bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Handbók fyrir innbyggðan síma í E39
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=10579
Page 1 of 1

Author:  bmw_5 [ Fri 20. May 2005 16:56 ]
Post subject:  Handbók fyrir innbyggðan síma í E39

Sælir,

Ég er að leita mér að handbók fyrir innbyggða símann í bílnum og það gengur ekki nógu vel. Búinn að googla þetta og leita á hinum ýmsu spjallsvæðum en allt kemur fyrir ekki. Veit einhver hvar maður finnur handbók (users manual) fyrir þessa BMW innbyggðu síma, eða kann að skipta um tungumál í þeim frá Þýskunni yfir í enskuna?

Ef þið hafið einhverjar uppástungur, endilega látið í ykkur heyra.

kv, G

Author:  Valdi- [ Fri 20. May 2005 17:41 ]
Post subject: 

ég er einmitt að leita mér að þessari blessuðu handbók líka, eða myndi búast við að við værum með eins síma. Ég er nú búinn að koma mínum i gang en hringingin í honum er svo rosalega há að ég fæ liggur við hjartaáfall þegar hann hringir. Ef einhver kann að lækka hringinguna væri það rosalega vel þegið að fá þær upplýsingar.

Author:  BMWaff [ Fri 20. May 2005 17:45 ]
Post subject: 

Held að ég c með sona bók í bílnum... man ekki hvort hún er á Þýsku eða ensku.. Handbókin um bílin er allavega á Ensku... Var samt að reyna finna þetta og um Tölvunna líka um daginn en fann voða lítið...

Author:  iar [ Fri 20. May 2005 18:18 ]
Post subject: 

Handbækurnar fyrir E39 eru á PDF formi á bmwtips.com. Er þetta ekki í þeim?

Author:  Zyklus [ Fri 20. May 2005 18:42 ]
Post subject: 

Er með leiðbeiningar á þýsku fyrir símann í mínum (E34) og var að spá hvort að það sé hægt að breyta símanum úr þýsku í ensku?

Reyndar áttar maður sig nú á flestu og maður getur alltaf fiktað sig áfram en það væri þægilegra að geta haft þetta á ensku.

Author:  bmw_5 [ Sat 21. May 2005 16:18 ]
Post subject: 

iar wrote:
Handbækurnar fyrir E39 eru á PDF formi á bmwtips.com. Er þetta ekki í þeim?

Neibb, búinn að gá.

Author:  bmw_5 [ Sun 22. May 2005 16:10 ]
Post subject: 

Valdi- wrote:
Ég er nú búinn að koma mínum i gang en hringingin í honum er svo rosalega há að ég fæ liggur við hjartaáfall þegar hann hringir. Ef einhver kann að lækka hringinguna væri það rosalega vel þegið að fá þær upplýsingar.


Loksins fæ ég að svara einhverju hérna á spjallinu til tilbreytingar :)

Ég er búinn að fikta aðeins í þessum síma mínum og er á góðri leið með að mastera hann. Þegar ég setti sim-kortið mitt í hann, þá skipti síminn bara sjálfkrafa yfir í ensku :) þannig að það vandamál var fljótleyst.

Til að stilla hringinguna, þá virkar það þannig í mínum síma að þú ýtir fjórum sinnum (4x) á "Menu" takkann og þá stendur "Phone Setup" á símanum mínum.
Svo ýtirðu á "OK" takkann (með símtóli og ok skrifuðu á hann) og þá kemur upp "Adjust Ring Volume" á skjáinn.
Ýtir þá aftur á "OK" takkann og þá geturðu stillt hljóðstyrkinn á hringingunni með plús og mínus tökkunum sem sýna mynd af hátalara.
Þegar þú ert búinn að stilla þetta af, þá ýtirðu á "OK" takkann til staðfestingar og svo á takka með símtóli og "C" til að fara út út valmyndunum.

Svona virkar þetta allaveganna á mínum síma og ég vona að þetta skýri málið eitthvað. Búinn að fikta svolítið í þessum síma í dag og verð að hrósa BMW fyrir það að allt sem frá þeim kemur er vandað og virkar eins og það á að gera. Stórgott handsfree kerfi í þessum bíl!!!

kv, G

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/