| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| KRRRÆÆÆÆÆSSSSST !!!!! https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1398 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Heizzi [ Fri 02. May 2003 23:02 ] |
| Post subject: | KRRRÆÆÆÆÆSSSSST !!!!! |
Hafið þið skipt um hliðarrúðu frammí í E36. ÞAÐ ER MAJOR PAIN Klukkan hálf sjö í dag fór ég og ætlaði að skella rúðunni í hjá mér, ég var fyrst að koma heim núna um 10 leytið Fyrst þurfti að hreinsa glerbrotin úr þéttilistunum, síðan þurfti að átta sig á hvernig best væri að smeygja henni ofan í hurðina, tók smá tíma (skíthræddur um að brjóta þetta,13.000 kall plús vikubiðtími eftir nýrri). OK, kem henni ofan í, festi hana í stýriarmana og prófa, nei þá hrekkur hún úr festingunum, nýju stykkin pössuðu eitthvað verr heldur en þau gömlu. Set gömlu aftur í í og prófa, NEI þá er hún laflaus og dettur alltaf fram fyrir sig... hún fór ekki almennilega inn í fölsin Jæja svo loksins gekk þetta og ég varð alveg himinlifandi Og eitt annað, gírhnúðurinn er orðinn svolítið slitinn hjá mér, smá laus, svona wear and tear... allavega þá fer ég upp í umboð í dag og tékka svona til gamans hvað nýr svona kostar... 9000 kall takk, fyrir einn skitinn gírhnúð |
|
| Author: | bjahja [ Fri 02. May 2003 23:06 ] |
| Post subject: | |
jæja, það er allavegana gott að þetta er komið í lag. |
|
| Author: | Heizzi [ Fri 02. May 2003 23:16 ] |
| Post subject: | |
Já, þetta er eins og nýr bíll fyrir mér að sitja í. Ég er ekki búinn að eiga hann nema í tvo daga þegar brotist er inn í hann þannig að ég er búinn að keyra með þetta helvítis plast í hurðinni í hálfan mánuð og þekki lítið annað en bölvuð óhljóðin í því og hávaðann af götunni. |
|
| Author: | Gunni [ Sat 03. May 2003 14:56 ] |
| Post subject: | |
Heizzi wrote: Já, þetta er eins og nýr bíll fyrir mér að sitja í. Ég er ekki búinn að eiga hann nema í tvo daga þegar brotist er inn í hann þannig að ég er búinn að keyra með þetta helvítis plast í hurðinni í hálfan mánuð og þekki lítið annað en bölvuð óhljóðin í því og hávaðann af götunni.
HEHE ég held ég hafi séð þig í gær, mér fannst þetta nú soldið smellið að sjá þig keyra með plastpoka fyrir einum glugganum |
|
| Author: | Heizzi [ Sat 03. May 2003 17:43 ] |
| Post subject: | |
Smellið |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|