bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Nokkrar spurningar í sambandi við 320
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=29931
Page 1 of 1

Author:  ValliB [ Tue 03. Jun 2008 23:04 ]
Post subject:  Nokkrar spurningar í sambandi við 320

Svona standa málin, hef ekki kynnt mér þetta neitt stórkostlega en læt þó flakka.

m52b20 vélin virðist vera frekar sólgin í kælivökvann. Ég setti á daginn eftir að ég hafði fattað að ég hafði keyrt norður á Húsavík úr Reykjavík með engan eða nánast engan kælivökva. Sá vökvi sem ég setti var fljótur að lækka, setti svo aftur á hann daginn eftir eða á sunnudaginn alveg að strikinu. Svo tjékka ég á þessu eftir vinnu í dag og sé að hann er búinn að lækka um 1 cm eða svo.

Getur verið að hann hafi lækkað svona hratt vegna þess að það vantaði allan vökva eða getur þetta verið heddpakkingin? :?


Svo er eitt annað sem fer örlítið í taugarnar á mér. Ég er með OBC II í bílnum og hún virkar fínt en ég fæ hana ekki upp í mælaborðið. Sambandsleysi eða á þetta bara ekki að vera á þessum fátæklegu þristum?

Author:  Axel Jóhann [ Wed 04. Jun 2008 00:47 ]
Post subject: 

Félagi minn á 520 með m50b20 vél sem virtist drekka kælivatnið líka, en svo var hann líka alltaf að hita sig undir álagi, svo kom að því að það sauð á honum og þá kom í ljós að vatnskassinn var HANDÓNÝTUR þannig ég skellti nýjum kassa í og skipti um vatnslás, og voila ALLES gúdd.





Btw, skoðaðu kassann vel, það geta verið litlar sprungur kringum stútana sem gúmmislöngurnar koma uppá.

Author:  BirkirB [ Wed 04. Jun 2008 20:39 ]
Post subject: 

Minn "323" /m52b25 lekur líka kælivökva, tók bara eftir litlum pollum á bílastæðinu ... minnir að bjahja hafi þurft að laga það í sínum 323 líka :?

Eru vatnskassarnir svona ónýtir??

Author:  Einarsss [ Wed 04. Jun 2008 20:44 ]
Post subject: 

getur prófað að vefja pappír um staði sem þig grunar að séu að leka ... ættir að sjá fljótt hvar lekur eftir stuttan rúnt

Author:  crashed [ Wed 04. Jun 2008 22:02 ]
Post subject: 

kasarnir eru gjarnir á að byrja að leka undir forðabúrinu þar sem þið fyllið á þá sérð oft smá rakka þar en eingan sasífan lekka mjöööööög algeingt vandamál

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/