| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Leiðinlegur Bakkgír https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=19600 |
Page 1 of 1 |
| Author: | bjornvil [ Wed 17. Jan 2007 21:08 ] |
| Post subject: | Leiðinlegur Bakkgír |
Sælir Fimman mín er soldið leiðinleg í bakkgírnum (beinskiptur). Þetta lýsir sér þannig að þegar maður er að taka af stað í bakkgír á hann það til að detta úr gírnum með tilheyrandi látum. Ef maður er mjög rólegur á gjöfinni og kúplingunni, eða bara heppinn, þá gerist þetta ekki. En þetta er að gerast oftar hjá konunni en hjá mér Er einhver hérna sem kannast við þetta eða getur leiðbeint mér með hvernig á að laga þetta? Annars sögðu þeir í B&L að það væru margir bílar með þennan kassa og ætti ekki að vera mikið mál að finna notaðann. Passa allir kassar af M52 mótorum á þennan mótor eða þarf það að vera kassi úr 523i/323i? Takk |
|
| Author: | JónP [ Wed 17. Jan 2007 21:17 ] |
| Post subject: | |
Gerðist akkúrat sama fyrir bíl sem ég átti. Þá voru tennurnar á tannhjólinu fyrir bakkgírinn nánast farnar. Það þurfti að skipta um tannhjólið og það kostaði alveg slatta. |
|
| Author: | bjornvil [ Wed 17. Jan 2007 21:24 ] |
| Post subject: | |
Já, þessvegna er ég að spá hvort maður ætti ekki bara að reyna að finna annan kassa. Þessi kassi virðist vera í rosalega mörgum bimmum samkvæmt þessu: This BMW part works for the following BMW models and year ranges: 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 BMW Z3 2.3/2.5 CONV ( EZ3 ) BMW 323CI 2DR ( E46 ) BMW 323CI CONV ( E46 ) BMW 323I Wagon ( E46 ) BMW 323I 4DR ( E46 ) BMW 323I 4DR ( E36 ) BMW 323I CONV ( E36 ) BMW 323IS 2DR ( E36 ) BMW 525I 4DR ( E39 ) BMW 320I 4DR ( E46 ) BMW 325CI 2DR ( E46 ) BMW 325CI CONV ( E46 ) BMW 325I 4DR ( E46 ) BMW 325I Wagon ( E46 ) BMW Z3 2.5i CONV ( EZ3 ) BMW 325I 4DR ( E36 ) BMW 325IS 2DR ( E36 ) BMW 325I CONV ( E36 )
|
|
| Author: | Gunni [ Wed 17. Jan 2007 21:37 ] |
| Post subject: | |
Þetta kom fyrir í bmw sem ég átti einusinni, sami kassi. Það lýsti sér þannig að oftast poppaði hann úr 1. gír. Það var einhver skiptigaffall í kassanum sem var farinn. Mig minnir að það hafi kosað 100 þúsund krónur að gera við þetta. |
|
| Author: | bjornvil [ Wed 17. Jan 2007 21:43 ] |
| Post subject: | |
Einmitt, einhver í B&L talaði um að það gæti verið farinn skiptigaffall. Var þessi 100 þúsundkall ekki mest fyrir vinnuna? Hefur einhver einhverntíman rekist á svona kassa til sölu? |
|
| Author: | Gunni [ Wed 17. Jan 2007 22:10 ] |
| Post subject: | |
bjornvil wrote: Einmitt, einhver í B&L talaði um að það gæti verið farinn skiptigaffall. Var þessi 100 þúsundkall ekki mest fyrir vinnuna?
Hefur einhver einhverntíman rekist á svona kassa til sölu? Jú vinnan hefur verið mesti hlutinn af þessu. |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|