Þetta er nýjasta nýtt á dagskránni
Það var um nokkra E30 að velja og ég ákvað að fara í pre facelift og þennan græna lit. Ég er að fíla grænu hurðaspjöldin og græna teppið.
Það var í honum LPG einhvern tímann sem er þetta svarta lok fyrir aftan bensín lokið, það hverfur þegar þetta er málað einn daginn.
minnst ekni bíll sem ég hef átt síðan minn síðasti E30 fyrir 15árum allt annað hefur verið keyrt til tunglsins og tilbaka og meira með!
Plön:
1. Lappa uppá þetta til að fá TUV og geta keyrt, líklega stíflaður spíssi eða eitthvað í kveikjukerfinu því þetta gengur á 3 cylendrum, ein framdælan er mjög stíf. Annars virðist þetta bara vera í fínasta lagi, búið að skipta um marga slit hluti nýlega eins og síur, kveikjukerfis dót, bensín dælu, pústkerfi og svo framvegis. Laga sloppy shifterinn því ég þoli ekki svoleiðis.
2. Fitta tölvu frá Baldri, nýtt vélarloom með því
3. 10gíra 10R80 í þetta og tölvu frá Baldri til að stýra henni
4. Felgur, fjöðrun, fóðringar, önnur sæti, spoiler kit kannski (hvaða maður veit ekki enn líklega Mtech-1) og þess háttar til að gera þetta aðeins meiri looker, í hvaða röð veit enginn enn líklega felgur fyrst.
5+. Boost * Boost , compound M10B18 , 500hö ætti að duga. Kannski ITBs á undann sem smá stoppi stöð til að leika sér þar sem að ég á fullt af carbon fiber trumpets uppí hillu úr einhverjum Aston Martin LeMans kerrum.
6+. Betri öxlar og allt það til að deala við togið og lætin.
7+. rafmagns stýris stöng, vöðvastýrið er ekki að gera sig fyrir svona gamla kalla eins og mig.
8+. Stærri bremsur, alveg miklu stærri bremsur, er með dælur uppí hillu sem verða notaðar.
Inná milli eitthvað vel vandað 3d prentað dót þar sem vel á við.
9+. Mála í upprunalega lit með nýju kiti.
Helsta takmark er að halda bílnum að innan eins og E30 á að vera, engin stór skjár eða race mælaborð eða neitt þannig. reyna hafa þetta minimalískt. Mun framleiða eitt og annað til að viðhalda einfaldleikanum, enn uppfæra samt allt á bakvið með nýmóðins dótarií, finna einhverja smekklega leið til að sýna gíra og svo viðvaranir frá bílnum þegar á við. Svo vil ég geta keyrt þetta á autobahninu á þeim hraða sem mér sýnist, 10gírar mun hjálpa þar að vera ekki revva þessu of mikið á 150kmh, ég sé svo oft "spes" bíla á autobahninu bara á 100kmh, ég ætla ekki að vera einn af þeim.
Myndir:





_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
