bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Jæja Snillingar, vantar smá hjálp
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=25295
Page 1 of 2

Author:  Bmw_320 [ Sun 28. Oct 2007 19:17 ]
Post subject:  Jæja Snillingar, vantar smá hjálp

Jæja kraftsmenn,
Þannig er mál með vexti að hægagangurinn í bílnum (E36 m3) er orðinn eitthvað leiðinlegur.

Þetta lýsir sér þannig að hann gengur illa, eins og hann á að gera í smá stund
en svo dettur hann niður í ca 500 snúninga og fer síðan upp í venjulegan snúning
Hann er að gera þetta svona soldið óreglulega og hljóðið í honum er ekki eðlilegt (eins og hann prumpi) :roll:
Virðist eins og hann geti ekki stillt hægaganginn sjálfur og ef hann gerir það þá er það bara í nokkrar mínútur.

Einnig þegar maður er að keyrann á jöfnum snúning eða gefur létt inn er eins og hann hiksti
en þegar maður gefur honum vel inn þá er allt í lagi.
Gæti þetta verið eitthvað skylt eða...?

Endilega tjáið ykkur um þetta, er búinn að skipta um kerti, heddpakkningu og athuga vacum leka.

Author:  saemi [ Sun 28. Oct 2007 19:20 ]
Post subject: 

Hægagangsrofinn (geng út frá því að það sé svona í honum).

Vacuum leki, athuga allar slöngur.

Súrefnisskynjari

Loftflæðiskynjari.

Þetta er ábyggilega eitthvað af þessu, finnst hægagangsrofinn líklegastur.

Author:  Bmw_320 [ Sun 28. Oct 2007 19:24 ]
Post subject: 

takk fyrir það en hvar er hægagangsrofinn? :oops:

Author:  flatbeat [ Sun 28. Oct 2007 19:54 ]
Post subject: 

Þetta lýsir sér næstum alveg nákvæmlega eins og gangurinn í 316inum mínum :shock: Reyndar gerist það bara þegar hann er kaldur að snúningurinn fer að rokka. Hins vegar skeður það líka hjá mér að þegar þú gefur létt inn þá byrjar hann að hiksta.

Veit ekkert hvað er að, en það er eins og það heyrist smá lofthljóð þegar maður hlustar vel í vélinni, þannig mig grunar að þetta sé vacuum leki, eða eitthvað í sambandi við soggreinina. Hef ákveðið bara að henda honum á verkstæði og láta bara laga þetta, enginn sem ég þekki getur fundið úr þessu :lol:

En gangi þér vel með þinn 8)

Author:  gstuning [ Sun 28. Oct 2007 20:14 ]
Post subject: 

Bættu við hreyfispjalds skynjaranum,

myndi bara drífa mig með hann í B&L og láta lesa af honum

Author:  Bmw_320 [ Sun 28. Oct 2007 20:46 ]
Post subject: 

Já takk fyrir það strákar :)
meika allavega ekki að hafa hann svona...

Author:  Misdo [ Mon 29. Oct 2007 14:33 ]
Post subject: 

myndi tékka á vacum leka
ef einhverjar loft hosur eru lausar

Author:  ValliFudd [ Mon 29. Oct 2007 14:37 ]
Post subject: 

Misdo wrote:
myndi tékka á vacum leka
ef einhverjar loft hosur eru lausar

Ótrúlegt hvað þarf lítið til.. Á 323 e36 hjá mér, gleymdi ég einu sinni að setja olíulokið á eftir að hafa bætt á hann olíu.. :oops: Þá gekk hann hræðilegan hægagang. Skildi ekki hvað væri eiginlega í gangi fyrr en ég opnaði húddið og rak augun í þetta :lol: En bara það að það skildi vanta olíulokið, dugaði til þess að hægagangurinn léti hræðilega..

Author:  ///M [ Mon 29. Oct 2007 14:50 ]
Post subject: 

ValliFudd wrote:
Misdo wrote:
myndi tékka á vacum leka
ef einhverjar loft hosur eru lausar

Ótrúlegt hvað þarf lítið til.. Á 323 e36 hjá mér, gleymdi ég einu sinni að setja olíulokið á eftir að hafa bætt á hann olíu.. :oops: Þá gekk hann hræðilegan hægagang. Skildi ekki hvað væri eiginlega í gangi fyrr en ég opnaði húddið og rak augun í þetta :lol: En bara það að það skildi vanta olíulokið, dugaði til þess að hægagangurinn léti hræðilega..



:lol: :lol: bara???

Author:  bjornvil [ Mon 29. Oct 2007 15:10 ]
Post subject: 

Ég gleymdi að setja olíulokið á 523 þegar ég skipti um olíuna á honum. Ég fékk alveg fyrir hjartað þegar ég startaði, þvílíkur var hávaðinn :lol:

Author:  ValliFudd [ Mon 29. Oct 2007 16:05 ]
Post subject: 

Já Óskar ég segi "bara" því annar bíll sem ég átti fyrir nokkru var ekki einu sinni með þétt olíulok, bara glamrandi járntappi þétti ekki skít :lol: Og ekki hafði það áhrif á ameríska stálið 8) :lol:

Author:  Bmw_320 [ Wed 31. Oct 2007 18:38 ]
Post subject: 

Jæja strákar bilunin er komin í ljós
ég fór með hann í tb og lét lesa af honum og þá hvartaði hann undan tíma,
loftflæðiskynjara og súrefnisskynjara. allt þetta var þurrkað út og keyrði ég hann í c.a. 10 mín og lét lesa aftur af honum og þá kvartaði hann bara út af loftflæðisk. þannig að hann var tekinn úr sambandi og allt var eins og það átti að vera.
Líklega kvartaði hann út af tíma því ég var að skipta um heddpakkningu í honum og bogl átti ekki tæki til að núlla vanos-ið.....
En hann er flottur núna... :wink:

Author:  Eggert [ Wed 31. Oct 2007 18:43 ]
Post subject: 

Frábært 8) Og hvað kostaði þetta þig í heildina?

Author:  Bmw_320 [ Wed 31. Oct 2007 18:55 ]
Post subject: 

Heilar 2.600 krónur.
En svo á maður auðvitað eftir að kaupa skynjaran svo.... :)
en er einhver með verðið svona nokkurn vegin á svona skynjara?

Author:  ///M [ Wed 31. Oct 2007 18:59 ]
Post subject: 

Bmw_320 wrote:
Heilar 2.600 krónur.
En svo á maður auðvitað eftir að kaupa skynjaran svo.... :)
en er einhver með verðið svona nokkurn vegin á svona skynjara?


einhverstaðar á milli slatti og fullt :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/