bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

BMW E36 M3ti TURBO Compact - lítill sem vill vera stór...
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=65143
Page 1 of 33

Author:  Angelic0- [ Mon 17. Feb 2014 03:49 ]
Post subject:  BMW E36 M3ti TURBO Compact - lítill sem vill vera stór...

Eins og sumir vita þá er ég búinn að vera að dunda við að smíða mér KEPPNIS compact...

Ákvað að setja þetta inn núna vegna þess að það er vonandi eitthvað að fara að gerast í þessu...

Planið er "PRO-STREET", FIA approved, og kíkja á Gatebil í sumar...

Það sem að ég er með:
E36/5 Compact
E36 M3 RHD
Tuningart Coilovers
188mm 3.64 LSD, 168mm 3.45 opið drif & 188mm 3.15 opið drif..
Miller WAR chip
Efni til að smíða búr

Það sem að ég er að gera er:
Swappa S50B30 m/WAR chip í E36 ti (Compact), og nota TuningArt Coilover í hann
M3 bremsudiskar, framan og aftan, nota BREMBO bremsudælur úr E38 730i að framan
Eibach Cross-Brace & Strut Brace og Alpina Softline 18" felgur, 10" að aftan eftir breikkun 8)
Michelin Pilot PS2s 235/35ZR18 að framan og 255/30ZR18 að aftan.
Veltibúr & LICO körfustólar, 5 punkta harness.

Keypti M3 með ónýta stangalegu, reif sundur og það sá ekkert á sveifarásnum, setti ACL legur í og snéri strax annari legu án þess að skaða sveifarásinn, er kominn með nýja stimpilstöng fyrir þann cyl svo að núna er þetta taka tvö með nýtt sett af ACL

M3 mun lifa áfram með LT4/T56 swap, en bara ekki alveg strax...

Miller WAR Chip, er með 4 tunes... STOCK, Mellow, Medium og RACE (98okt required)... Launch Control & MAF DELETE...

Innréttingin er komin úr (148kg þar) eina sem að er eftir er mælaborð og hurðarspjöld er búinn að setja í hann LICO körfustóla & 5 point harness...

Er kominn með flotta kúplingu og ltw flywheel...

Body er ekið 143.000km, mótor 107.000mílur...

Langar í N2O, en veit ekki hvort að því er þorandi á S50...

Hérna eru svo nokkrar myndir...

Image

S50 í sínu veldi...

Image

Hundurinn minn, Bruno kom út í skúr og bað um að fá að vera með...

Image

Svona stendur þetta í dag, bíða eftir setti af ACL og setja saman...

Image

Svona leit sveifarásinn út áður en ég þreif hann, þetta eru leifar af ACL legunum sem að fóru síðast í....

Image

Þreif þetta með bómull og rauðspritti og þetta virðist hafa sloppið...

Image

ZF320 kassinn, planið er að þrífa þetta allt....

Image

Sama með S50, ógeðslegt olíusmit og viðbjóður ætla að strippa allt af mótornum og þrífa vel áður en þetta fer ofaní...

Image

BREMBO dælurnar...

Image

TA Coilovers, perfect stillt... firm og ekkert lausir gormar eða neitt rugl...

Image

Vona að hann verði 1000kg, sem að er ekkert fjarlægur draumur þar sem að Barteks 325ti er 1200kg með öllu...

Image

Vona að þið hafið gaman að þessu...

Planið er að létta bílinn, vona að hann verði ekki mikið yfir 1000kg. Verð allavega ekki ánægður nema hann fari undir 1100kg..

Held að þetta verði mjög fínn bíll með BREMBO og almennilegri fjöðrun, ætla að prófa hann með þessu Tuningart dóti og ef að það breytist í drasl fljótlega er planið að kaupa Bilstein PSS10s, mér langar að segja að ég muni kaupa mér ÖHLINS fjöðrun í hann, en það kostar alveg MORÐ...

Bremsumálin verða þessar 4pot BREMBO dælur sem að koma á 730i V8 með 316mm diskum, part nos.

34111163757
&
34111163758

Eiga samkvæmt mínum rannsóknum að virka flott með OEM M3 diskum (315mm), kæla vökvann 160% betur allavega... dælurnar boltast ekki beint á, en ég fann partno. fyrir BREMBO bracketið sem að þarf til að láta þetta passa...

Varðandi drifrásina, þá er planið að nota 3.64 LSD sem að ég fékk úr E34 520i, sé til hvort að ég nota 3.15 hlutfall úr E36 325i, og nota þá stærri E30 öxlana... þetta E34 drif er með 6bolta flangsinum svo að M3 drifskaptið boltast beint í :)

Ég pósta meira hér þegar að eitthvað meira gerist, þetta er eiginlega búið að vera svolítið mikið á hold þar sem að við urðum að klára 325ti Compactinn hans Barteks...

Author:  rockstone [ Mon 17. Feb 2014 07:26 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

:thup: Vonast til að sjá þetta gerast 8)

Author:  Alpina [ Mon 17. Feb 2014 08:37 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

rockstone wrote:
:thup: Vonast til að sjá þetta gerast 8)


Himmi líka :thup:

Author:  gardara [ Mon 17. Feb 2014 09:24 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

Bíddu, var ekki búið að þessu ollu fyrir longu?

Author:  Angelic0- [ Mon 17. Feb 2014 11:04 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

Lestu þráðinn spassinn þinn áður en þú kemur með avona heimsku!

Author:  Mazi! [ Mon 17. Feb 2014 11:10 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

það verður gaman að sjá þetta in action :)

Author:  98.OKT [ Mon 17. Feb 2014 12:14 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

Angelic0- wrote:
Lestu þráðinn spassinn þinn áður en þú kemur með avona heimsku!


Djöfull er þetta attitude í þér alltaf hreint alveg hrikalega leiðinlegt. Grow up!!!!

Author:  gardara [ Mon 17. Feb 2014 12:25 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

Angelic0- wrote:
Lestu þráðinn spassinn þinn áður en þú kemur með avona heimsku!


Heyrðu kappi, alveg rólegur á skítkastinu.

Ég hef annars áræðanlegar heimildir fyrir því að þessi compact hafi aldrei verið keyrður með þessum mótor. Afhverju að búa til einhverjar sogur um að þessi mótor hafi tvisvar farið á legum í stað þess að sýna okkur bara og tala um hlutina þegar þeir fara fyrst að gerast.

Author:  Þorri [ Mon 17. Feb 2014 19:57 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

98.OKT wrote:
Angelic0- wrote:
Lestu þráðinn spassinn þinn áður en þú kemur með avona heimsku!


Djöfull er þetta attitude í þér alltaf hreint alveg hrikalega leiðinlegt. Grow up!!!!


x2

Author:  -Siggi- [ Mon 17. Feb 2014 22:39 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

Ég held að það verði mjög erfitt að ná honum niður í 1000kg.

Rallykross compactin var um 1050kg með S2000 vélinni sem er mun léttari og litla drifinu.
Það er ekkert inní honum nema mælaborðið og körfustóll.
Og ekkert inní hurðunum og plast rúður þar.

Svo þegar við breittum honum fyrir rallið þá þyngdist hann um 160kg.

Author:  Angelic0- [ Mon 17. Feb 2014 23:53 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

M50 Compact hjá Bartek er 1200kg slétt á löggildri vog...

Ég tók dót úr þessum sem að var ~150kg og ég á ekki von á að mótorinn sé mikið þyngri en M50 þó maður sé að lesa allt upp að 30kg hærri tölur en M50...

Körfustólarnir + harness eru c.a. 25kg saman...

Sjáum hvað setur...

Author:  AronT1 [ Mon 17. Feb 2014 23:55 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

Glæsilegt, hlakka til að sjá þetta vinna! :D

Author:  fart [ Tue 18. Feb 2014 07:40 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

Angelic0- wrote:
M50 Compact hjá Bartek er 1200kg slétt á löggildri vog...

Ég tók dót úr þessum sem að var ~150kg og ég á ekki von á að mótorinn sé mikið þyngri en M50 þó maður sé að lesa allt upp að 30kg hærri tölur en M50...

Körfustólarnir + harness eru c.a. 25kg saman...

Sjáum hvað setur...
-Siggi- wrote:
Ég held að það verði mjög erfitt að ná honum niður í 1000kg.

Rallykross compactin var um 1050kg með S2000 vélinni sem er mun léttari og litla drifinu.
Það er ekkert inní honum nema mælaborðið og körfustóll.
Og ekkert inní hurðunum og plast rúður þar.

Svo þegar við breittum honum fyrir rallið þá þyngdist hann um 160kg.

Viktor, Þegar einhver er buinn að gera eitthvað, þá er ekkert hægt að sjá hvað setur.
Allar þessar svaklegur æfingar "á pappírunum" fram og til baka eru lítils virði, það er verið að segja þér að þetta hefur verið gert og hvað það er í kílóum.

E30M3 hja þórði með ískrúfuðu búri og eins strípaður og það verður, með carbon húddi, brettum og stuðara, ásamt lúgu-delete vigtaði 1200+ ef ég man rétt.

S50 Er MUN þyngri mótor en S2000 Hondan.
Ef þú ætlar að hafa full FIA búr í þessum þá verður hann líklega 1200kg, sem er svipað og Bartek í dag. Full innrétting vigtar voðalega lítið, kanski 100kg total ef það eru ekki rafmagnsstólar. Hurðaspljöld eru kanski 5-10kg total o.s.frv.... Full weld Búrið og körfustolar vega það upp og gott betur.

Jafnvel þó að þú færir að skipta út boddypanels fyrir Carbon, t.d. frambretti, hleðri, hurðar og kanski toppur þá fer þetta tæplega niður í 1100kg með búri.

Author:  Angelic0- [ Tue 18. Feb 2014 08:09 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

Ég vigtaði framsætin og afturbekkinn, samtals 148kg.... mér finnst það bara slatti fyrir sæti sem að eru ekki rafdrifin...

Niðurfellanleg bökin í afturbekknum vigta ótrúlega..

Author:  fart [ Tue 18. Feb 2014 08:22 ]
Post subject:  Re: BMW E36 M3ti Compact - lítill sem vill vera stór...

Angelic0- wrote:
Ég vigtaði framsætin og afturbekkinn, samtals 148kg.... mér finnst það bara slatti fyrir sæti sem að eru ekki rafdrifin...

Niðurfellanleg bökin í afturbekknum vigta ótrúlega..

Það má vel vera að allt þetta vigti 150kg, en tveir 2x körfustólar (eru líklega aldrei léttari en 7-8kg stk nema þeir séu full carbon) ásamt harness (1-2kg) vigta c.a. 20kg með consoles, (jafnvel meira)
Röravirkið sem fer í búrið virkar tölulvert. Prufaðu að vigta einn meter af röri og áætlaðu svo hversu marga metra þarf í FIA búr.

Siggi var að segja þér samt hvað nákvæmlega eins bill vigtar með 4cyl mótor...
RNGTOY 1300kg með S50 (staðfest af Þórði)

Bara að þvi að þér finnst það líklegt gerir það ekki líklegt.

Þetta minnir dálítði á allar power pælilngarnar með M70. MARGREYNT að það skilar marginal árangri að moka peningum í þá mótora, en samt vildir þú meina að þetta væri alveg hægt.

Page 1 of 33 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/