bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Beltastrekkjari með leiðindi https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=10630 |
Page 1 of 1 |
Author: | Ibzen [ Tue 24. May 2005 23:39 ] |
Post subject: | Beltastrekkjari með leiðindi |
Beltastrekkjarinn afturí hjá mér er farinn. Þ.e.a.s. hann vill ekki trekkja beltið inn farþegamegin. Veit einhver hvort það sé hægt að trekkja hann upp á nýtt eða verður að fá annað system í staðin fyrir þann ónýta. Endilega ef einhver hefur reynslu af þessu þá má hann deila henni með mér. Ég fæ ekki skoðun á bílinn svona og ég þarf að fara með bílinn í skoðun á morgun. Og já þetta er 320 "93 ef það hjálpar eitthvað. |
Author: | srr [ Wed 25. May 2005 05:01 ] |
Post subject: | |
Ég fékk einu sinni bögg í skoðun út af svipuðu vandamáli. Það var reyndar bílstjórabeltið. Skoðunarnáunginn sagði mér að spreya á beltið innréttingahreinsi til að gera beltið sleipara. Hann sagði að það væri bara einhverstaðar að stoppa útaf þrengslum og mælti með þessu útaf því. Ég reyndar fór aldrei út í að framkvæma og prófa þessa aðgerð þar sem ég seldi bílinn næstu daga á eftir. En ég fékk bara lagfæringu á beltið hjá mér. Veit ekki hvort þetta hjálpar þér en það er aldrei að vita ![]() |
Author: | Porsche-Ísland [ Wed 25. May 2005 07:20 ] |
Post subject: | |
Farþega beltið er ekki skoðað nema þú byðjir um það. Þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur með skoðunina, en samt þarf að laga þetta. |
Author: | srr [ Wed 25. May 2005 08:01 ] |
Post subject: | |
Porsche-Ísland wrote: Farþega beltið er ekki skoðað nema þú byðjir um það.
Þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur með skoðunina, en samt þarf að laga þetta. What??? Hverskonar öryggi er það eiginlega ![]() |
Author: | gstuning [ Wed 25. May 2005 08:48 ] |
Post subject: | |
Porsche-Ísland wrote: Farþega beltið er ekki skoðað nema þú byðjir um það.
Þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur með skoðunina, en samt þarf að laga þetta. Alltaf skoðað í keflavík |
Author: | jens [ Wed 25. May 2005 09:58 ] |
Post subject: | |
Öll belti skulu vera í fullkomnu ástandi í bílnum, alltaf skoðað hjá mér. |
Author: | gstuning [ Wed 25. May 2005 10:06 ] |
Post subject: | |
jens wrote: Öll belti skulu vera í fullkomnu ástandi í bílnum, alltaf skoðað hjá mér.
afturí líka? |
Author: | Ibzen [ Wed 25. May 2005 17:26 ] |
Post subject: | |
Ég bað ekki um að láta skoða beltið, kallinn í skoðuninni skoðaði það samt og skellti síðan endurskoðun á bílinn og bað mig um að koma aftur eftir mánuð og þá með beltið í lagi. |
Author: | jens [ Wed 25. May 2005 20:20 ] |
Post subject: | |
Á Akranesi er alltaf farið á öll belti bæði að framan og aftan. Það er skilda að vera með bílbelti sama hvar þú situr, afhverju ekki að gera sömu kröfur til allra beltana í bílnum. |
Author: | Tommi Camaro [ Thu 26. May 2005 15:26 ] |
Post subject: | |
Porsche-Ísland wrote: Farþega beltið er ekki skoðað nema þú byðjir um það.
Þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur með skoðunina, en samt þarf að laga þetta. Bull og vitleysa það er skilda skoðunarmansins að ath fram og aftur í. ef eitthvað belti í bilnum er bilað þá er það Endurskoðun |
Author: | IvanAnders [ Thu 26. May 2005 15:39 ] |
Post subject: | |
Ég fór með bílinn minn í skoðun í gær, og gæjinn tékkaði ekki á einu einasta belti í bílnum.... en ef útí það er farið að þá fann hann ekki helminginn af því sem að var að bílnum, og það sem að hann fann, merkti hann ekki við (í flestum tilfellum) heldur lét mig bara vita ![]() |
Author: | Steinieini [ Thu 26. May 2005 19:07 ] |
Post subject: | |
Skohh! hvar fórstu annars ![]() ![]() |
Author: | Ibzen [ Thu 26. May 2005 23:29 ] |
Post subject: | |
Jæja þá er þetta komið í lag. Það var bara smella sem var laus á trekkjunni og lítið mál að festa hana aftur. Vá hvað það var samt leiðinlegt að rífa draslið frá til að komast að þessu... maður hefur samt helvíti gott af þessu! ![]() |
Author: | IvanAnders [ Fri 27. May 2005 16:43 ] |
Post subject: | |
Steini minn, að sjálfsögðu fór ég í "allt í gegn" í hafnarfirði ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |