| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Fráfallið mælaborð í E28 518i https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=22905 |
Page 1 of 1 |
| Author: | ömmudriver [ Wed 27. Jun 2007 23:03 ] |
| Post subject: | Fráfallið mælaborð í E28 518i |
Sælir félagar, þannig er mál með vexti að mælaborðið í bílnum mínum er ekki að gera sig þessa dagana þar sem það eina sem virkar í mælaborðinu er rafgeimaljósið, stefnuljósin, háuljósin og svo dettur hraðamælirinn inn svona annað slagið Dettur eitthverjum hér í hug hvað gæti verið að ?? Ég er búinn að ath. öryggin og einnig búinn að taka mælaborðið úr en ég sá ekkert batterí og allar tengingar virtust vera í lagi. Já og svo bregst mælaborðið við þegar ég hækka og lækka í dimmernum fyrir mælaborðið og ég er búinn að skipta um þann takka en allt gerist ekki |
|
| Author: | saemi [ Fri 29. Jun 2007 15:07 ] |
| Post subject: | |
Ætli prentplatan í því sé ekki bara í tómri sýru! Hvað segir bíllinn þegar annað mælaborð er sett í hann? |
|
| Author: | ömmudriver [ Fri 29. Jun 2007 21:23 ] |
| Post subject: | |
saemi wrote: Ætli prentplatan í því sé ekki bara í tómri sýru!
Hvað segir bíllinn þegar annað mælaborð er sett í hann? Ég veit ekki alveg hvað er að marka það en ég setti mælaborð úr E28 520iA bíl í og þá var allt alveg eins nema það að snúningshraðamælirinn vildi vera hraðamælirinn |
|
| Author: | saemi [ Fri 29. Jun 2007 22:38 ] |
| Post subject: | |
Hummmmmmmmmmmmm Var það mælaborð í lagi í þessum 520i bíl áður en þú skiptir? |
|
| Author: | ömmudriver [ Sat 30. Jun 2007 13:19 ] |
| Post subject: | |
saemi wrote: Hummmmmmmmmmmmm
Var það mælaborð í lagi í þessum 520i bíl áður en þú skiptir? Hef ekki guðmund um það. |
|
| Author: | saemi [ Mon 02. Jul 2007 12:31 ] |
| Post subject: | |
Það virkar ekki vel að setja bilað í staðinn fyrir bilað |
|
| Author: | ömmudriver [ Mon 02. Jul 2007 22:59 ] |
| Post subject: | |
saemi wrote: Það virkar ekki vel að setja bilað í staðinn fyrir bilað
Nei, segðu |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|