bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Rúðuþurrkur rekast í húdd...
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=27549
Page 1 of 1

Author:  BirkirB [ Sat 16. Feb 2008 18:25 ]
Post subject:  Rúðuþurrkur rekast í húdd...

Já, rúðuþurrkurnar rekast í húddið á bílnum mínum sem er e36 coupe (facelift ef það breytir e-u.)

Ef ég myndi færa þurrkurnar þannig að þær væru ofar í neðstu stöðu, myndu þær rekast í þegar þær væru í efstu stöðu.
Það er líka búið að slípa smá af þeim svo þær komist alveg niður. :roll:
Og þegar ég opna húddiið rekast þær í það.

Er það húddið sem er að? munur á húddi á coupe og sedan?
eða eru vangefnir rúðuþurrkuarmar á þessu??

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að ná í gaurinn sem gerði þennan bíl upp og spyrja hann, vonlaust mál :?

Já fínt að taka það fram að þær rekast ekki í þegar þær eru í gangi...

Author:  Hlynzi [ Sun 17. Feb 2008 12:35 ]
Post subject: 

Eru armarnir ekki hreinlega skakkir bara ?

Author:  jens [ Sun 17. Feb 2008 12:52 ]
Post subject: 

Ertu viss að þetta séu rétt lengd af blöðum.

Author:  BirkirB [ Sun 17. Feb 2008 15:57 ]
Post subject: 

Blöðin eru ekki vandamálið.
En armarnir gætu verið skakkir, sem er samt skrýtið því þessi bíll er eiginlega "nýuppgerður". Ég myndi taka eftir því ef ég væri að laga/"gera upp" bíl, og ég myndi gera e-ð í því...
Svo er búið að slípa af örmunum svo þeir komist hreinlega undir húddið :shock:

Mín pæling var sú að húddið gæti verið af 4 dyra bíl því það var skipt um húdd á honum?

Væri kannski sniðugt að taka myndir

Author:  Danni [ Sun 17. Feb 2008 16:04 ]
Post subject: 

Húddið getur ekki verið að 4 dyra bíl, það er lengra á Coupe og með ristum við framrúðuna meðan á 4 dyra er það alveg slétt.

Ég lenti í þessu sama á e34 nema húddið rakst ekki í þegar ég opnaði.. enda opnaðist það í hina áttina. En það voru bara orðnar lélegar fóðringar í rúðuþurrku mekkanísmanum. Lét aldrei verða að því að laga það svo ég veit ekki hvernig er best að fara að því :oops:

Author:  BirkirB [ Sun 17. Feb 2008 16:21 ]
Post subject: 

Okey. takk fyrir það :wink:

Skrýtið að þetta hafi ekki verið lagað frekar en að slípa arminn svo hann kæmist undir :roll: bráðabirgðaviðgerð

Author:  BirkirB [ Sun 29. Jun 2008 17:27 ]
Post subject: 

Ég er að verða geðveikur á þessari druslu sem ég keypti :evil: :evil: :evil: :evil:

Það hafa pottþétt verið keypt of löng blöð því bílstjóramegin eru þau 58 cm og 52 hinumegin... ég keypti auðvitað bara eins blöð...

ég reyndi að færa armana ofar núna áðan í fkn rigningunni en eini staðurinn sem ribburnar gripu í, ofar en staðurinn þar sem þær voru í fyrst, var of hár þannig að of lengra þurrkublaðið (sem er glænýtt btw og kostaði handlegg finnst mér) fór aðeins út fyrir framrúðuna.

Endilega einhver að opna húddið sitt á e36 coupe bílnum sínum og taka fyrir mig mynd af rúðuþurrkudraslinu svo ég sjái staðsetninguna... og kannski mæla blöðin líka :lol: :roll:

Ef ekkert virkar þá hlýtur það að vera að armarnir passi einfaldlega ekki á þetta drasl...semsagt séu og langir eða of bognir etc...

Óþolandi að það sé ekki hægt að gera hlutina almennilega urrrr!

Author:  íbbi_ [ Sun 29. Jun 2008 19:38 ]
Post subject: 

blöðin eru reyndar yfirleitt mislöng

Author:  BirkirB [ Sun 29. Jun 2008 21:26 ]
Post subject: 

ég veit...en lengra blaðið er greinilega of langt...

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/