bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 27. Apr 2024 22:16

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 29 posts ]  Go to page Previous  1, 2
Author Message
PostPosted: Wed 08. Jan 2014 20:56 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
DV.is..... :roll: :roll: :roll:

Úff hvað það er vont fyrir augun að lesa alla vitleysuna sem er þarna prentuð. Ég segi bara ekki byrja núna á því að fara að trúa því sem stendur í D.V.

Varðandi skýrsluna frá Flugslysanefnd, finnst fólki virkilega skrýtið að það taki tíma að gefa skýrslu um svona atvik út? Það eru einungis um 5 mánuðir liðnir síðan þetta slys gerðist. Það er ekki eins og að það sé hnoðað saman einhverju líklegu og skellt á borðið. Það þarf að hafa samband við sérfræðinga og stofnanir erlendis, reikna út hitt og þetta sem er ekki auðveldustu dæmin í heiminum. Er fólk ekki að missa sig aðeins hér. Það er ekkert óeðlilegt við að skýrsla sem þessi taki tíma, lítið bara á skýrlsur um önnur atvik hér- og erlendis og berið saman við þetta.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 08. Jan 2014 21:52 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Oct 2009 13:41
Posts: 1145
Tja ef þú hefðir nú lesið fréttina, þá hefðir þú séð að þarna er verið að vitna í Fréttablaðið. :P

Hérna er þetta á Vísir.is: http://visir.is/laeknir-ottadist-um-lif ... 4701079971

_________________
335i e92 (JB4, downpipes og margt fleira gúdderí.)
330d e46 (Mr. X!)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 08. Jan 2014 22:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Ég ætla að leyfa mér að ,,draga ályktun !!!!!

að horfa á þetta og hlusta er eins og vélin sé á fullu blasti,, enginn sem þorir að minnast á hvort að þetta gæti hugsanlega verið mannleg mistök,, handvöm eða hvað eina ,, en ég er ekki að dæma eitt eða neitt,, tek það skýrt fram

mín skoðun er að það sem bróðirinn og börn þess látna séu bara að benda á er að miðað við öll þau vitni sem voru áhorfendur að þessu
þá ,, datt vélin ekki né missti hæð ,, heldur kom á blastinu þarna

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 09. Jan 2014 10:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11977
Location: ::1
Gaurinn var að sýna sig. Hann feilaði.

Það er ekki flóknara en svo

_________________

VW Golf GTi Cabriolet
VW Golf GTi MK4


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 09. Jan 2014 11:50 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
ppp wrote:
Tja ef þú hefðir nú lesið fréttina, þá hefðir þú séð að þarna er verið að vitna í Fréttablaðið. :P

Hérna er þetta á Vísir.is: http://visir.is/laeknir-ottadist-um-lif ... 4701079971


Ekki ætla ég að munnhöggvast við þig um hvort ég las fréttina eða ekki. En ég las fréttina á D.V. nú samt sem áður án þess að skilja á henni að allt efni hennar væri unnið upp úr Fréttablaðinu. Eftir þessi ummæli þín þá las ég hins vegar alla fréttina á Fréttablaðinu og er mjög undrandi á að sjá þessi ummæli líka þar. Það er margt sem ég á bágt með að trúa þar, ásamt sumu sem er rangt. Sem dæmi má nefna að það er ekkert sem segir að það megi ekki dæla eldsneyti á flugvél með farþega/sjúkling um borð. Það er meira að segja stundum nauðsynlegt (og leyfilegt frá hendi Flugmálastjórnar) að brjóta þær reglur sem gilda um annað flug í sjúkraflugi, til þess að koma sjúklingnum sem fyrst undir læknishendur.

Ég minni á að það sjúkraflug sem er stundað á Íslandi í dag á flugvélum, er unnið af verktökum. Ríkið telur það hagkvæmara að vera ekki með sínar eigin flugvélar eða starfsmenn, heldur fá verkkaupa til þess að annast þessa þjónustu. Á meðan verktaki stendur við sitt þá sé ég ekki að það sé hægt að kvarta yfir því hvernig hann ákveður að nota flugvélakost sinn þegar hann er ekki að sinna sjúkraflugi. Ef hann hefur nægan flugvélakost og mannsskap á vakt og kýs að sendast með varahlut í togara til Noregs eða flytja ost til Grímseyjar þá er ekki verið að sólunda peningum skattgreiðenda. Það er ekki alveg hægt að líkja þessu við starfsmenn á sjúkrabílum sem eru að best ég veit á launum hjá ríkinu og á ríkisreknum bifreiðum.


Alpina wrote:
Ég ætla að leyfa mér að ,,draga ályktun !!!!!

að horfa á þetta og hlusta er eins og vélin sé á fullu blasti,, enginn sem þorir að minnast á hvort að þetta gæti hugsanlega verið mannleg mistök,, handvöm eða hvað eina ,, en ég er ekki að dæma eitt eða neitt,, tek það skýrt fram

mín skoðun er að það sem bróðirinn og börn þess látna séu bara að benda á er að miðað við öll þau vitni sem voru áhorfendur að þessu
þá ,, datt vélin ekki né missti hæð ,, heldur kom á blastinu þarna



Jón Ragnar wrote:
Gaurinn var að sýna sig. Hann feilaði.

Það er ekki flóknara en svo


Ég hélt að allir vissu það nú orðið að þetta óhapp varð að öllum líkindum vegna mistaka flugmannsins! Það er ekki verið að reyna að hylma yfir eitt né neitt eða fela eitthvað. Fólk er bara að missa sig yfir orðalagi í bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndarinnar.

Ég vil benda á dæmi um skýrlsu frá RNF til að varpa ljósi á vinnubrögð og tímalengd rannsókna almennt. Slys þetta gerðist árið 2007, hér er bráðabirgða textinn um það slys:

http://ww2.rnf.is/frettir/nr/146

Lokaskýrslan er 33 blaðsíður og gefin út árið 2010. Hana má sjá hér:

http://ww2.rnf.is/media/skyrslur/2007/M ... Report.pdf

Ég trúi því að lokaskýrsla RNF um þetta sorglega atvik verði á þann hátt að sannleikurinn einn standi þar og hún verði ítarleg og nái yfir alla þætti þessa máls.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 09. Jan 2014 12:37 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Oct 2009 13:41
Posts: 1145
saemi wrote:
Sem dæmi má nefna að það er ekkert sem segir að það megi ekki dæla eldsneyti á flugvél með farþega/sjúkling um borð. Það er meira að segja stundum nauðsynlegt (og leyfilegt frá hendi Flugmálastjórnar) að brjóta þær reglur sem gilda um annað flug í sjúkraflugi, til þess að koma sjúklingnum sem fyrst undir læknishendur.


Ekki að ég viti það fyrir víst, en mig grunar að hann sé meina að þetta hafi verið gert ítrekað, og ekki eingöngu í tilvikum þar sem sjúklingurinn var í bráðri neyð. Eða ég á allavega erfitt með að ímynda mér að hann sé að kvarta yfir atvikum þar sem sekúndur skipta máli fyrir sjúklinginn. Það var allavega þannig sem ég skildi þetta. Að þetta væri svona kæruleysi/leti.

En nú er maður farinn að blammera útfrá einhverjum spekúleringum, og það er best að sleppa því þegar skýrslan er ekki komin út.

_________________
335i e92 (JB4, downpipes og margt fleira gúdderí.)
330d e46 (Mr. X!)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 14. Jan 2014 05:06 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
http://www.vb.is//skodun/100514/?fb_act ... recommends

Góð grein um þetta mál.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 15. Jan 2014 22:53 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Bara svo að það sé alveg á kristaltæru þá er daglega dælt eldsneyti á flugvélar með farþega/sjúklinga/áhafnir innanborðs hér á Keflavíkurflugvelli með þar tilgerðum ráðstöfunum.

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 16. Jan 2014 08:56 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Kannski að það skýri eitthvað af hverju þessi læknir (Sveinbjörn) sem "fréttirnar" eru byggðar á er svona á móti Mýflugi. Hann bauð á móti Mýflugi í útboði Ríkisins um sjúkraflugið árið 2005 en fékk ekki samninginn heldur Mýflug.

Sveinbjörn bauð í þetta í eigin nafni 2005 og stofnaði síðan Sjúkraflug ehf árið eftir. Það var árið sem Björn kvartaði sem mest yfir Mýflugi. Sjúkraflug ehf (621206-2650)" er enn skráð sem aktívt í fyrirtækjaskrá.

http://www.velferdarraduneyti.is/hbr/frettir/nr/30939

Svo mikið fyrir hlutlausa gagnrýni. :?

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 16. Jan 2014 20:12 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Oct 2009 13:41
Posts: 1145
ömmudriver wrote:
Bara svo að það sé alveg á kristaltæru þá er daglega dælt eldsneyti á flugvélar með farþega/sjúklinga/áhafnir innanborðs hér á Keflavíkurflugvelli með þar tilgerðum ráðstöfunum.

Ekki alveg sambærilegt því sem að hann er hugsanlega að tala um.

_________________
335i e92 (JB4, downpipes og margt fleira gúdderí.)
330d e46 (Mr. X!)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 16. Jan 2014 21:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
saemi wrote:
http://www.vb.is//skodun/100514/?fb_action_ids=10152170340911967&fb_action_types=og.recommends

Góð grein um þetta mál.


Sammála því

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 17. Jan 2014 21:44 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
ppp wrote:
ömmudriver wrote:
Bara svo að það sé alveg á kristaltæru þá er daglega dælt eldsneyti á flugvélar með farþega/sjúklinga/áhafnir innanborðs hér á Keflavíkurflugvelli með þar tilgerðum ráðstöfunum.

Ekki alveg sambærilegt því sem að hann er hugsanlega að tala um.



Hvernig þá?

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 18. Jan 2014 19:53 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Oct 2009 13:41
Posts: 1145
ömmudriver wrote:
ppp wrote:
ömmudriver wrote:
Bara svo að það sé alveg á kristaltæru þá er daglega dælt eldsneyti á flugvélar með farþega/sjúklinga/áhafnir innanborðs hér á Keflavíkurflugvelli með þar tilgerðum ráðstöfunum.

Ekki alveg sambærilegt því sem að hann er hugsanlega að tala um.



Hvernig þá?

Nei bara því eins og þú sagðir sjálfur, þá eru ráðstafanir gerðar. Ráðstafanir sem er hægt að trassa, og það er kannski það sem hann er að tala um.

Eða ég allavega er að gefa mér það að sjúkraflugslæknir þekki reglurnar um meðhöndlun sjúklinga í flugi.


Sem dæmi, þá sýnist mér eftir fljótt google, að reglur (erlendis) séu þannig að ef þeir taka eldsneyti með sjúkling í börum um borð, þá skuli vera slökkvilið á staðnum á meðan. Þannig að kannski, bara kannski, er hann að vitna í t.d. atvik þar sem þeir tóku eldsneyti á litlum flugvelli þar sem ekki var slökkvilið til staðar, en trössuðu það samt að taka börurnar út? Nei ég veit ekki.

Point being, ég held það sé ekki tímabært að sópa alveg yfir þessar ásakanir hjá honum, bara afþví að Keflavíkurflugvöllur gerir eitt eða annað.

_________________
335i e92 (JB4, downpipes og margt fleira gúdderí.)
330d e46 (Mr. X!)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 18. Jan 2014 22:02 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
ppp wrote:
ömmudriver wrote:
ppp wrote:
ömmudriver wrote:
Bara svo að það sé alveg á kristaltæru þá er daglega dælt eldsneyti á flugvélar með farþega/sjúklinga/áhafnir innanborðs hér á Keflavíkurflugvelli með þar tilgerðum ráðstöfunum.

Ekki alveg sambærilegt því sem að hann er hugsanlega að tala um.



Hvernig þá?

Nei bara því eins og þú sagðir sjálfur, þá eru ráðstafanir gerðar. Ráðstafanir sem er hægt að trassa, og það er kannski það sem hann er að tala um.

Eða ég allavega er að gefa mér það að sjúkraflugslæknir þekki reglurnar um meðhöndlun sjúklinga í flugi.


Sem dæmi, þá sýnist mér eftir fljótt google, að reglur (erlendis) séu þannig að ef þeir taka eldsneyti með sjúkling í börum um borð, þá skuli vera slökkvilið á staðnum á meðan. Þannig að kannski, bara kannski, er hann að vitna í t.d. atvik þar sem þeir tóku eldsneyti á litlum flugvelli þar sem ekki var slökkvilið til staðar, en trössuðu það samt að taka börurnar út? Nei ég veit ekki.

Point being, ég held það sé ekki tímabært að sópa alveg yfir þessar ásakanir hjá honum, bara afþví að Keflavíkurflugvöllur gerir eitt eða annað.



Já ok skil þig en það er rétt að þegar verið er að setja eldsneyti á sjúkraflugsvélar með sjúkling innanborðs þá er áhöfnin annað hvort með sína eigin slökkvitæki sem þeir setja út við vængenda á meðan dælt er á vélina eða þá að slökkviliðið er kallað á staðinn.

En þessi einstaklingur kom með þá alhæfingu að það væri stranglega bannað að dæla eldsneyti á vélar með sjúkling innanborðs sem er að sjálfsögðu rangt :)

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 29 posts ]  Go to page Previous  1, 2

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 57 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group