bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Stíft stýri eftir spól á E36/7
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=31930
Page 1 of 2

Author:  Zed III [ Wed 17. Sep 2008 19:17 ]
Post subject:  Stíft stýri eftir spól á E36/7

sælir félagar,

Ég var að þjösnast aðeins á bílum með því að spóla í hringi og lenti í því að stýrið varð allt í einu svakalega þungt.

Ég prufaði að tjakka bílinn upp og hreyfa dekkin og það er eins og það komi surl hljóð úr maskínunni þegar stýrið er við það að komast í botn. Ég reyndi að lofttæma kerfið með því að opna forðabúrið (það er nóg af vökva á kerfinu) og snúa stýrinu en það var ekki að gera sig.

Það sem mér dettur í hug er dælan sjálf (sem er drifin af reiminni) og svo maskínan sjálf.

Einhverjar hugmyndir um hvenig ég gæti komist að þessu ?

B

Author:  Einarsss [ Wed 17. Sep 2008 19:24 ]
Post subject: 

er reimin ekki bara laus fyrir dæluna?

Author:  Zed III [ Wed 17. Sep 2008 19:30 ]
Post subject: 

Því miður ekki svo gott. Reimin snýr dæluhjólinu eðlilega.

Author:  Lindemann [ Wed 17. Sep 2008 19:48 ]
Post subject: 

varstu að spóla í hringi með stýrið í botn beygju?

gæti verið ónýt vökvastýrisdælan, ef stýrinu er haldið alveg í botni þá hitnar vökvinn mjög fljótt og það getur eyðilagt dæluna.

Author:  Zed III [ Wed 17. Sep 2008 19:51 ]
Post subject: 

jebb, spól í hringi með stýrið í botni. Hafði ekki hugmynd um að þetta myndi skemma dæluna. Þetta voru annars ekki nema 2-3 hringir.

Author:  Axel Jóhann [ Wed 17. Sep 2008 20:00 ]
Post subject: 

Er þetta enn svona? En félagi minn lenti í þessu og þá sauð vökvinn bara, reyndar á Trans AM. Leyfðum honum að kæla sig vel og þá var allt gott,

Author:  Zed III [ Wed 17. Sep 2008 20:33 ]
Post subject: 

ég tékka á þessu í fyrramálið. vonandi lagast þetta.

Gæti breytt einhverju að skipta um vökva?

Author:  Lindemann [ Wed 17. Sep 2008 21:36 ]
Post subject: 

já það getur alveg gert eitthvað að skipta um vökvann.........2-3 hringir ætti nú ekki að vera hættulegt.

Author:  Zed III [ Thu 18. Sep 2008 10:14 ]
Post subject: 

Ekki var það hitinn á olíunni, þetta er jefn fast í dag og það var í gær.

Þetta er líka það stíft að ég trúi ekki að þetta sé bara vökvinn sem missir eiginleikana. Þá er bara eftir maskínan eða dælan.

Author:  Þórir [ Thu 18. Sep 2008 12:05 ]
Post subject:  Hmmm

Blessaður.

Ég gæti haft rangt fyrir mér en síðast þegar ég vissi loftæmdi maður ekki neitt með því einu að taka lokið af. Annars finnst mér það ótrúlegt, miðað við þessa lýsingu að það sé loft á kerfinu, mikið frekar að maskínan eða dælan sé farin.

Kv.
Þórir

Author:  Zed III [ Thu 18. Sep 2008 12:30 ]
Post subject: 

samkvæmt Bentley manualinum er lofttæmingin framkvæmd með því að taka lokið af forðabúrinu og snúa stýrinu fram og til baka.

Ég er annars sammála með maskínuna eða dæluna. Einhverjar hugmyndir um hvernig maður sér hvort sé farið ?

Author:  GunniT [ Thu 18. Sep 2008 13:44 ]
Post subject: 

Ég myndi prófa að skipta um vökvan..

Author:  Þórir [ Thu 18. Sep 2008 14:10 ]
Post subject:  Ok.

DrWho wrote:
samkvæmt Bentley manualinum er lofttæmingin framkvæmd með því að taka lokið af forðabúrinu og snúa stýrinu fram og til baka.

Ég er annars sammála með maskínuna eða dæluna. Einhverjar hugmyndir um hvernig maður sér hvort sé farið ?


Ok. Gott að vita.

Author:  Zed III [ Thu 18. Sep 2008 19:50 ]
Post subject: 

Sorted.

Skipti um dælu og allt virkar eins vel og hægt er að búast við.

takk fyrir svörin

Author:  gunnar [ Thu 18. Sep 2008 20:36 ]
Post subject: 

DrWho wrote:
Sorted.

Skipti um dælu og allt virkar eins vel og hægt er að búast við.

takk fyrir svörin


Jæja þá veistu alla vega hvað má ekki gera á þessum bíl :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/