bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

BMW L200 update 12/2014
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=62076
Page 1 of 2

Author:  tommi215 [ Thu 20. Jun 2013 21:11 ]
Post subject:  BMW L200 update 12/2014

hér er um að ræða L200 með M50B25
þetta verkefni hófst núna 3 vikum fyrir bíladaga (2013)

Mitsubishi L200
1990
M50B25
BSK
RWD

árið 2013
brotið drifskapt sem gataði tank og rústaði drifi

árið 2014
2 brotnir öxlar annar á laugardeginum um bíladaga og hinn stuttu eftir bíladaga
fékk nóg af drifrásini er nú búinn að kaupa mér 9,5" GM undan 2500 chevy pickup
loftpúða og planið er að smíða 4 link undir tækið
búinn að skipta út viftuni fyrir rafmagnsviftu
orginal BMW loftinntak og þurfti að færa rafgeyminn svo að það kæmist fyrir

Myndir: https://www.facebook.com/media/set/?set ... 52b7d500ae
þriðjagírs löns:

Author:  Dagurrafn [ Thu 20. Jun 2013 21:23 ]
Post subject:  Re: BMW L200 2GEN "gamle bitte"

virkilega svalt project, endilega komdu með myndir af vélarsalnum :thup:

en að henda m50b25 vél í l200 er næstum því sóun á góðri vél :lol:

Author:  -Siggi- [ Thu 20. Jun 2013 23:43 ]
Post subject:  Re: BMW L200 2GEN "gamle bitte"

Image

Author:  Big Red [ Fri 21. Jun 2013 00:32 ]
Post subject:  Re: BMW L200 2GEN "gamle bitte"

Þarna kom skýringin á þessu öllu saman, ég botnaði ekkert í því hvað þessi l200 var sprækur og spólaði svona hrikalega á Akureyri um helgina en flott project alltaf gaman að vera öðruvísi en hinir :thup:

Númi Snær

Author:  auðun [ Fri 21. Jun 2013 12:28 ]
Post subject:  Re: BMW L200 2GEN "gamle bitte"

l300 hefði verið brill

Author:  Alpina [ Sat 22. Jun 2013 22:04 ]
Post subject:  Re: BMW L200 2GEN "gamle bitte"

BARA töff...... :thup:

Author:  tommi215 [ Wed 17. Jul 2013 20:58 ]
Post subject:  Re: BMW L200 Fleiri myndir og Video

Komnar aðeins fleiri myndir og stutt video

Author:  IvanAnders [ Wed 17. Jul 2013 21:28 ]
Post subject:  Re: BMW L200 Fleiri myndir og Video

Hahahahaha, djöfull ertu bilaður! :lol:

Hvaða hlutfall er í drifinu?

Author:  tommi215 [ Wed 17. Jul 2013 21:46 ]
Post subject:  Re: BMW L200 Fleiri myndir og Video

IvanAnders wrote:
Hahahahaha, djöfull ertu bilaður! :lol:

Hvaða hlutfall er í drifinu?


eitthvað alveg stupid heimskt 4.875 held ég.. var samt ekkert búinn að athuga það
endahraði í 5 gír var í kringum 150 held ég, fékk aldrei að komast svo hratt því að drifskaftið var pínu skakkt (aftari partur fór ekki aftur í rennibekk útaf tímaleisi) endaði með því að dragliðurinn brotnaði á 120 km/h og reif innan úr drifinu þegar hann skall í jörðina

Author:  tommi215 [ Mon 14. Jul 2014 01:56 ]
Post subject:  Re: BMW L200 Fleiri myndir og Video

UPDATE!
það sem hefur gerst á undaförnu ári:
lagað var eftir brotna drifskaftið skipt um köggul í drifi, annar dragliður settur í staðinn fyrir þennan sem brotnaði og skipt um tank
sett var í hann "F1 STAGE 3 CLUTCH" frá gripforce clutches
skipt var út mjöög granna pústinu sem var notað í flýti fyrir bíladaga í fyrra og sett 2,5" í staðinn
bílinn var lækkaður um 26Cm að aftan og eitthvað að svipað að framan.
innrétting var gerð svört afþví að brúnn er ljótur litur.....
settir í hann körfustólar og 4 punktabelti.
+ einn brotinn öxull sem gerðist á laugardeginum núna um bíladaga
Image
Image

efa það á einhver góðar myndir af honum þá þætti mér vænt um að fá eintak af þeim :)

þá er bara stóra spurningin. hvað ber framtíðin í skauti sér ? Turbo, nitro eða stróka hann ? hvað myndu þið gera ?

Author:  Angelic0- [ Mon 14. Jul 2014 03:54 ]
Post subject:  Re: BMW L200 update

mæli með að þú prófir að gasa þetta :)

ég fíla n2o, en þú getur þá alltaf turboað og haft gasið með því ef að þú færð leið á gasinu...

en ég myndi byrja á að finna mér 3.73 eða 4.10 í drifið... hugsa að 3.73 sé fínt með þessum felgum og temmilegum dekkjum..

Author:  Alpina [ Mon 14. Jul 2014 07:24 ]
Post subject:  Re: BMW L200 update

Massa svalt :thup:

Author:  tommi215 [ Mon 14. Jul 2014 13:45 ]
Post subject:  Re: BMW L200 update

Quote:
en ég myndi byrja á að finna mér 3.73 eða 4.10 í drifið... hugsa að 3.73 sé fínt með þessum felgum og temmilegum dekkjum

Það er nefnilega vandamalið. Þetta hlutfall sem er í honum er ómögulegt.. 2 alltof stuttur og 3 réttsvo of langur. Veit einhver hvort það séu til svona 3.15-4.10 í svona mmc hasingar ?

Author:  Strøm#1 [ Tue 15. Jul 2014 14:59 ]
Post subject:  Re: BMW L200 update

Mér brá soldið að sjá gamlan L200 þversum á götuhorni á bíladögum, geðveikur sleeper hjá þér

Author:  Angelic0- [ Tue 15. Jul 2014 15:29 ]
Post subject:  Re: BMW L200 update

tommi215 wrote:
Quote:
en ég myndi byrja á að finna mér 3.73 eða 4.10 í drifið... hugsa að 3.73 sé fínt með þessum felgum og temmilegum dekkjum

Það er nefnilega vandamalið. Þetta hlutfall sem er í honum er ómögulegt.. 2 alltof stuttur og 3 réttsvo of langur. Veit einhver hvort það séu til svona 3.15-4.10 í svona mmc hasingar ?


Gætir auðvitað bara skutlað undir hann stærri dekkjum hehe...

En annars held ég að 3.15 sé of langt hlutfall... 3.64 væri eflaust á pari..

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/