| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Titringur í stýi https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=13497 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Aron Andrew [ Tue 17. Jan 2006 16:56 ] |
| Post subject: | Titringur í stýi |
Sælir, ég lenti í mjög hægum og asnalegum árekstri við kant áðan, það kom ekki mikið högg á bílinn, en hjólaskálin stútfylltist af snjó. Málið er að eftir það þá kemur alltaf einhver leiðindavíbringur í bílinn þegar ég er á svona 50+, hann eykst ekkert ef ég fer hraðar heldur er bara stöðugur. Hvað gæti hafa skemmst? |
|
| Author: | Einarsss [ Tue 17. Jan 2006 17:14 ] |
| Post subject: | |
er ekki bara snjórinn að hafa áhrif á á dekkin ? ´prufaðu að fara e-ð í hita og hreinsa snjóinn úr |
|
| Author: | arnibjorn [ Tue 17. Jan 2006 17:17 ] |
| Post subject: | |
ég lenti einmitt í þessu í gær... rann á snjóskafl og það hefur bara farið einhver snjór þarna hjá dekkinu.. hann titraði rosalega á svona 50-60 svo eftir smástund var þetta farið |
|
| Author: | Geirinn [ Tue 17. Jan 2006 18:19 ] |
| Post subject: | |
Hvað strákar eruði bara að keyra eins og asnar!?!! |
|
| Author: | arnibjorn [ Tue 17. Jan 2006 18:21 ] |
| Post subject: | |
Geirinn wrote: Hvað strákar eruði bara að keyra eins og asnar!?!!
Fkn snjóskaflar útum allt.... ekki erfitt að klessa á þá |
|
| Author: | Lindemann [ Tue 17. Jan 2006 20:15 ] |
| Post subject: | |
þetta er búið að gerast nokkrum sinnum hjá mér eftir "smá" snjódrift kjaftæði feglurnar eru bara svo opnar að þær hreinsa sig að mestu leiti sjálfar eftir smá akstur |
|
| Author: | Aron Andrew [ Tue 17. Jan 2006 21:30 ] |
| Post subject: | |
ok ég var einmitt að vona að það væri eitthvað svona sem gæti verið að Geirinn wrote: Hvað strákar eruði bara að keyra eins og asnar!?!!
Ég var í einhverjum drift æfingum og endaði inni í skafli |
|
| Author: | Dr. E31 [ Tue 17. Jan 2006 23:19 ] |
| Post subject: | |
Geirinn wrote: Hvað strákar eruði bara að keyra eins og asnar!?!!
Já auðvitað! Ég lenti í þessu í dag, þegar ég var kominn upp í 70-80 þá var eins og himinn og jörð væru að farast, þetta var bara snjór inni í felguni. |
|
| Author: | Geirinn [ Tue 17. Jan 2006 23:22 ] |
| Post subject: | |
Ekki lent í þessu sjálfur. Bíllinn minn er svo stífur að ég keyri hann ekki mikið þegar það er nýbúið að snjóa og lítið búið að skafa. Festi mig 3x í gær
Annars þoli ég ekki óhljóðin sem koma þegar hjólaskálarnar eru fullar af snjó og maður heldur að dempararnir séu farnir til helvítis |
|
| Author: | iar [ Wed 18. Jan 2006 21:19 ] |
| Post subject: | |
Dr. E31 wrote: Geirinn wrote: Hvað strákar eruði bara að keyra eins og asnar!?!! Já auðvitað! Ég lenti í þessu í dag, þegar ég var kominn upp í 70-80 þá var eins og himinn og jörð væru að farast, þetta var bara snjór inni í felguni. Sama hér í fyrradag. Þvílík læti, hélt að dekkin væru að öll að hrynja af. |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|