bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Skemmtilegar aulýsingar úr fortíðinni
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=31900
Page 1 of 1

Author:  jens [ Mon 15. Sep 2008 20:38 ]
Post subject:  Skemmtilegar aulýsingar úr fortíðinni

Eins og sumir ykkar vita þá er kallinn með þeim eldri hér á spjallinu og fékk skemmtilega áminningu um það í kvöld, dóttirin var að gramsa í gömlu seðlaveski sem ég átti eins og menn voru með hér í gamladaga og upp komu þessar skemmtilegu minningar.

Hér er ég að auglýsa 323i bílinn minn á sínum tíma

Image

Hér er auglýsingin sem var til þess að ég keypti þennan 320i

Image

Svo er ein hér sem fannst og er af bíl sem ég var ákveðinn í að kaupa en gekk ekki alveg upp, man nú ekkert afhverju en væri gaman ef þessi bíll væri enn í umferð

Image

p.s veit ekki afhverju myndir virka ekki, verðið bara að copy/paste i vafra.

Author:  gardara [ Mon 15. Sep 2008 21:20 ]
Post subject: 

Gaman að þessu :)
Væri skemmtilegt að sjá fleiri svona!

Author:  Stanky [ Mon 15. Sep 2008 22:10 ]
Post subject: 

Flott símanúmer :D

En Jens: Ef þú vilt copy/paste mynd þannig að hún birtist hérna er ein þumalputtaregla góð.

Ef endingin á slóðinni er ekki .jpeg .gif .png .jpg eða eitthvað í þessum dúr, þá birtist hún ekki sem mynd á spjallinu.

Ef myndir birtast sem einhver runa af slóð í vafranum og endar ekki á einhverjum af þessum endingum fyrir ofan, þá dugar oft að hægrismella á myndina og smella á "view image", þá sýnir vafrinn nákvæma slóð á myndina og þá mun eitthvað af þessu ofangreinda standa í enda slóðarinnar ;)

Author:  KFC [ Tue 16. Sep 2008 00:08 ]
Post subject: 

http://www.photoape.com/album/photo/get ... ID=1140160
http://www.photoape.com/album/photo/get ... ID=1140159
http://www.photoape.com/album/photo/get ... ID=1140161

Author:  Axel Jóhann [ Tue 16. Sep 2008 00:12 ]
Post subject: 

SKemmtilegt að sjá þetta, en svona fyrir forvitnissakir, hvaða árgerð ert þú?

Author:  birkire [ Tue 16. Sep 2008 00:59 ]
Post subject: 

Oooooo langar í þennan 750 á þessum tíma, hljómar eins og 100% eintak.

Author:  jens [ Tue 16. Sep 2008 08:07 ]
Post subject: 

Axel Jóhann skrifar:

Quote:
SKemmtilegt að sjá þetta, en svona fyrir forvitnissakir, hvaða árgerð ert þú?


Ætla að láta nægja að segja að þessar auglýsingar eru síðan c.a ´92 -´93 :)

Author:  Mazi! [ Tue 16. Sep 2008 13:10 ]
Post subject: 

bara gaman að sjá svona! :D

Author:  Fandango [ Wed 17. Sep 2008 15:34 ]
Post subject: 

Þessi 750 bíll var með "elektrónískri jafnvægisstýringu" fyrir akstur í hálku. :D

Eflaust þótt svaka flott þá er standard í nánast öllum bílum í dag!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/