| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Vandamál með miðstöð í E36 https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=1231 |
Page 1 of 5 |
| Author: | hlynurst [ Thu 10. Apr 2003 21:08 ] |
| Post subject: | Vandamál með miðstöð í E36 |
Ég er með tölvustýrða miðstöð í bílnum hjá mér og lennti í því í gær að þegar ég startaði bílnum þá var bara slökkt á henni og ég gat ekkert gert. Ekki einu sinni kveikt á afturrúðuhitaranum. En þegar ég var búinn að keyra um 2-400 metra kveiknaði skyndilega á henni... en datt síðan aftur út og þetta gerðist svona 4 sinnum. Áðan þegar ég keyrði hann var mjög dauf lýsing á skjánum og eins og áður gat ég ekkert breytt. Síðan eftir þessa 200-400 metra datt hún aftur inn og hélst inni í þessu tilviki. Hver djöfullinn er að??? Hefur einhver hugmynd eða þarf ég að leita á náðir T.B. |
|
| Author: | Bjarki [ Thu 10. Apr 2003 21:44 ] |
| Post subject: | |
Held að þetta sé final stage resistor það er viðnámið sem sem stýrir þessu, þetta er klassísk bilun í e39 og ekkert mál að skipta um þetta stykki 10mín en stykkið kostar 10þ. Veit ekki alveg hvernig þetta er í e36 en mjög líklega svipað, það er ekki víst að TB þekki þetta vandamál þeir í B&L könnuðust ekkert við að hafa selt þetta stykki áður þegar ég keypti þetta hjá þeim. Hér eru leiðbeiningar fyrir e39: http://www.540i6.com/finalstagereplacement.html |
|
| Author: | Alpina [ Thu 10. Apr 2003 21:45 ] |
| Post subject: | |
Ég hef frétt af svona í öðrum E-36 og það kostar$$$$$$$$$$$ ekki hægt að laga heldur þarftu líklega að kaupa eitthvað (($$$)) Ef þetta er eitthvað sambærilegt og i þeim bíl |
|
| Author: | hlynurst [ Fri 11. Apr 2003 00:49 ] |
| Post subject: | |
Ef þetta er viðnámið þá ætli ég í B&L að kvarta... það var skipt um viðnám fyrir um 3 mánuðum síðan vegna þess að miðstöðin gat ekki blásið nema á hálfum hraða. Þá kostaði þetta um 19þ (vinna + varahlutir). Átti samt að kosta töluvert meira en fékk "smá" afslátt. Getur verið að þetta hafi ekki verið nógu vel gert... Allavega sé ég hvað þeir hafa að segja um þetta. |
|
| Author: | Haffi [ Fri 11. Apr 2003 02:53 ] |
| Post subject: | |
Rífðu þessa helvítis tölvustýrðu miðstöð úr bílnum... þetta er alltaf að bila og kostar endalausan pening að laga þetta helvíti!! Vera með gömlugóðu snúningstakkana! |
|
| Author: | Djofullinn [ Fri 11. Apr 2003 08:34 ] |
| Post subject: | Re: Vandamál með miðstöð í E36 |
hlynurst wrote: Ég er með tölvustýrða miðstöð í bílnum hjá mér og lennti í því í gær að þegar ég startaði bílnum þá var bara slökkt á henni og ég gat ekkert gert. Ekki einu sinni kveikt á afturrúðuhitaranum. En þegar ég var búinn að keyra um 2-400 metra kveiknaði skyndilega á henni... en datt síðan aftur út og þetta gerðist svona 4 sinnum. Áðan þegar ég keyrði hann var mjög dauf lýsing á skjánum og eins og áður gat ég ekkert breytt. Síðan eftir þessa 200-400 metra datt hún aftur inn og hélst inni í þessu tilviki. Hver djöfullinn er að??? Hefur einhver hugmynd eða þarf ég að leita á náðir T.B.
Þetta er galli í E36 miðstöðinni, lélegar lóðningar eða eitthvað. Þú getur spurt þá í TB um þetta þeir þekkja þetta mjög vel og á öllum message boardum fyrir E36 finnuru þetta líka, í sumum tilfellum er hægt að lóða borðið upp aftur, ef það virkar ekki þarftu að skipta um miðstöðina. Miðstöðin kostar 60.000 kr hjá B&L en TB náði að redda mér miðstöð á 38.000 nýrri frá þýskalandi. |
|
| Author: | bebecar [ Fri 11. Apr 2003 12:00 ] |
| Post subject: | |
Þetta hljómar frekar fúlt. Þannig að ég ætla að vera rosalega bjartsýnn! Þetta er örugglega eitthvað smotterí.... laust öryggi eða eitthvað |
|
| Author: | hlynurst [ Sat 12. Apr 2003 19:35 ] |
| Post subject: | |
Ég vona allavega að þetta sé smáatriði... en ég væri ekki alveg tilbúinn að henda henni úr. Það er helvíti þægilegt að hafa þetta. |
|
| Author: | hlynurst [ Fri 25. Apr 2003 19:25 ] |
| Post subject: | |
Þetta helvítis drasl er ónýtt... verð víst að kaupa nýtt. En þessi miðstöð ætti allavega ekki að geta bilað meira... |
|
| Author: | Jói [ Sat 26. Apr 2003 15:16 ] |
| Post subject: | |
Eins og sagt er; Bila Meira en Wanalega. Þið eruð þá að segja að maður ætti jafnvel að sleppa digital miðstöðinni? |
|
| Author: | hlynurst [ Sat 26. Apr 2003 16:20 ] |
| Post subject: | |
Ég vil samt bara benda á að þetta er það eina sem hefur bilað... |
|
| Author: | Haffi [ Sat 26. Apr 2003 17:35 ] |
| Post subject: | |
gesturinn wrote: Eins og sagt er; Bila Meira en Wanalega.
Þið eruð þá að segja að maður ætti jafnvel að sleppa digital miðstöðinni? Ekki fara miða BMW við neinn japanskan bíl sem bilar "aldrei" ENDA ER EKKERT TIL AÐ BILA Í ÞEIM!! Engin þægindi! |
|
| Author: | morgvin [ Sun 27. Apr 2003 02:08 ] |
| Post subject: | |
Japanska bíla sem bila "aldrei" hef ég ekki heirt um á ævi minni. Og BMW bila undir meðaltali samkvæmt öllum þessum guða könnunum sem gerðar eru. |
|
| Author: | arnib [ Sun 27. Apr 2003 03:46 ] |
| Post subject: | |
morgvin wrote: guða könnunum
Nú er ég ekki kirkjurækinn maður.. en hvað eru "Guða Kannanir" ? |
|
| Author: | Heizzi [ Sun 27. Apr 2003 04:36 ] |
| Post subject: | |
Kannanir sem þorri fólks tekur mark á, framkvæmdar af "viðurkenndum" aðilum. |
|
| Page 1 of 5 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|