íbbi wrote:
settu hvítt teip á drifskaptið, og á dekkið.. fáðu síðan 2 félaga.. annan til að liggja á jörðini og telja hvað drifskaptið fer marga hringi meðan hinn telur hvað dekkið fer..
ekki háþróaðasta aðferðin kannski..
Íbbi, hvað ætlar þú að gera á meðan, fari í kaffi?
Þetta virkar. Það sem þú þarft að gera er mjög einfalt, og þú getur það á 5 mínútum.
Tjakkaðu bílinn upp öðru megin, merktu drifskaftið í einhverri stöðu,, t.d. það sem snýr lárétt til vinstri. Mundu stöðuna vel. Liggðu undir bílnum á meðan hjálparmaður snýr dekkinu einn hring hægt (nota líka svipaðar merkingar), og teldu hringina sem drifskaftið snýst.
Deildu með tveimur í útkomuna og hlutfallið er komið. Þetta gefur alveg nóga nákvæmni til þess að greina á milli hlutfalla sem þú veist að koma til greina.
Og svo er bara að drífa í þessu, þetta stekkur ekki útúr tölvunni sjálfkrafa.
Engar vitlausar útreikningar varðandi snúning vélar, hraða og bla bla...
Það eru alltof margir óþekktir faktorar í því dæmi sem skekkja myndina.