| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Mössun https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=13912 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Aron Andrew [ Sat 11. Feb 2006 13:51 ] |
| Post subject: | Mössun |
Ég tók eftir því í gær að það er komin mjög grunn rispa eftir allri bílstjórahliðinni hjá mér, einhver sem hefur verið að troða sér með tösku eða eitthvað álíka á milli bíla í skólanum. Lakkið á þessari hlið er allt glænýtt, og var ég að pæla hvort að það væri hægt að massa þetta af, og hvaða efni mælið þið þá helst með í þannig aðgerðir? Með von um góð ráð, Aron Andrew |
|
| Author: | Valdi- [ Sat 11. Feb 2006 14:21 ] |
| Post subject: | |
Ég fékk nú einhvern tíman svona grunna rispu á gamla minn, var alveg að gera mig geðveikan, enda var ég eini maðurinn sem tók eftir þessu. Skaust í "Hjá Jobba" Skeifunni 17. Þetta er semsagt í sama húsnæði og Office 1, nema bara á bakvið húsið. Kallinn tók 10 mín í þetta (létt mössun á hurðunum bílstjóra megin) og rukkaði mig um 1000 kr. Get ekki annað sagt en að ég hafi verið mjög sáttur. |
|
| Author: | Aron Andrew [ Sat 11. Feb 2006 14:22 ] |
| Post subject: | |
Valdi- wrote: Ég fékk nú einhvern tíman svona grunna rispu á gamla minn, var alveg að gera mig geðveikan, enda var ég eini maðurinn sem tók eftir þessu.
Skaust í "Hjá Jobba" Skeifunni 17. Þetta er semsagt í sama húsnæði og Office 1, nema bara á bakvið húsið. Kallinn tók 10 mín í þetta (létt mössun á hurðunum bílstjóra megin) og rukkaði mig um 1000 kr. Get ekki annað sagt en að ég hafi verið mjög sáttur. Veistu hvort að það er opið hjá honum núna? |
|
| Author: | Valdi- [ Sat 11. Feb 2006 15:20 ] |
| Post subject: | |
Gæti vel verið. Annars er bara að fara á www.simaskra.is finna númerið og hringja. Lætur hann síðan bara gera þér tilboð |
|
| Author: | Aron Andrew [ Sat 11. Feb 2006 15:24 ] |
| Post subject: | |
Valdi- wrote: Gæti vel verið.
Annars er bara að fara á www.simaskra.is finna númerið og hringja. Lætur hann síðan bara gera þér tilboð Ég renndi til hans áðan, það er lokað um helgar. En ég sá að hann er með heimasíðu ef einhver hefur áhuga www.simnet.is/hjajobba |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|