bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 28. Mar 2024 11:51

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Mon 27. Nov 2017 19:56 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 16. Apr 2007 00:27
Posts: 6764
Keypti mér í byrjun September 730d e65 bíl sem er þokkalega vel búinn


Mjög góður bíll en þó nokkur smá atreði sem máttu betur fara sem ég er meira og né minna búinn að laga

svona var hann þegar ég fæ hann,, á mjög ljótum 20" BBS RS2 felgum, mislitað Xenon, dauð stöðuljós,, lakkið matt og rispað ofl ofl af smá atreðum

Image

Image


Byrjuðum á því að taka FULL service á bílinn OFL,, allt sem notað var er OEM BMW

1. Skipt um olíu og olíusíu á vél
2. Skipt um eldsneytissíu
3. Skipt um frjókornasíur
4. Skipt um vökva og síu á sjálfskiptingu
5. Skipt um kælivökva á vél
6. Skipt um bremsuvökva
7. Skipt um EGR vatnslás
8. Skipt um úti hitanema
9. Nýr lykill og lykilblað
10. keypti tappana sem fara í 12v tengin aftur í,, (þá vantaði)
11. Skipt um báðar aðalljósa xenon perur (Osram $$$$)
12. Skipta um báðar stöðuljósaperur að framan (OEM gulu perurnar ekki eitthvað hvítt ógeð)

Fékk einnig félaga minn til að taka allt lakkið í gegn, var allur massaður og framljósin líka tekin í gegn (vöru mött)

Image

Image

Image

Image

Image


Svo hefur einhver aulinn sem hefur átt bílinn verið að spara voðalega í að kaupa sér rétta stærð af dekkjum undir bílinn
og eyðilagt innrabrettið í bílnum v/m vegna þess,, þegar ég fæ bílinn er hann á 275/40R20 að framan :lol: sem er kolvitlaust og alltof stórt....

Image


Keypti nýtt og skipti um það

Image


Svo brotnaði framrúðan í bílnum,,, þá var pöntuð ný OEM BMW framrúða og skipt um hana ásamt þéttikannt

Image


Ég hataði þessar BBS felgur svo mikið að ég keypti 20" Alpina felgur undir bílinn,, þær fóru reyndar bara rétt svo undir og svo aftur undan
enda er kominn vetur

Image

Image

Image

Tók þær undan eiginlega strax til að láta skvera þær frá A-ö og er það í vinnslu..

en þá vantaði vetrarfelgur,, ég keypti OEM BMW Style 93 Felgur af félaga mínum sem eru orginal e65 felgur,,
vildi alvuru dekk og varð Nokian hakkapeliitta negld í drasl og í orginal stærð fyrir valinu

Image

Image


Svo vantaði mottur í bílinn sem er alveg ferlegt, keypti í hann gúmmí mottur

Image


Er mjög ánægður með bílinn kem með meira um hann seinna.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Thu 30. Nov 2017 01:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15938
Location: Reykjavík
Flottur.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Thu 30. Nov 2017 14:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
Flottur.
Allt gert og græjað eins og venjulega. :thup:

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Fri 01. Dec 2017 00:14 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 27. Sep 2006 22:15
Posts: 710
Nýr þráður á kraftinum :alien: örugglega skemmtilegur með þessum mótor. En allt annar á þessum felgum

_________________
BMW 735i E32
Subaru 1800 Turbo Yoda


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Mon 26. Feb 2018 06:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Þessi þarf remap áður en ég fer :biggrin:

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Mon 26. Feb 2018 07:41 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Feb 2014 01:00
Posts: 207
Flott!! :thup: :thup:

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Sun 04. Mar 2018 01:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5952
Location: Akranes
Fottur bíll sem lenti hjá eiganda sem gerir allt 100%

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Wed 07. Mar 2018 19:22 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 16. Apr 2007 00:27
Posts: 6764
Kominn tími á smá update


Image

til að byrja með fór ég með bílinn í BL til þess að láta skipta um þéttikannt á topplúgunni og breyta ljósarofanum
vegna þess að þegar hann var stilltur á AUTO þá kveikti hann bara aðalljósin þegar dimmt var úti (mér fannst það óþolandi)

Það var skipt um Þéttikanntinn á topplúguni, við það hætti að heyrast örlítill hvinur frá lúgunni á 100kmh+

Þegar það átti að eiga við ljósarofann var einhver forritun óvart keyrð inn sem mistókst mjög illilega,
og það steiktust nokkur stjórnbox, skjárinn ofl

Til að byrja með var pantað nýtt headunit í bílinn $$$$$ og það sett í,, reynt var að forrita uppá nýtt,, þá kom í ljós
að skjárinn sem er í mælaborðinu fyrir I-Drive var steiktur líka,,, þá var hann pantaður nýr $$$$$
einnig kom í ljós að magnarinn / stjórnboxið fyrir útvarpsloftnetið var toasted,,, svo hann var einnig pantaður og skipt um hann ásamt hátalara magnaranum
eftir heljarinnar bras og vesen að fá hlutina frá BMW ofl komst bíllinn loks í 100% lag 3 mánuðum síðar :lol:
EN það er fyrir vikið fullt af nýjum hlutum í bílnum sem kosta hundruði þúsunda!!


Þegar ég var svo kominn á bílinn aftur og búinn að vera á honum í sirka 10 daga kom "windshield wiper fault" í mælaborðið og þurrkurnar dóu :shock: :lol:

það var ekkert annað að gera en að fara með hann uppí BL að láta skoða þetta og í ljós kom að rúðuþurrkumótorinn gaf upp öndina,,
keypti því nýtt komplett þurrkubracket með mótor og öllu


Einsog sjá má þá var þetta gamla þurrkuunit ekkert voða fallegt

Image


Og nýtt OEM komið í 8)

Image


Splæsti í OEM gúmmí mottu í skottið

Image


Svo var bara að þrífa molann og sótti hann úr filmum frammí hjá VIP

Image

Image

Image


Mjög ánægður með hann,, í topplagi og keyrir einsog draumur :thup:

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Mon 12. Mar 2018 14:51 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 16. Apr 2007 00:27
Posts: 6764
Það var tekin smá dund helgi núna, Byrjuðum á því að rífa framendann í sundur tilþess að laga
framljósin á bílnum sem eru alveg harkalega grjórbarin og mött

Image


Einsog sjá má er þetta svo grjótbarið og matt að þetta á nánast heima í ruslinu...

Image

Image

Image


Slípuðum alveg vel ofanaf plöstunum á ljósunum með 500 pappír

Image

Image

Image

Image

Image


Slípuðum svo í lokin með 800 yfir

Image

Image


Svo fór draslið inn í klefa og var glærað og þetta kom gersamlega fáranlega vel út!

Image


Nýjar aðalljósa perur Frá Osram aftur :lol: ,, var ekki ánægður með litinn á hinum osram perunum (vildi aðeins blárri)

Image


Fyrst stuðarinn var kominn af þá var ákveðið að sprauta hann og listana útaf grjótkasti

Image

Image

Image

Image


Svo var að setja þetta saman aftur,,

Image

Image

Image


Ekkert smá ánægður með útkomuna,, ljósin heppnuðust mega vel :thup:

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Wed 14. Mar 2018 08:43 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 16. Apr 2007 00:27
Posts: 6764
Kláruðum að smella á listunum, grillum, festa innribretti með nýjum OEM skrúfum / smellum og þrifum bílinn að innan / utan

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image


Hlakka til þegar það fer að koma sumar,, manni langar alveg að fara koma þessum vetrardekkjum undan :)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Thu 15. Mar 2018 14:11 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Feb 2014 01:00
Posts: 207
Flott!!

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Sun 25. Mar 2018 16:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8503
Location: 101 RVK
Geggjað!

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Mon 26. Mar 2018 08:54 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
Mazi! wrote:
Hlakka til þegar það fer að koma sumar,, manni langar alveg að fara koma þessum vetrardekkjum undan :)



Kannast við þetta, maður er alveg farinn að gæla við það að treysta á að það snjói ekki meir og skella sumar felgunum undir :argh:

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Thu 29. Mar 2018 01:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8503
Location: 101 RVK
Mig langar að fá að prófa að keyra hann hjá þér einhverntíman, hef aldrei ekið E65 nema einhverja örfáa metra.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW 730d e65
PostPosted: Fri 04. May 2018 19:42 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 16. Apr 2007 00:27
Posts: 6764
Kristjan wrote:
Mig langar að fá að prófa að keyra hann hjá þér einhverntíman, hef aldrei ekið E65 nema einhverja örfáa metra.


Lítið mál að fá að prófa :D


_____________________________________________________________________



Eftir þvott fór bíllinn að kvarta yfir því að húddið væri opið þrátt fyrir að það væri lokað

Image

Image


Sökudólgurinn er þessi rofi sem er frammi í húddinu

Image


Var fljótur að kaupa hann nýjann og skipta um hann :)

Image


Svo fór ég aðeins yfir strikið kanski en armurinn á túrbínunni hefur stundum verið eitthvað stífur sem á það til að valda smá aflleysi
ákvað vegna þess að kaupa nýja túrbínu og allt tilheyrandi í leiðinni!!


Byrjaði á að kaupa Swirl flap delete kitt

Image


svo er það listinn af nýju dóti,, fullt af hlutum sem þarf ekkert að skipta um en ég vill hafa bílinn bara 110% :lol: :?

Vatnsdæla
Pakkning á vatnsdælu
Loftsía
Bremsuklossar að fr.
Bremsudiskar að framan b/m
Ventlalokspakkning
Vatnslás
Skilvindusía
Glóðarkerta tölva
Glóðarkerti (6stk)
Soggreinapakkningar (6stk)
Kopar hringir á spíssa (6stk)
Plast hlífin ofan á vélina (vantaði)
Pústgrein
Túrbína
boltar fyrir túrbinu við grein
Pinnboltar og rær í hedd fyrir pústgrein
Pakkning á olíudrain á túrbínu
Banjoboltar fyrir olíufeed á túrbínu ásamt kopar hringjum
Klemmur á EGR kæli 7stk
Boltar í mótorhlíf
Pakkningar á olíusíuhús
Plast vatnsstútur undir soggrein
Þéttihringur fyrir púst við túrbínu
Þéttihringur á EGR ventil
8lítrar af Petronas 5w30 olíu og OEM BMW sía


Image

Image

Image


svo var PDC kerfið að bögga mig þannig ég keypti líka 4stk nýja PDC skynjara

Image


Planið er að fara rífa og tæta núna um helgina og græja þetta allt saman í bílinn
þetta er slatta vinna en helvíti almennilegt viðhald :) :D

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 43 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group