bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

E46 318i 2002
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=67207
Page 1 of 1

Author:  corikolbeins [ Thu 04. Sep 2014 17:52 ]
Post subject:  E46 318i 2002

BMW E46 318i Sedan
2002 Árgerðin
Black sapphire metallic
Aflgjafi: Bensín
1995cc - 142 hestöfl - 200Nm
Skipting: Sjálfskipting
Ekinn rétt um 175þús


Rafdrifnar rúður framan.
Cruise Control
Loftkæling
Fjarstýrð samlæsing
Aðgerðastýri
Spólvörn
Style 216 felgur, 18x8,5" BBS
Diskamagasín sem virkar
Dökkblá tauinnrétting, svartir listar í hurðum og mælaborði.

Bíll sem er í mjög góðu standi og lítur vel út fyrir aldur, nýlega búið að djúphreinsa alla
innréttinguna úr honum þannig hann er eins og nýr að innan.
Keypti hann lok sumars 2014 og er fínasti bíll í keyrslu og voða basic fyrir skólann og svona.

Þetta er minn fyrsti bíll, eina sem ég ætla að gera fyrir hann í bili er að reyna að laga ryð undir bílstjórahurð.(edit: check)
Setti Xenon ljós í hann í gær og finnst það koma helvíti vel út (edit:)
Setti Angel Eyes SMG ljós í hann sem eru æðisleg, mjög sterk birta og nánast ómögulegt að taka mynd af þessu helvíti, er hinsvegar gullfallegt.

myndir//
Image Image Image Image Image

Author:  Alpina [ Thu 04. Sep 2014 23:04 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002

Klassa bíll :thup:

Author:  Angelic0- [ Fri 05. Sep 2014 02:17 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002

Alltaf fundist þessar felgur fara vel undir E46

Author:  Mazi! [ Sun 07. Sep 2014 11:55 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002

Þessi er flottur!

Author:  corikolbeins [ Sun 07. Sep 2014 21:51 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002

Takk, já hann verður ekki beint laglegur í vetur á style 83 15'' :shock:

Author:  corikolbeins [ Fri 30. Jan 2015 00:03 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002

Image
Var að prófa aðeins að vinna mynd af honum, verður ekki leiðinlegt að skella felgunum undir aftur fyrir næsta sumar!

Author:  corikolbeins [ Sat 28. Feb 2015 17:28 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002

Þessi var tekin daginn sem ég sett AngelEyes í
Image
Finnst þetta koma skemmtilega út

Author:  Bandit79 [ Sat 28. Feb 2015 19:55 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002

Búið að þétta vélina ?

Author:  corikolbeins [ Sun 05. Apr 2015 01:12 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002

Já, eða það fer reyndar eftir því hvernig þú skilgreinir það.
En það er búið að skoða hana vel og skipta um ýmislegt sem ekki var nógu þétt í henni.
Ekki það að það má svosem alltaf bæta eitthvað.
En hann keyrir og vinnur mjög vel miðað við að það sé í honum þessi þekkti n42 mótor sem er nú stundum með vesen. :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/