Jæja ég keypti mér calypso rauðann e36 325 sem er minn fyrsti BMW núna síðastliðinn föstudag. Reyndar var salan búin að vera í bígerð í svolítinn tíma en datt svo loksins í gegn og ég mjög sáttur, (vonandi að Árni Björn sé það líka 

 )
Basic Upplýsingar:- 4 dyra
 - Calypso rauður
 - Svartur að innan (pluss)
 - Beinskiptur (með ómerkilegum ebay shortshifter)
 - OBX driflæsing
 - Lækkunar gormar
 - Búið að fjarlægja hvarfakút
 - K&N Air Intake
 - Rafdrifin topplúga
 - Tvískipt miðstöð með AC
 - Kastarar
 - Framljós með angel eyes (eagle eyes)
 - Kastarar
 - Glær afturljós
 - Gardína í afturglugga
 - Einhver JVC CD/MP3/AUX spilari
 - 192 hestöfl, hugsanlega fleiri sökum þess að hvarfakútur er farinn og vegna K&N air intake.
 
Fæðingarvottorðið wrote:
Vehicle information
VIN long WBACB31080JD67116
Type code CB31
Type 325I (EUR)
Dev. series E36 (4)
Line 3
Body type LIM
Steering LL
Door count 4
Engine M50
Cubical capacity 2.50
Power 141
Transmision HECK
Gearbox MECH
Colour CALYPSOROT METALLIC (252)
Upholstery STOFF/ANTHRAZIT (C4AT)
Prod. date 1994-09-29
Order options
No. Description
240 LEATHER STEERING WHEEL
243 AIRBAG FOR FRONT PASSENGER
401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC
415 SUNBLIND FOR REAR WINDOW
423 FLOOR MATS, VELOUR
428 WARNING TRIANGLE
451 BEIFAHRERSITZ-HOEHENVERST.MECH
465 THROUGH-LOAD SYSTEM
508 PARK DISTANCE CONTROL (PDC)
510 HEADLIGHT BEAM-THROW CONTR. F LOW BEAM
530 AIR CONDITIONING
669 RADIO BMW BUSINESS RDS
686 DIVERSITY-FUNCTION AERIAL
704 M SPORT SUSPENSION
801 GERMANY VERSION
900 APPR. VEH.IMMOBILIZAT. ACC. TO AZT/TUEV
915 BODY SKIN CONSERVATION, DELETION
Planið: Bíllinn er nú fyrst og fremst hugsaður sem skemmtilegur daily driver, ég er búinn að versla z3 shortshifter sem fer í á næstu dögum, en það sem þyrfti að gera er: Smekklegar felgur, laga örlitið ryð og hugsanlega massa í leiðinni, kaupa lækkunardempara, ný framljós, jafnvel leðursæti... 
Þetta kemur allt í ljós... Ég er annars á því að byrja á því að eiga við performance áður en maður fer að eiga mikið við útlitið á bílnum... En sjálfsagt mál að kippa í liðinn strax t.d. ryði áður en það stækkar.
Ég fór og bónaði græjuna á laugardag og vá! Þessi litur er geðveikur! Mér hefur þótt liturinn nokkuð kúl hingað til en er núna alveg ástfanginn 
 Svona lítur hann út núna:

Gamli þráðurinn hans Árna um bílinnMyndir sem Óskar tók þegar hann átti bílinnÞráður þegar Guðný átti bílinn 
					
						_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.
██ 1994 BMW E36 332i sedan
██ 1991 Chevrolet Camaro Z28
██ 1982 Toyota Carina A60
██ 2005 Ford Fiesta ST
Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið  
