bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Blý, oktantala - þjappa https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=10588 |
Page 1 of 1 |
Author: | Lindemann [ Sat 21. May 2005 01:43 ] |
Post subject: | Blý, oktantala - þjappa |
Sælir! Ég var aðeins að spá í þessu sama og var hérna nýlega í umræðunni með hvaða bensín er best að nota. Það hefur verið notað 98okt m/blýi á minn bíl og ég hef líka notað það, en mér finnst það svolítið skrítið þar sem hann er ekkert með háa þjöppu(9.00:1 eftir því sem ég best veit). Þess vegna var ég að spá í, er eitthvað fleira en þjappan sem spilar inní hvort það þurfi háa oktantölu og/eða blý? Ég væri a.m.k. alveg til í að minnka aðeins kostnaðinn með því að þurfa ekki að kaupa dýrasta bensínið auk þess að bæta blýbæti útí(kostar 671kr útí 50L í Esso). Enda er þetta ekki alveg sparneytnasti bíllinn. ![]() Og já, við erum að tala um e34 530i með m30 vélinni |
Author: | Eggert [ Sat 21. May 2005 09:49 ] |
Post subject: | |
Ég skal ekki segja með blýið, en ég veit það að bíll sem er ekki með hærri þjöppu en 9.0 hefur ekkert við þessi auka 3 oktan. 95 er alveg nógu hátt oktan. |
Author: | saemi [ Sat 21. May 2005 16:33 ] |
Post subject: | |
Ég segi bara kauptu 95 okt á hann. Ég hef gert það við allar mínar M30 vélar. En þetta með blýið er til þess að ventlarnir brenni ekki, hefur eitthvað með það að gera, man ekki nákvæmlega hvernig þetta er, en smyr ventlasætin að mig minnir. Sel það ekki dýrara en ég man það. Ég hef notað blýlaust bensín síðan hætt var að selja blýbensín. Hef ekki orðið var við neitt. En best væri náttúrulega að nota þetta þannig að setja blýbensín á hann kannski í 4 hvert skipti eða svo. |
Author: | Kristjan [ Sat 21. May 2005 16:37 ] |
Post subject: | |
Í þau fáu skipti sem ég setti 95 oktana á hann og engan blýbæti, þá fannst mér hann eyða töluvert meira. Kannski hefur skinnkufóturinn verið að valda því frekar en benzínið. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |