bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Spólvarnarljós
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=25051
Page 1 of 2

Author:  Andrynn [ Wed 17. Oct 2007 23:13 ]
Post subject:  Spólvarnarljós

núna er ég með svonna BMW E46 320D sem kemur seint á árinu 2002, og það logir spólvarnar ljósið í honum, og líka gullt ljós þar sem handbremsu ljósið er. Spólvörnin virkar ekki, ABS-ið virkar og skrikvörnin virkar ekki.

Hafið þið spekingarnir einhverja hugmynd um hvað geta verið að :?: :roll:


kv. Andri

Author:  Angelic0- [ Wed 17. Oct 2007 23:43 ]
Post subject: 

B&L aflestur... þetta er víst algengt í E46...

koma samt margir hlutir til greina víst :!:

Author:  Danni [ Thu 18. Oct 2007 01:14 ]
Post subject: 

Er þetta ekki bara ABS Skynjari??

Author:  Andrynn [ Thu 18. Oct 2007 11:10 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
B&L aflestur... þetta er víst algengt í E46...

koma samt margir hlutir til greina víst :!:



Ég er á Akureyri, er einhver sem getur lesið af e46 hérna fyrir norða?

en fyrst að þetta er svonna algengt í E46, hefur þá ekki einhver annar lennt í þessu :D




Danni wrote:
Er þetta ekki bara ABS Skynjari??


ef að þetta er ABS skynjari, afhverju virkar þá ABS-ið eðlilega?




Image
semsagt ljósin sem hvítu hringirnir eru utan um :wink:

Author:  Danni [ Thu 18. Oct 2007 11:27 ]
Post subject: 

Hmm hef náð að misskilja það sem þú skrifaðir fyrst eitthvað. Skrítið að ABS-ið skuli virka en ekki spólvörnin og skrikvörnin. Þetta er allt í sama kerfinu (eða var það allavega í gamla bílnum mínum, ef eitt klikkaði datt allt út)

Gæti verið að það sé einhver sér tölva fyrir spólvörnina og skrikvörnina? Þegar ég ýti á spólvarnar takkann á mínum kemur spólvarnarljósið en þegar ég ýti og held inni þá koma bæði þessi ljós og hann hagar sér eins og þú ert að lýsa, spólvörn og skrikvörn virka ekki en abs virkar. Eini munurinn er að ég get ýtt á takkann aftur og allt kemur inn aftur.

Author:  Andrynn [ Thu 18. Oct 2007 11:30 ]
Post subject: 

Danni wrote:
Hmm hef náð að misskilja það sem þú skrifaðir fyrst eitthvað. Skrítið að ABS-ið skuli virka en ekki spólvörnin og skrikvörnin. Þetta er allt í sama kerfinu (eða var það allavega í gamla bílnum mínum, ef eitt klikkaði datt allt út)



ég einmitt héllt að þetta væri sama kerfið sem stjórnaði ABS-inu og spól- og skrikvörninni, EN ABS-ið virkar, en skrik- og spólvörnin virkar ekki :?

Author:  mattiorn [ Thu 18. Oct 2007 12:33 ]
Post subject: 

Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins getur lesið af bílnum fyrir þig ef þú vilt borga 5k+ fyrir eitthvað sem tekur max 5 mín að gera.................

Author:  Stanky [ Thu 18. Oct 2007 12:42 ]
Post subject: 

Þetta poppaði upp í mömmu bíl. Skipti um ABS skynjara eftir það var þetta allt í góðu.

X5 btw.

Author:  JonHrafn [ Thu 18. Oct 2007 12:46 ]
Post subject: 

ABS skynjari, dæla, tölva ofl ofl .... Ómögulegt að segja nema þú stingir honum í sambandi.. Mjög skrítið að ABS-ið virki en hitt ekki. Félagi minn lenti í þessu á X5 og niðurstaðan var ónýt abs tölva .. kostaði alveg handleggin á honum að skipta um það.

Author:  Hlynzi [ Thu 18. Oct 2007 17:17 ]
Post subject: 

JonHrafn wrote:
ABS skynjari, dæla, tölva ofl ofl .... Ómögulegt að segja nema þú stingir honum í sambandi.. Mjög skrítið að ABS-ið virki en hitt ekki. Félagi minn lenti í þessu á X5 og niðurstaðan var ónýt abs tölva .. kostaði alveg handleggin á honum að skipta um það.


Ef að tölvan er biluð á að henda henni í rafeindavirkja, mjög líklega hægt að gera við þær oftast.

Author:  Angelic0- [ Thu 18. Oct 2007 17:27 ]
Post subject: 

Hlynzi wrote:
JonHrafn wrote:
ABS skynjari, dæla, tölva ofl ofl .... Ómögulegt að segja nema þú stingir honum í sambandi.. Mjög skrítið að ABS-ið virki en hitt ekki. Félagi minn lenti í þessu á X5 og niðurstaðan var ónýt abs tölva .. kostaði alveg handleggin á honum að skipta um það.


Ef að tölvan er biluð á að henda henni í rafeindavirkja, mjög líklega hægt að gera við þær oftast.


Í X5 og E39 allavega eru þær samvaxnar ABS dælunni.... og þeim er yfirleitt bara hent... mikið bras að skipta um þetta...

Author:  Andrynn [ Fri 19. Oct 2007 00:13 ]
Post subject: 

en allavega, þá fer hann í aflestur til Bjarnhéðins á mánudaginn

Author:  Andrynn [ Mon 22. Oct 2007 19:15 ]
Post subject: 

Jæjja, fór með bílinn til Bjarnhéðins í dag til að láta lesa af honum, og þá er ónýtur skynjarinn sem skynjar hvernig stýrið er (STEERING ANGLE SENSOR)

semsagt númer 16. á þessari mynd
Image

er ekki einhver hérna á spjallinu búinn að parta svonna E46 og hvort að það væri ekki hægt að kaupa þetta úr honum á slikkerí? :wink:

Author:  IngóJP [ Mon 22. Oct 2007 19:23 ]
Post subject: 

en að kaupa NÝTT :roll:

Author:  Danni [ Mon 22. Oct 2007 19:24 ]
Post subject: 

Ertu búinn að athuga í B&L? Ætti ekki að kosta svo mikið þar..

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/