bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 22. Jun 2024 08:39

All times are UTC
Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 
Author Message
 Post subject: E39 M5 '00
PostPosted: Wed 28. Dec 2022 23:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Jul 2007 13:51
Posts: 1833
Location: Rkv
Datt í hug að henda í þráð áður en ég gleymi þessu alveg. Fullt af smáhlutum sem ég nenni ekki að telja upp.

Keypti PO-859 í maí 2016 eftir að hafa leitað lengi - Carbon schwartz með caramel innréttingu, var í ágætis ástandi en hefur líklega ekkert fengið meira en nauðsynlegt viðhald. Ekinn 149þús. í dag.
Hef lítið notað hann síðastliðin 2-3 sumur vegna bilana og vinnu og var á tímabili alveg að gefast upp á honum. Er svaka latur við að taka myndir en fann einhverjar.

Image
Image

2016:
- Skipti um framljós því þau voru orðin mött. Keypti Hella, eins og OEM.
- Ný oem nýru
- Dinan gormar 30/50 og Koni yellow demparar. Fínt setup.
- Skipti út ca 80% af framfjöðrun auk innri og ytri stýrisenda. Klikkaði á því að endurnýja demparatoppa og það allt.
- Skipti út einhverjum stífum í afturfjörðun.
- Smíðaði nýtt "muffler delete" að gamni. Gamla var ljótt; mjóir stútar og of mikill munur á lengd.
- Skipti um loftflæðiskynjara og lofthitamæli

Image
Image

2017:
- Framsæti máluð, skipt um rifið leður á tvem stöðum á bílstjórasæti. Kom vel út en eftir 2 ár mætti mála aftur..
- Felgur málaðar, en þær voru pólýhúðaðar sem er ljótast í heimi. Reyndi mikið til að ná því rusli af, endaði á því að kaupa annan gang sem var búið að ná mestu málningunni af, lét mála þær í orginal lit (sem kom síðar í ljós að var ekki sá litur).
- Lagaði dauða pixla í mælaborði en skemmdi mótorana fyrir mælana í leiðinni. Skipti um þá en gekk ekki. Þarf að prófa að senda það erlendis í viðgerð.
- Skipt um olíu á gírkassa. Notaði minnir mig sömu þykkt og var á honum. Alveg jafn stífur í gíra.

Image

2018-2019:
- Tók vanos af mótor, þrifið, lagaði lóðningar og skipti um alla o-hringi. Fór líka eitthvað í tension-gaurinn fyrir tímakeðjuna o.fl. (o-hringir og þrif).
- Skipt um ventlalokspakkningar, trissuhjól, strekkjara og reimar.
- Skipti um vatnslás og usit-hringinn sem hann situr í. Nýir o-hringir á rör frá vatnsláshúsi. Skipti líka út hitanemum á vatnsláshúsi og frá vatnskassa og endunýjaði kælivatn.
- Ný vifta (græja kúplinguna seinna)
- Skipti um bremsudiska að framan (floating zimmerman), alla klossa og slöngur frá dælum framan/aftan.
- Skipti um hjólalegur að framan.
- Skipt um slöngur fyrir stýrisdælu, 3 stk. Skipti um o-hringinn á boxinu, klassískt smit þar.
- Ný kerti
- Endurnýjaði allar slöngur og báðar olíuskiljur á sveifarhúsöndun

Image
Image

2021:
Hjólalegu-ævintýri: Keypti bílinn með nýlegum legum að aftan (BL 2015-16). Fór að heyra eitthvað tikk sem versnaði. Hafði enga aðstöðu og lét verkstæði skoða þetta - handónýt lega sem hafði skemmt gengjurnar á öxlinum. Öxull renndur niður í næstu stærð, verkstæðið klúðraði, notuðu gamla ró sem var ekki hægt að splitta þannig að það losnaði uppá legunni. Keypti öxul úr partabíl sem ég á eftir að henda undir.

- Skipt um báðar aftuhjólalegur
- Skipt um drifskaftsupphengju + guibo
- Keypti oem$$$ plastlok og frauðdrasl yfir rafgeyminn
- Skipti um dauðan mótor í framsæti (ebay oem)
- Felgur málaðar aftur. Voru kantaðar á dekkjaverkstæði, sömdum um að mála þær allar. Þá kom í ljós að þær voru aldrei í oem lit en þær eru það núna.

2022:
Ákvað að heilmála í sama lit og allir shadowlinelistar málaðir svartir - voru orðnir tærðir sumir.
Hélt að ryðið væri slæmt en það var það alls ekki - fyrir utan sílsa sem var ryðgaður í gegn á smá parti. Allt ryð var sandblásið.
Það á eftir að setja á hann afturstuðara og shadowlinelista, massa lakk. Skipta um framrúðu og ganga frá smáræði.

- Keypti alla stuðaralista og hliðarlista nýja (voru því miður málaðir af einhverjum..)
- Nýjir gúmmí/flos-kantar í dyrakarma
- Ný entrance cover og emblem á húdd/skott
- "Pork-chops" hlífar í framstuðara og ýmsar hlífar undir bíl.
- Einhver fyrri eigandi ákvað að klippa parkskynjarana af að framan. Fékk parkskynjara-loom úr e46 sem ég splæsti við en á eftir að prófa.
- Haugur af smellum og allskonar smádrasli
- Nýr lofthitamælir. Allt slitið í sundur eftir málarann.
- Nýjar skottpumpur
- Ný framrúða
- Nýir rúðuþurrkuarmar
- Eisenmann endakútar. Muffler delete var gaman fyrstu 3 mánuðina.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image


- Næst þarf að tækla útleiðslu sem hefur verið til staðar síðan ég keypti bílinn. Aldrei farið almennilega í það.
- Vatnskassinn smitar smá kælivatni. Skipti honum út og væntanlega hosum. Mögulega vatnslás aftur, finnst hann ekki ná sér almennilega upp í hita.
- Senda mælaborð í viðgerð
- Skipta um afturöxul
- Endurnýja handbremsu
- Smurolíuskipti

Fékk mér svo geggjaðan beater í einhverri hvatvísi... W177 AMG A35, án efa með skemmtilegri bílum sem ég hef keyrt!
Image

_________________
E39M5
A35AMG


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E39 M5 '00
PostPosted: Sun 01. Jan 2023 13:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5952
Location: Akranes
Ótrúlega metnaðarfullt og vel gert 8)

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E39 M5 '00
PostPosted: Thu 05. Jan 2023 15:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15939
Location: Reykjavík
Þetta tekur í en er klárlega þess virði.

Eins og einn sagði einu sinni um þessa bíla "Þetta er eins og að reka togara".

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E39 M5 '00
PostPosted: Fri 06. Jan 2023 20:45 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 16. Apr 2007 00:27
Posts: 6766
Virkilega laglegur bíll!

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E39 M5 '00
PostPosted: Sun 08. Jan 2023 12:58 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Tue 07. Feb 2012 21:53
Posts: 167
Flottur! Beaterinn þinn líka ekki af verri endanum

_________________
_________________
’99 Z3 Coupé (ME-157)

AFS Media | Facebook | Instagram | Youtube
Cold Start | Facebook | Instagram | Youtube

Einusinni var
(OU-325) E46 318i 2000 M-tech 1
(TV-646) E46 320D Touring 2003 M-tech 2
(SK-075) E90 325xi 2006
(DO-658) E46 330i M-tech 2 swap bíll
(LD-007) E39 530d 2000


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E39 M5 '00
PostPosted: Sat 01. Apr 2023 16:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Jul 2007 13:51
Posts: 1833
Location: Rkv
Kíkti á útleiðsluna. Hún var minni en ég hélt, 160mA, sem er þó ca 120mA yfir eðlilegri straumnotkun í sleep mode.
- 10mA Tire pressure modulan, hefur aldrei virkað.
- 20mA Helvítis navi/radio kerfið. Magnarinn í útvarpinu er ónýtur, virðist hafa blotnað?? Skjárinn fór að vera með vesen; kemst í submenu í 2 sek, fer þá strax aftur í menu. Opnaði navi-moduluna, leit fínt út en hvað veit maður..
- 20mA GM3 modulan. Stýrir rúðum,þurrkum, servotronic, þjófavörn og fleiru. Tók öryggi #5 (topplúga) úr og þjófavörnin fór í gang. Mundi svo að servotronic var líklega ekki að virka en var ekki viss því ég hef svo lítið keyrt bílinn undanfarin ár. Tók moduluna úr en sá ekkert á henni, senda hana í viðgerð með mælaborðinu?

Þetta þrennt ætti að ná útleiðslunni niður í 70-80mA en þetta voru frekar dubious mælingar, held ég sé ekki með nógu nákvæman mæli. Prófaði öll öryggi og bara 4 sýndu einhverja breytingu.

Er að pæla hvort ég ætti að "upgreida" í mk4 navi og finna bm54 útvarp, ekki ódýrasti kosturinn en hef möguleika á venjulegu aux.
Eða kaupa bm24 útvarp og mk3 navi eins og er í bílnum og kostar lítið, nota bluetooth sendi áfram.
Ekkert svaka spenntur fyrir Avin/dynavin kínadóti sem virðist vera hit or miss og outdated fljótt, en eflaust næs þegar það virkar.

Ég þarf bara útvarp og að geta spilað tónlist úr síma.

Annars er ég búinn að koma afturstuðara á, ganga 95% frá framstuðara, entrance listar og ýmislegt smádót komið á.
Málarinn er jafn pirrandi og rafmagnsdraslið í þessum bílum, ennþá að mála shadowlinelista og ætlaði að koma með mann í framrúðuskipti fyrir 2 vikum. Hann þarf líka að ganga betur frá sílsum, ryð í kringum tjakk-kubbana sem hann gerði ekkert við. :roll: :roll: :roll:
Gleymdi svo að gera göt á afturstuðara fyrir pdc skynjarana. Einhver fyrri eigandi hefur ekki keypt réttan stuðara..

Image

_________________
E39M5
A35AMG


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E39 M5 '00
PostPosted: Sun 14. May 2023 13:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Jul 2007 13:51
Posts: 1833
Location: Rkv
- Senti mælaborðið til Skotlands, skipt um 4 mótora. Henti því í áðan og allt virkar 100% og nálar réttar. Var ekki að nenna þessu í þiðja skiptið.
- Ný framrúða komin í, skipti um báða þurrkuarmana í leiðinni.
- Reif "carbon fiber" filmuna af öllum innréttingalistum. Hún var ekki alslæm en bruyere club er fín tilbreyting, svona gömlukallalúkk
- Er að bíða eftir B54 útvarpi og millistykki. B54 er með auxjack möguleika. Tók eftir því að skjárinn virkar eðlilega, navitölvan og útvarpið eru hvorugt tengd?
- Kominn með female og male plug í mainloomið fyrir fremra farþegasætið. Allir vírar í það eru tengdir saman með samtengjum :shock:

Er svo að bíða eftir drasli; airbag sensor í farþegarsæti, innréttingarpartar og plug, og bremsudiska aftan. Diskarnir eru mjög fastir á nafinu, þorði ekki öðru en að eiga nýja ef hinir skemmast. Skoða hjólaleguna í leiðinni.
Málarinn ætlar svo að ganga betur frá sílsum og setja shadowline listana á.
Þarf að kíkja á servotronicpluggið í hjólaskálinni, grunar að þar sé ekki samband sem veldur óvirkni og útleiðslu, ekki módúlan.

Skipti um vatnskassa fljótlega ef smitið eykst. Sá að vatnshitinn er eðlilegur þannig að vatnslásinn er ok, mælirinn sýndi bara vitlaust. Þarf að taka fleiri myndir :oops:

_________________
E39M5
A35AMG


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E39 M5 '00
PostPosted: Sat 27. May 2023 19:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Jul 2007 13:51
Posts: 1833
Location: Rkv
Læt það vera að það viðhaldið á M5 sé dýrt nema helst í mótor og því tengt. E39 er drasl smíðað á versta tíma; flókið rafkerfi sem varð að útfæra á gamaldags hátt og endalaust af viðkvæmu plastdrasli.

Allavega..
Búinn að setja glugga og þaklista á.
Kíkti á servotronic plöggið í hjólaskálinni bílstj. megin; ekkert að því en sá dubious viðgerð á kaplinum sem ég endurbætti. Rakti mig svo að spólulokanum sjálfum sem er á stýrismaskínunni. Þar voru vírarnir í hassi.

Þurfti að taka lokann af, smá servotronic tutorial fyrir þá sem eru svo óheppnir að þurfa að gera þetta:
Fjarlægja hitahlífina ofan við lokann fyrir betra aðgengi. 3 skrúfur.
4 boltar (M4), 2 með torx10 haus (M4x40) sem festa punginn við maskínuna, hinir tveir (3 eða 4mm hexhaus, ekki torx, M4x16) halda bara lokinu á lokanum. Braut tvo torx bita og skemmdi alla boltahausana. Endaði á því að fræsa þá í burtu.
Innan við lokann er smá netsía, hún virtist hrein, ákvað að láta hana vera til að skemma hana ekki. Lokinn var frekar lélegur, ryð og skemmdur, kaplarnir steyptir í plast sem var ónýtt inn í lokann.
Pantaði notaðan loka á ebay (ZF 7039442, kemur í e39, e38 og einhverjum Benz og mögulega Audi), hann er með plöggi sem ég þurfti reyndar að mixa smá því hann rakst í subframe-ið. Keypti nýja bolta, 12.9 allen, því ekkert annað var til í Fossberg.
Endurnýjaði ca 1l af stýrisvökva því hann lekur af þegar lokinn er tekinn frá.

Image

Einhver splæsti þessu bara svona saman og teipaði yfir :roll:
Image

Svo kom upp vesen með rúður. Takkarnir í bílstjórahurðinni virkuðu ekki á neitt nema bílstjórahurðina, aðrar hurðir virkuðu individial. Opnaði takka-unitið og skoðaði rásir og rofa, allt ok. Fór yfir öll plögg og skoðaði víra, allt ok. Opnaði svo plöggið fyrir hurðarloomið, fann þar pinna sem var tærður í sundur. Skipti um hann og allt virkaði eðlilega.
Nema að hliðarspegillinn farþegarmegin er alveg dauður. Reif hann í frumeindir, mældi alla víra og skoðaði plögg, öryggi, víra. Virkar ekki ef ég tengi hann bílstjóramegin. Klikkaði á því að prófa ekki mótorana, mögulega einn dauður? Mjög spes því allt rafmagnsdót virkaði áður. Engar villur á módúlum.

Tærður pinni
Image

Skrúfaði loksins muffler delete rörin undan og setti Eisenmann race undir. Bjóst við meiri hávaða en þetta er mjög fínt, ekkert drone.
Skipti um handfangið á armrestinu, gamla var ógeð, og henti ónýta glasahaldaranum afturí út fyrir geymsluhólf.

Image
Image
Image

Fékk smol síu frá BL í hraðpöntun og lét skipa um olíu og síu (Total quartz racing 10w60), skipti líka um olíu á drifi (Royal purple 75w140). Sá að einhver hjá BL hafði sett 80w90 á drifið áður en ég eignaðist bílinn?

Xenon magnari gaf upp öndina, keypti nýjan hjá audio.is :roll: Virðist hafa fyllst af vatni.

Tók eftir því að driffóðring var orðin léleg eða ónýt sem þýðir subframe-drop einhverntíman. Skipti út vinstri öxlinum í leiðinni.
Fékk svo nýja oem bremsudiska að aftan og airbagmottu. Búinn að fá loom fyrir farþegaframsætið, splæsi því við þegar ég skipti um mottuna.

Keypti greinilega rangt eintak, algjört lágmarksviðhald og mikið um allskonar fúsk. Ekinn 148þús. í dag þannig að akstur segir ekki shit. En hann fer að verða góður..

Image

_________________
E39M5
A35AMG


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E39 M5 '00
PostPosted: Fri 02. Jun 2023 00:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15939
Location: Reykjavík
Vel gert.

Er einmitt að fara að skoða servotronic mál í mínum, stýrið orðið þungt í tíma og ótíma.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E39 M5 '00
PostPosted: Fri 02. Jun 2023 21:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Jul 2007 13:51
Posts: 1833
Location: Rkv
bimmer wrote:
Vel gert.

Er einmitt að fara að skoða servotronic mál í mínum, stýrið orðið þungt í tíma og ótíma.


8) 8) 8)
Er reyndar ekki viss hvort þessi viðgerð hafi tekist, á eftir að prófa þetta almennilega.
Vonandi gengur þér betur en mér að ná þessu úr.


Tók farþegasætið úr og lagaði loomið, þ.e.a.s. skipti út samtengjum fyrir oem plug. Byrjaði svo að tæta sætið í sundur til að skipta um airbag mottuna. Sá svo að ég hafði pantað mottu fyrir comfort sæti. :argh: Pantaði rétta mottu sem er á leiðinni.

Image
Image
Image
Image


Eðalbílar lásu af bílnum, m.a. var villa á beltisstrekkjara faþegamegin.
Í takkanum til að losa bílbeltið er venjulega nemi sem nemur hvort beltið sé spennt, tveggja víra plug á bílum eftir 2000/09, sem er hluti af sætisloominu. Tók eftir því að úr loominu í gólfinu á bílnum vantaði annan þessara víra, virtist aldrei hafa verið til staðar, rakti kaplana að airbag module. Ekki nóg með það heldur var ekkert plug á beltismóttakaranum. Þetta plug var heldur ekki tengt á bílstjórasætinu, komst svo í annan M5, 2002mdl, sem var eins???

Ég las á netinu að airbagmodulan noti bara einn vír fyrir bus merki frá þessum skynjara sem gæti útskýrt af hverju það vantaði einn vír í gólfinu. En það útskýrir ekki af hverju það er ekkert plug í beltismóttakaranum. Fann svona beltisstrekkjara á ebay með sama partanúmeri, voru allir með pluggi. Finn ekki rafkerfisteikningar af þessu.
Vonandi á þetta að vera svona og airbagmottan sé vandamálið.


- Málarinn tók bílinn og kláraði sitt verk, mössun, smá fix etc..
- Raðaði plasthlífum undir bílinn og gekk frá smáatriðum hér og þar. Emblem og ///M5 á skottlokið
- Réðist á handbremsuna, það voru alltaf einhver óhljóð í þessu öðru hvoru. Skipti um borða og allt gormadraslið, mix frá Schmiedmann og SWAG. Virtist vera ok stuff. Setti svo oem diska yfir þetta. Borðarnir lágu útí hægra megin og voru líklega að valda þessum látum. Annars var óþarfi að gera þetta nema mögulega skipta um diskana.
- Fékk nýjar númeraplötur, algjört pjatt..
- Athugasemdarlaus skoðun, ótrúlegt en satt!


Image
Image
Image

Next up -
Airbag motta, stilla handbremsu, þrífa að innan, reyna að fríska uppá leðrið, athuga hvort útleiðslan sé minni, rannsaka hliðarspegilinn, hreinsa villur eða kaupa bara tölvu sjálfur. Einhver meðmæli?

Held ég fái meira út úr því að gera við þetta heldur en að keyra..

_________________
E39M5
A35AMG


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E39 M5 '00
PostPosted: Tue 13. Jun 2023 22:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 17. Apr 2008 23:20
Posts: 5217
Location: HérogÞarogAllstaðar
Geggjaður :thup:

_________________
BMW E30 316i 1988

ROCKSTONE DAY PROJECTS ON YOUTUBE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: E39 M5 '00
PostPosted: Fri 14. Jul 2023 08:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jun 2006 14:39
Posts: 4778
Alvöru metnaður hér á bæ 8)

_________________
BMW E34 ///M5


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 112 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group