bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

2003/2005 E85 Z4 - Snjóbíll bls. 8
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=56683
Page 4 of 9

Author:  IceDev [ Fri 25. May 2012 11:53 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

Þessi, silfurlitaði og hvíti eru 2.5 lítra. Gamli thrullerinn og Svarti coupe-inn eru 3 lítra og svo er einn blár M coupe.

Held að þá sé þetta upptalið.

Author:  íbbi_ [ Fri 25. May 2012 12:35 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

líka steingrár 3.0l.

Author:  SteiniDJ [ Fri 25. May 2012 13:15 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

Það er einn sem eigandi BJB á, svartur roadster sem er á style 107 með númerið OD-XXX ef ég man rétt. Hann er 3.0i, en er það gamli Thrullerinn?

Author:  Jss [ Fri 25. May 2012 14:03 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

SteiniDJ wrote:
Það er einn sem eigandi BJB á, svartur roadster sem er á style 107 með númerið OD-XXX ef ég man rétt. Hann er 3.0i, en er það gamli Thrullerinn?


Já, það er sá bíll.

Annars held ég að silfraði 3.0 bíllinn hafi verið á svona 5 arma felgum eins og á svarta bílnum hér fyrir ofan.

<edit> Já og til hamingju með bílinn, stórskemmtilegir bílar. </edit>

Author:  SteiniDJ [ Fri 25. May 2012 14:16 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

Takk Jss! Þannig að listinn er svona? :

1. Z4 Roadster - 2.5i, svartur
2. Z4 Roadster - 3.0i, svartur
3. Z4 Roadster - 2.5i, hvítur
4. Z4 Roadster - 2.5i, silfurlitaður
5. Z4 Roadster - 3.0i, steingrár
6. Z4 M Coupe, blár

Vantar einhvern?

En þessi var að koma frá Eðalbílum og rúllar nú á nýjum bremsum að framan; þvílíkur munur. Ákveðið var að keyra á afturbremsunum en þær eiga víst eitthvað eftir.

Author:  Bjössi [ Fri 25. May 2012 14:39 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

Til hamingju með bílinn!

Það var líka annar svartur 3l roadster, 2006 árgerð

Author:  SteiniDJ [ Fri 25. May 2012 15:28 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

Takk Bjössi. :)

Sjö stykki þá!


1. Z4 Roadster - 2.5i, svartur
2. Z4 Roadster - 3.0i, svartur
3. Z4 Roadster - 3.0i, svartur
4. Z4 Roadster - 2.5i, hvítur
5. Z4 Roadster - 2.5i, silfurlitaður
6. Z4 Roadster - 3.0i, steingrár
7. Z4 M Coupe, blár

Annars er búið að bjarga magnara í bílinn og nú er loksins komið hljóð!!! :thup: :thup: :thup:

Author:  gardara [ Fri 25. May 2012 15:35 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

Verslaðirðu nýjan magnara eða var hægt að mixa þann gamla?

Author:  SteiniDJ [ Fri 25. May 2012 16:04 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

Ég fékk magnara úr Land Rover Freelander sem smellpassaði, þurfti bara að breyta festingum! :)

Author:  bimmer [ Fri 25. May 2012 17:13 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

SteiniDJ wrote:
Ég fékk magnara úr Land Rover Freelander sem smellpassaði, þurfti bara að breyta festingum! :)


Ojbara.

Author:  SteiniDJ [ Fri 25. May 2012 17:24 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

Ég veit ekki... Hann mætti vera úr hverju sem er, svo lengi sem hann virkar. :lol:

Author:  Dr. Stock [ Sat 26. May 2012 01:42 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

Já Ojbara ! En málið er að á þessum árum var BMW samsteypan óhamingjusamur eigandi LandRover sem var reyndar gott fyrir LandRover og þeir lifa enn þann dag í dag á. Stóri Range Roverinn er jú með meir og minna með allt kram úr eldri BMW X5, t.d. 4,4i vélina. Lít á það þannig að LandRover hafi fengið fullt af skemmtilegum componentum úr BMW og þar með þessi Freelander. En sem einn af þeim eldri á spjallborðinu segi ég bara: Mikið dj. er gaman að keyra svona Z4. Vildi að ég hefði átt svona bíl þegar ég var 22ja ára.

bimmer wrote:
SteiniDJ wrote:
Ég fékk magnara úr Land Rover Freelander sem smellpassaði, þurfti bara að breyta festingum! :)


Ojbara.

Author:  Hreiðar [ Sat 26. May 2012 03:37 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

Til lukku með bílinn. Átt eftir að gera hann solid og virkilega flottan.

En haltu amber ljósunum.. koma vel út :wink:

Author:  IceDev [ Sat 26. May 2012 05:06 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4

1. Z4 Roadster - 2.5i, svartur - Bsk
2. Z4 Roadster - 2.5i, hvítur - Bsk
3. Z4 Roadster - 2.5i, silfurlitaður - Bsk
4. Z4 Roadster - 3.0i, svartur - Bsk
5. Z4 Roadster - 3.0i, steingrár - Auto
6. Z4 Coupe - 3.0i, svartur - ?
7. Z4 M Coupe, blár - Bsk

Author:  SteiniDJ [ Fri 01. Jun 2012 18:43 ]
Post subject:  Re: 2003/2005 E85 Z4 - Gormar komnir í hús

Jæja, gormar voru að detta í hús frá DE.

Image

TRW framleiðir víst OEM quality (eða betra, vona ég) vörur fyrir BMW. Umboðið vildi rukka um 40.000 fyrir stykkið, en föðurlandið sló í gegn á talsvert betra verði án þess að fórna gæðum. Tók aðeins meira en viku að senda þetta heim og ég er mjög sáttur!

Þeir fara undir bílinn á mánudaginn ásamt hosu fyrir kælivatn. USPS klikkaði víst á öðrum pörtum sem ég átti von á í vikunni, en það er lítið sem hægt er að gera í því en að vonast að þeir komi bara fljótlega í næstu viku.

Page 4 of 9 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/