Datt í hug að henda í þráð áður en ég gleymi þessu alveg. Fullt af smáhlutum sem ég nenni ekki að telja upp.
Keypti PO-859 í maí 2016 eftir að hafa leitað lengi - Carbon schwartz með caramel innréttingu, var í ágætis ástandi en hefur líklega ekkert fengið meira en nauðsynlegt viðhald. Ekinn 149þús. í dag.
Hef lítið notað hann síðastliðin 2-3 sumur vegna bilana og vinnu og var á tímabili alveg að gefast upp á honum. Er svaka latur við að taka myndir en fann einhverjar.
2016:
- Skipti um framljós því þau voru orðin mött. Keypti Hella, eins og OEM.
- Ný oem nýru
- Dinan gormar 30/50 og Koni yellow demparar. Fínt setup.
- Skipti út ca 80% af framfjöðrun auk innri og ytri stýrisenda. Klikkaði á því að endurnýja demparatoppa og það allt.
- Skipti út einhverjum stífum í afturfjörðun.
- Smíðaði nýtt "muffler delete" að gamni. Gamla var ljótt; mjóir stútar og of mikill munur á lengd.
- Skipti um loftflæðiskynjara og lofthitamæli
2017:
- Framsæti máluð, skipt um rifið leður á tvem stöðum á bílstjórasæti. Kom vel út en eftir 2 ár mætti mála aftur..
- Felgur málaðar, en þær voru pólýhúðaðar sem er ljótast í heimi. Reyndi mikið til að ná því rusli af, endaði á því að kaupa annan gang sem var búið að ná mestu málningunni af, lét mála þær í orginal lit (sem kom síðar í ljós að var ekki sá litur).
- Lagaði dauða pixla í mælaborði en skemmdi mótorana fyrir mælana í leiðinni. Skipti um þá en gekk ekki. Þarf að prófa að senda það erlendis í viðgerð.
- Skipt um olíu á gírkassa. Notaði minnir mig sömu þykkt og var á honum. Alveg jafn stífur í gíra.
2018-2019:
- Tók vanos af mótor, þrifið, lagaði lóðningar og skipti um alla o-hringi. Fór líka eitthvað í tension-gaurinn fyrir tímakeðjuna o.fl. (o-hringir og þrif).
- Skipt um ventlalokspakkningar, trissuhjól, strekkjara og reimar.
- Skipti um vatnslás og usit-hringinn sem hann situr í. Nýir o-hringir á rör frá vatnsláshúsi. Skipti líka út hitanemum á vatnsláshúsi og frá vatnskassa og endunýjaði kælivatn.
- Ný vifta (græja kúplinguna seinna)
- Skipti um bremsudiska að framan (floating zimmerman), alla klossa og slöngur frá dælum framan/aftan.
- Skipti um hjólalegur að framan.
- Skipt um slöngur fyrir stýrisdælu, 3 stk. Skipti um o-hringinn á boxinu, klassískt smit þar.
- Ný kerti
- Endurnýjaði allar slöngur og báðar olíuskiljur á sveifarhúsöndun
2021:
Hjólalegu-ævintýri: Keypti bílinn með nýlegum legum að aftan (BL 2015-16). Fór að heyra eitthvað tikk sem versnaði. Hafði enga aðstöðu og lét verkstæði skoða þetta - handónýt lega sem hafði skemmt gengjurnar á öxlinum. Öxull renndur niður í næstu stærð, verkstæðið klúðraði, notuðu gamla ró sem var ekki hægt að splitta þannig að það losnaði uppá legunni. Keypti öxul úr partabíl sem ég á eftir að henda undir.
- Skipt um báðar aftuhjólalegur
- Skipt um drifskaftsupphengju + guibo
- Keypti oem$$$ plastlok og frauðdrasl yfir rafgeyminn
- Skipti um dauðan mótor í framsæti (ebay oem)
- Felgur málaðar aftur. Voru kantaðar á dekkjaverkstæði, sömdum um að mála þær allar. Þá kom í ljós að þær voru aldrei í oem lit en þær eru það núna.
2022:
Ákvað að heilmála í sama lit og allir shadowlinelistar málaðir svartir - voru orðnir tærðir sumir.
Hélt að ryðið væri slæmt en það var það alls ekki - fyrir utan sílsa sem var ryðgaður í gegn á smá parti. Allt ryð var sandblásið.
Það á eftir að setja á hann afturstuðara og shadowlinelista, massa lakk. Skipta um framrúðu og ganga frá smáræði.
- Keypti alla stuðaralista og hliðarlista nýja (voru því miður málaðir af einhverjum..)
- Nýjir gúmmí/flos-kantar í dyrakarma
- Ný entrance cover og emblem á húdd/skott
- "Pork-chops" hlífar í framstuðara og ýmsar hlífar undir bíl.
- Einhver fyrri eigandi ákvað að klippa parkskynjarana af að framan. Fékk parkskynjara-loom úr e46 sem ég splæsti við en á eftir að prófa.
- Haugur af smellum og allskonar smádrasli
- Nýr lofthitamælir. Allt slitið í sundur eftir málarann.
- Nýjar skottpumpur
- Ný framrúða
- Nýir rúðuþurrkuarmar
- Eisenmann endakútar. Muffler delete var gaman fyrstu 3 mánuðina.
- Næst þarf að tækla útleiðslu sem hefur verið til staðar síðan ég keypti bílinn. Aldrei farið almennilega í það.
- Vatnskassinn smitar smá kælivatni. Skipti honum út og væntanlega hosum. Mögulega vatnslás aftur, finnst hann ekki ná sér almennilega upp í hita.
- Senda mælaborð í viðgerð
- Skipta um afturöxul
- Endurnýja handbremsu
- Smurolíuskipti
Fékk mér svo geggjaðan beater í einhverri hvatvísi... W177 AMG A35, án efa með skemmtilegri bílum sem ég hef keyrt!