Núna er heldur betur búið að betrumbæta afturendan á þessum.
TL:DR er að það er allt nýtt í undirvagni að aftan
En fyrir þá sem langar að lesa:
Byrjaði á því að taka drif, öxla og trailing arms úr bílnum.
Sandblés lokið á drifinu, öxulflangsana og slípaði niður drifið með vírhjóli.
Svo var það málað.
Öxlar fengu sömu meðferð, voru blásnir og málaðir
Virðist ekki eiga eftir mynd af þeim, en sjást seinna :p
Trailing arms voru rifnir í spað og fór með vírhjólið á þá, bracket á þeim voru blásin og máluð
Allar fóðringar endurnýjaðar, nýjar legur, rykhlífar o.s.frv.
Svo var það bíllinn, það var allt rifið úf botninum á honum að aftan, þrifið gólfið í honum. Hreinsað allt ryð niður í bert járn. Setti svo rust converter, grunnaði, notaði grjótvörn og svo holrúmsvax inn í öll götin.
Keypti original bremsurör og skipti um þau báðu megin að aftan, ásamt stoptech vírrofnum slöngum.
Sauð styrktarplötur fyrir hjólabitan í gólfið á honum, skemmtilegt að sjá að það voru engar sprungur komnar.
Nýjir gormar, gormapúðar, neðri spyrnur, allar fóðringar, bensíntankur og plasthlífar þrifið, áfyllingarrör og evaprör þrifin. Og svo miklu fleira sem ég nenni ekki að telja upp :p
Læt myndirnar tala fyrir mig
Að lokum var bíllinn auðvitað hjólastilltur og núna get ég sofið betur á nóttunni vitandi að þetta er allt komið í stand
Sent from my iPhone using Tapatalk