bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 12. Jul 2025 08:15

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 1 post ] 
Author Message
PostPosted: Sat 12. Jul 2025 03:24 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 20. Apr 2013 23:49
Posts: 11
Location: Reykjavík
Jæja langaði að henda í þráð, um er að ræða E34 540 sem ég keypti í fyrra 2024 og hefur maður verið að dunda sér hægt
og rólega í síðan þá, kannski byrja á smá backstory að þá er þetta annað skiptið sem ég eignast þennan bíl og keypti
ég hann af Hauksa hérna á spjallinu 2014, hann var reyndar ekki til sölu þá en ég ákvað að prófa heyra í honum og
athuga stöðuna á bílnun og endaði það með því að maður eignast bílinn þá, sá alltaf rosalega eftir því að hafa
selt þennan bíl og eftir að hafa rekist á hann aftur ákvað maður að næla sér í hann aftur í smá kæruleysi, E34
veikin hefur ekkert hægt á sér síðan maður eignast þennan bíl. :D

Krafturinn er kannski ekki beint voða active en mig hefur alltaf langað að henda í bílar meðlima þráð
hérna, veit ekki hvort maður sjái einhver viðbrögð hérna í dag, betra seint en aldrei eða hvað? :lol:

Kannski byrja á myndun frá því að ég átti hann 2014-2015.
Það var hitt og þetta sem þurfti að græja þá í honum og kom maður honum á númer aftur þá.
Rak augun í felgur sem lágu þarna inn í skúr sem ég fékk keyptar líka og voru það
throwing stars felgurnar undan honum, hann stóð á style 5 basketweaves þegar að ég
eignast hann þá.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Svo myndir frá því að ég eignast hann 2024

Image

Image

Image

Svona smá basic info til að byrja með

Bíllinn rennur af færibandinu 21.06.1994 frá Dingolfing

Búnaður:
- leður sportsæti (Vísundaleður leður)
- Leður sportstýri
- Rafmagn í sætum
- Rafmagn fyrir höfuðpúða
- Minni í sætum og speglum
- Hiti í sætum
- Rafmagns rúður
- Rafmagns speglar
- Gardína
- Stóra aksturstölvan
- Tvískipt topplúga
- Skíðapoki
- Leður innrétting ásamt leðri í hurðaspjöldum
- Cruise control
- 3.45 LSD

Almennt ástand núna

Ástandið er ekkert sérstakt, eða allavega er bíllinn langt frá því eins og að ég myndi vilja
hafa hann. Til að byrja með að þá var bíllinn ekkert rosalega smekklegur að innan sem utan, einhverjar
gamlar bjórdósir og rusl sem maður byrjaði á því að henda ásamt sóðaskap, þarf að taka hann rækilega
í gegn að utan sem innan :shock:

Image

Image

Image

Image

Svo hefur hann verið málaður einhvern tíman sem hefur verið gert með
rassgatinu bókstaflega, allavega ekki skemmtilegur frágangur á því,
einnig komið svoldið ryð í hann en læt það vera samt
miðað við hvað þetta getur orðið slæmt. Búið að setja Hella spoiler á hann og
leyst mér ekkert á fráganginn á því.... búið að festa hann með tréskrúfum
sitthvoru meginn og var þetta farið að ryðga vel þarna undir.

Image

Image

Svo eru throwing stars felgurnar orðnar hrikalega ljótar og miðjurnar í misjöfnu
ástandi, ein miðjan er brotinn og dekk ónýt fyrir lifandi löngu. Einnig vantar upprunalega 540 stuðaran sem var á
honum með hornunum og sílsaplöstinn.

Þessi spoiler fékk að fjúka og var afturhlerinn tekinn og skveraður og málaður.

Image

Image

Image

Image

Hvað varðar plön, þá er margt sem mig langar að gera og klára, bara sem dæmi
til að byrja með að þá er ýmislegt sem búið er að panta og er á leiðinni og
margt sem er nú þegar komið, það er hellingur sem á eftir að klára.

- Bilstein B8 fjöðrun hringinn
- Nýjir gormar hringinn, allt nýtt í fjöðrun
- Allt nýtt í bremsur eins og það leggur sig
- Allar spyrnur og fóðringar framan og aftan, allt lemförder
- Ný kerti
- Ýmislegar pakkingar, t.d ventlalok og svoleiðis.
- Taka throwing stars í gegn og ný dekk
- Ný framljós, stefnuljós og kastarar, ganga betur frá framenda
- Ný BMW merki oem
- Græja framstuðaran og setja 540 horn / ducts á hann
- Sílsaplöst og listar
- Farþegassætið búið að snúa upp á sig / dæmigerða twist, laga það og ganga frá
ýmislegu í innréttingu
- Ný olía og sía á vél, allar síur
- Supersprint púst
- Bsk swap?
- Mála / laga lakk / ryðbæta
- Fara í kælikerfi / allar pakkingar
- Húdd lokast ekki / húddlæsing virkar ekki
- Olíulekar, bara eðlilegt ástand held ég :shock: :lol:

Ýmislegt sem ég er öruglega að gleyma en við skulum bara byrja á þessu, allavega
nóg sem þarf að gera :mrgreen:

_________________
Kristján

E34 540 92" Diamant-schwarz (181)
E34 540 94" Cosmos-schwarz (303)
E32 740 93" Diamant-schwarz (181)
E32 740 92"
Yamaha R1" 08


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 1 post ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 32 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group