, látið þið ekki plana heddið? og hvaða pakkningu eruð þið að kaupa? og ég skil ekki þessa töflu fyrir ofan, ég veit hersluröðina en hvað á að herða mikið hvern bolta, ef ég skil þetta rétt er það fyrst 30NM svo 90 gráður og svo aftur 90 gráður eftir gangsetningu?

Author:  Aron Andrew [ Wed 18. Mar 2009 16:05 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

Ég lét plana og þrýstiprófa heddið og svo var soðið í hluta af vatnsgöngunum.

Lét líka plana blokkina.

Author:  andrivalgeirs [ Wed 18. Mar 2009 16:18 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

geturðu sagt mér hvað þú borgaðir fyrir að láta plana hedd og blokk, þrýstiprófun? og hverjum mæliði með?
(pm. ef þú vilt ekki láta þetta fara lengra)?

Author:  arnibjorn [ Wed 18. Mar 2009 16:25 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

andrivalgeirs wrote:
geturðu sagt mér hvað þú borgaðir fyrir að láta plana hedd og blokk, þrýstiprófun? og hverjum mæliði með?
(pm. ef þú vilt ekki láta þetta fara lengra)?

Kistufell eru mjög góðir.

Þú getur prufað að senda "einaro" hérna á kraftinum pm og spurt hann útí þetta. Hann er algjör meistari og ég held að hann hafi tekið heddin í gegn hjá öllum turbo gaurunum :)

Author:  andrivalgeirs [ Wed 18. Mar 2009 16:29 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

alveg magnað hvað maður fær skjót og góð svör hér á kraftinum... takk fyrir þetta strákar :wink: en heddboltar, skiptið þið ekki alltaf um þá?

Author:  Einarsss [ Wed 18. Mar 2009 16:31 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

sumir nota stálpakkningu fyrir túrbó og aðrir orginal, mæli með að plana hedd og blokk ef þú ætlar í stálið ;) og þá er líka möst að fá sér ARP headstödda eða sambærilegt sem teygist ekki eins og oem boltarnir.

Þú endurnota ekki orginal boltana, mæli með að kaupa efri pakkningasett með heddboltum ef þú ætlar að hafa þetta bara orginal áfram :D

Author:  andrivalgeirs [ Wed 18. Mar 2009 16:50 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

sko það væri sniðugast fyrir mig að kaupa bara strax sterkari pakkningu og studda, plana hedd, blokk og þrýstiprófa heddið fyrir turbo, en maður þarf að hafa bílinn keyrsluhæfan, þarf að nota hann helst í gær, leiðinlegt að rífa þetta aftur ef maður fær sér original núna, en nóg um það, hvað er þetta lengi að koma til landsins að utan cirka? en eru einhvernir hérna búnir að stækka ventlana hjá sér, er að tala um að auka flæði? þ.e.a.s öflugri ventlagorma og stærri ventla, kannski aðra ása og hvaða stækkun á ventlum, er til einhver formúla yfir það, semsagt stækkun á ventlum, á móti boosti og hvað mikið magn af bensíni (spíssar)? eru menn að fá sér öflugri tímareim, stimpilstangir, stimpla og legur þegar turbo á í hlut (1bar cirka)?? allar upplýsingar vel þegnar... pm ef einhver vill ekki birta þetta opinberlega.

Author:  Einarsss [ Wed 18. Mar 2009 17:40 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

Hvað áttu mikinn pening og ert tilbúinn að eyða?

Ef þú ert að undirbúa fyrir turbó þá myndi ég persónulega O hringa blokkina, sjóða heddið og taka stock pakkningu og ARP hedd stödda. Vacmotorsports bjóða t.d upp stærri ventla ef þú vilt, góðan túrbó ás ... en þetta kostar allt náttúrulega :) Stock ás og ventlar eru að flæða og virka alveg sæmilega þannig að það er ekkert möst að fjárfesta í svoleiðis til að byrja með.

Author:  andrivalgeirs [ Wed 18. Mar 2009 17:54 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

málið er það að byggja upp solid mótor fyrir turbo, mótor sem að er að höndla 1 bar leikandi, því ég veit að manni langar alltaf í meira power 8) en ætli maður hafi þetta ekki bara original til að byrja með... maður getur ekki verið bíllaus.
O hringa blokkina, sjóða heddið skýra betur?

Author:  gstuning [ Wed 18. Mar 2009 18:04 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

o-ring block , er þegar lítil rönd er fræst úr blokkinni til að koma fyrir sem dæmi suðuvír,
á að standa um 0,3mm uppúr raufinni, þegar heddpakkning og hedd er komið á þá sér þetta um að læsa járn hringjunum í pakkningunni frá því að bogna frá.

sjóða í hedd er þegar heddið er styrkt með því að sjóða yfir vatnsganginn þar sem í raun er ekkert vatnsflæði, þetta styrkir heddið þar sem að það á til að gefa sig undir miklu afli og eða lélegri tjúningu , þ.e heddið á frekar til að cracka ef þetta er ekki svona.

Author:  gstuning [ Wed 18. Mar 2009 18:06 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

1bar þýðir lítið,

viewtopic.php?f=20&t=31377


lestu í gegnum þetta og spurðu svo hvað væri best að gera til að ná aflinu sem þú vilt.

Author:  andrivalgeirs [ Wed 18. Mar 2009 18:06 ]
Post subject:  Re: herslutölur á heddi m20b25?

þakka enn og aftur fyrir svörin strákar...

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/