| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| M20 startara tenginga vandræði https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=30241 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Djofullinn [ Fri 20. Jun 2008 14:28 ] |
| Post subject: | M20 startara tenginga vandræði |
Ég skipti um startarann í 325i um daginn og nýi startarinn (sem kemur úr E28 held ég) er með öðruvísi tengjum. Gamli startarinn var með 3 kringlóttum tengjum með róm, eitt stórt sem báðir þykku kaplarnir fóru í og síðan fóru litlu vírarnir í sitthvort minna tengið. Nýi startarinn er aftur á móti bara með tveimur kringlóttum tengjum (stórt og lítið) og tveimur flatpinnatengjum (eða hvað sem þau kallast Annar litli vírinn passar ekki á minna kringlótta tengið þar sem gatið á vírnum er of mjótt. Litli vírinn sem ég næ ekki að tengja er grænn og svartur. Veit einhver hvernig ég get tengt þetta eða fyrir hvað græni/svarti vírinn er? |
|
| Author: | Axel Jóhann [ Fri 20. Jun 2008 14:44 ] |
| Post subject: | |
Á ég ekki bara að láta þig fá startara úr M20 e30? |
|
| Author: | Djofullinn [ Fri 20. Jun 2008 15:06 ] |
| Post subject: | |
Axel Jóhann wrote: Á ég ekki bara að láta þig fá startara úr M20 e30?
Hefði helst viljað sleppa við það þar sem mótorinn er kominn ofaní og ekkert voðalega gott aðgengi að þessu En hvernig eru tengin á startaranum sem þú ert með? Því miðað við það sem ég er að lesa á e30tech þá eru margir E30 einmitt með startaranum sem ég er með núna. |
|
| Author: | Alpina [ Fri 20. Jun 2008 15:40 ] |
| Post subject: | |
Meira vesenid á thér ,Daníel |
|
| Author: | Djofullinn [ Fri 20. Jun 2008 15:41 ] |
| Post subject: | |
Alpina wrote: Meira vesenid á thér ,Daníel
Já svona er þetta, kemur alltaf eitthvað nýtt uppá |
|
| Author: | Axel Jóhann [ Fri 20. Jun 2008 18:27 ] |
| Post subject: | |
Tengin á mínum eru 4x boltar. |
|
| Author: | srr [ Fri 20. Jun 2008 18:30 ] |
| Post subject: | |
Danni, ef þetta er startarinn sem þú fékkst frá mér....síðasta haust.... Þá er hann úr E28 520i 09/87 Mæli þá með að kíkja í....ETM fyrir slíkan bíl.....sbr hér... http://www.e28planet.com/etm.php |
|
| Author: | Djofullinn [ Fri 20. Jun 2008 21:57 ] |
| Post subject: | |
srr wrote: Danni, ef þetta er startarinn sem þú fékkst frá mér....síðasta haust....
Þá er hann úr E28 520i 09/87 Mæli þá með að kíkja í....ETM fyrir slíkan bíl.....sbr hér... http://www.e28planet.com/etm.php Jebb þetta er hann. Er að skoða ETM, er ekki alveg að átta mig á þessu Ef ég skoða teikningarnar af rafkerfunum fyrir báða bílana, s.s E28 og E30 þá virðist eini munurinn vera að "Diagnostic connectorinn" fwer beint í startarann á E30 en fer í gegnum alternatorinn á E28. Og á E30 teikningunni virðist sá vír fara í sama tengi og þykku kaplarnir tveir..... en þessi lausi vír hjá mér var ekki tengdur með þeim. |
|
| Author: | srr [ Sat 21. Jun 2008 16:45 ] |
| Post subject: | |
Ef þú vilt, þá á ég 520iA E28 sem þú mátt glaður skoða tengingarnar á |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|