bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Smá misfire og lykt úr miðstöðinni
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=32061
Page 1 of 1

Author:  Zed III [ Tue 23. Sep 2008 19:32 ]
Post subject:  Smá misfire og lykt úr miðstöðinni

sælir bræður,

Ég hef lent í því tvisvar að eftir að bíllinn hefur staðið í nokkra klukkurtíma að fá eitt misfire (eins og litla sprengingu) þegar ég reyni að starta bílnum. Ef ég sný svo lyklinum aftur þá fer hann í gang án vandræða en ég það kemur svo eins og smá brunalykt úr miðstöðinni í smá tíma á eftir.

Það kemur hvorki lykt né þetta misfire ef hann hefur ekki staðið í amk nokkra klukkutíma.

Einhverjar tilgátur um hvað gæti verið í ólagi ? Bíllinn er annars Z3 eða E36/7.

Author:  Angelic0- [ Wed 24. Sep 2008 00:55 ]
Post subject: 

4cyl :?:

Author:  birkire [ Wed 24. Sep 2008 01:00 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
4cyl :?:


m50b25

Author:  Angelic0- [ Wed 24. Sep 2008 01:02 ]
Post subject: 

Slæmur Crank skynjari gæti verði að valda backfire....

Er hann með einhver tölvumodd :?:

Author:  Zed III [ Wed 24. Sep 2008 08:40 ]
Post subject: 

Það er ekkert tolvumodd og í þessari vél (m50b25) er ekki crancase vent valve.

Ég er reyndar með í augnablikinu tölvuheila sem er ekki alveg réttur (fékk lánaðan heila eftir að minn steiktist) en hann er búinn að vera í nokkurn tíma og þetta var ekki svona til að byrja með.

Author:  Angelic0- [ Thu 25. Sep 2008 02:38 ]
Post subject: 

DrWho wrote:
Það er ekkert tolvumodd og í þessari vél (m50b25) er ekki crancase vent valve.

Ég er reyndar með í augnablikinu tölvuheila sem er ekki alveg réttur (fékk lánaðan heila eftir að minn steiktist) en hann er búinn að vera í nokkurn tíma og þetta var ekki svona til að byrja með.


Farid ad kolna... could make the difference...

Thad er samt crank sensor a M50...

Author:  Zed III [ Thu 25. Sep 2008 07:24 ]
Post subject: 

bíllinn stóð inní skúr í seinna skiptið þegar þetta gerðist.

og ég var að rugla crank hlutum hressilega saman, ventill v skynjari

Author:  Zed III [ Mon 06. Oct 2008 09:55 ]
Post subject: 

Ég fékk þá kenningu að ég væri með kannski með spíss sem lekur og því fái ég eina sprengingu þegar bíllinn stendur í einhvern tíma. Mér er sagt að það sé auðvelt að tékka á þessu með því að lyfta þeim upp og skoða með leka.

Þegar ég fór svo að leita leiðbeininga lenti ég í smá veseni en ég hef ekki hugmynd um hvað spíss er á ensku. Er ekki einvher ykkar sem þekkir þetta ?

Author:  maxel [ Mon 06. Oct 2008 10:01 ]
Post subject: 

spíss=injector

Author:  Zed III [ Mon 06. Oct 2008 10:12 ]
Post subject: 

Glæsilegt, algjör snilld að geta leitað hingað fyrir svör.

Einhver hugmynd um hvort það sé mikið vesen að opna þetta dót og skoða ?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/