bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

e30 gengur ekki hægagang í 2 skipti
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=35027
Page 1 of 2

Author:  andrivalgeirs [ Sun 15. Feb 2009 23:55 ]
Post subject:  e30 gengur ekki hægagang í 2 skipti

sælir meðlimir ég er nýr hérna og var bara að skrá mig, en hérna ég var að festa kaup á e30 325 1991 (langþráður draumur) bíllinn sem búi átti.
Svo í kvöld þá var maður nýbúinn að henda í hann læstu drifi og ég fór á honum og ætlaði að taka hring á honum en þá gengur hann aftur mjög leiðinlega hann rokkar svona upp og niður í gangi en hann drepur ekki á sér en hann virkar alveg eins og hann á að gera ef maður botnar hann en hann kokar ef að maður stígur létt á gjöfina? svo að ég prófaði að taka úr sambandi loftflæðiskynjarann hjá loftsíuboxi og hann lét alveg eins og svo prófaði ég að keyra hann þannig og hann var nákvæmlega eins, hann virkaði bara ef að ég botnsteig hann, þannig að þá tók ég annan skynjara (ekki viss hvaða skynjari það var) úr sambandi og þar af leiðandi voru 2 skynjarar ótengdir og þá drap hann á sér. er þetta ekki pottþétt dæmi um það að loftflæðiskynjarinn er ónýtur? en hvað annað getur komið til greina?

Author:  AntiTrust [ Mon 16. Feb 2009 00:39 ]
Post subject: 

Prufa að taka helstu skynjarana úr sambandi á meðan þú heldur bílnum í gangi, þá ætti tölvan að ganga á default stillingum á meðan, og haldast þar með í gangi ef e-r af þessum algengustu skynjurunum eru í ólagi.

Author:  Bui [ Mon 16. Feb 2009 01:35 ]
Post subject: 

hvað varstu að gera :shock: , Drepur á sér þegar þú sleppir bensíngjöf, þessu lenti ég nú aldrei í,,,,, :?

Author:  Mazi! [ Mon 16. Feb 2009 01:37 ]
Post subject: 

Hvurn djöfulann varstu að gera við greyjið bílinn ? :( ég lá slatta undir þessum mola :)

Author:  birkire [ Mon 16. Feb 2009 01:38 ]
Post subject: 

rólegir

það á að refsa þessu drasli

Author:  Mazi! [ Mon 16. Feb 2009 01:39 ]
Post subject: 

birkire wrote:
rólegir

það á að refsa þessu drasli

ég hef aldrey gert svoleiðis :lol: :oops:

Author:  GunniT [ Mon 16. Feb 2009 01:40 ]
Post subject: 

birkire wrote:
rólegir

það á að refsa þessu drasli


þetta er bara e30 þannig það kostar að refsa þessu :D

Author:  ss [ Mon 16. Feb 2009 16:05 ]
Post subject: 

spurning um að kíkja á hægagangsmótorinn og sjá hvort hann er að hreyfast eithvað

Author:  Bui [ Mon 16. Feb 2009 18:12 ]
Post subject: 

hvað var að?

Author:  Mánisnær [ Mon 16. Feb 2009 18:37 ]
Post subject:  Re: e30 gengur ekki hægagang? búinn að laga

andrivalgeirs wrote:
sælir meðlimir ég er nýr hérna og var bara að skrá mig, en hérna ég var að festa kaup á e30 325 1991 (langþráður draumur) bíllinn sem búi átti.
Svo í kvöld þá var maður aðeins að taka á honum og leika sér (til þess er þetta) en hérna málið er það að hann gengur ekki hægagang, ég er nú ekki kominn alveg inn í þessi e30 mál en hérna ég veit þetta helsta kerti og þræðir........., ég kem honum alveg í gang og ég get keyrt hann en um leið og ég set hann í hlutlausan eða í gír og tek fótinn af gjöfinni þá drepur hann á sér, en gæti þetta jafnvel verið súrefnisskynjari? loftflæðiskynjari? eða spjaldstöðunemi? Ég tek það fram að ég er ekkert búinn að líta á bílinn. öll svör eru vel þegin.. andri
þakka góð svör en rellan er komin í gang, það var dottið úr tengi. vildi óska að þetta væri alltaf jafn auðvelt að gera við þetta

Author:  andrivalgeirs [ Mon 02. Mar 2009 12:57 ]
Post subject:  Re: e30 gengur ekki hægagang í 2 skipti

ttt svör?

Author:  RamLing [ Mon 02. Mar 2009 13:04 ]
Post subject:  Re: e30 gengur ekki hægagang í 2 skipti

Athugaðu allar slöngur í sogreininni, hvort það sé leki. Gæti verið farin í sundur slanga sem þú sérð ekki, þá er hann að draga falskt loft og helst ekki í gangi nema á snúning.

Athugaðu líka hægagangsmótorinn..

Tips *
Láttu hann haldast í gangi og sprautaðu brake cleaner á hosurnar og slöngurnar sem liggja í soggreinina, ef hann kafnar strax þá er hann að draga falst loft þar. (Ekki dæla samt yfir mótorin)

Author:  Jón Ragnar [ Mon 02. Mar 2009 13:08 ]
Post subject:  Re:

Mazi! wrote:
Hvurn djöfulann varstu að gera við greyjið bílinn ? :( ég lá slatta undir þessum mola :)



Mola??

skulum alveg vera rólegir með það :lol:

Author:  andrivalgeirs [ Mon 02. Mar 2009 13:09 ]
Post subject:  Re: e30 gengur ekki hægagang í 2 skipti

Takk fyrir þetta ég ath þetta....

Author:  Geirinn [ Mon 02. Mar 2009 16:37 ]
Post subject:  Re: e30 gengur ekki hægagang í 2 skipti

Þessi umrædda lofthosa gæti verið morkin og stundum er erfitt að sjá það.

Athugaðu þetta því vel.... :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/