| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| BMW e46 316 '00 - The Beater https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=49483 |
Page 1 of 3 |
| Author: | Zed III [ Tue 08. Feb 2011 16:41 ] |
| Post subject: | BMW e46 316 '00 - The Beater |
Þar sem það er nú ekki alveg það einfaldasta að setja barnabílstól í z3 var lítið annað að gera en að splæsa í nýjan bíl. Fyrir valinu var e46 316 með nokkuð löngum lista af bilunum sem nær allar eru frekar léttar til lagfæringar. Þessar bilanir voru veðrlagðar vel í verðið á bílnum og tel ég mig hafa gert afar fín kaup. Hér eru tvær gamlar myndir, hann er aðeins sjúskaðari núna en kemst á þetta stig fljótlega. ![]() ![]() Framtíðarplön eru að laga það sem er að og kannski setja önnur stefnuljós á bílin. Annars verður honum að mestu haldið eins og hann er. Fæðingavottorðið er hér, það er óhætt að segja að þetta sé "no-frills" bíll. Það er afar fátt til að bila í þessum. VIN long WBAAL51020KH03806 Type code AL51 Type 316I (EUR) Dev. series E46 (4) Line 3 Body type LIM Steering LL Door count 4 Engine M43/TU Cubical capacity 1.60 Power 75 Transmision HECK Gearbox MECH Colour TITANSILBER METALLIC (354) Upholstery STOFF FLOCK RAUTE/ANTHRAZIT (E3AT) Prod. date 2000-01-20 Order options No. Description 168 EU2 EXHAUST EMISSIONS NORM 428 WARNING TRIANGLE 441 SMOKERS PACKAGE 662 RADIO BMW BUSINESS CD 842 COLD CLIMATE VERSION 853 LANGUAGE VERSION ENGLISH 863 EUROPE/DEALER DIRECTORY 880 ENGLISH/OWNERS HANDBOOK/SERVICE BOOKLET 896 DAYTIME LIGHTS FUNCTION 925 SHIPPING PROTECTION PACKAGE 926 SPARE WHEEL Series options No. Description 548 SPEEDOMETER WITH KILOMETER READING |
|
| Author: | Vlad [ Tue 08. Feb 2011 17:15 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater |
Babybeater.... hljómar smekklegt |
|
| Author: | Fatandre [ Tue 08. Feb 2011 17:54 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater |
Flottur þessi. Mun verða flottur í þínum höndum. |
|
| Author: | ömmudriver [ Tue 08. Feb 2011 22:06 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater |
Til hamingju með gripinn, E46 eru frábærir bílar |
|
| Author: | Andri Fannar [ Tue 08. Feb 2011 22:08 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater |
Góðir bílar.. Gerir mikið að gera stefnuljósin samlit |
|
| Author: | Zed III [ Tue 08. Feb 2011 22:17 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater |
Andri Fannar wrote: Góðir bílar.. Gerir mikið að gera stefnuljósin samlit Heldur betur. Êg verð að samlita ljòsin . |
|
| Author: | Danni [ Tue 08. Feb 2011 22:43 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater |
Flottur. Ég get alveg ímyndað mér að eiga E46 sem daily einhvern daginn. |
|
| Author: | saemi [ Tue 08. Feb 2011 23:28 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Baby/winterbeater |
Bara góður bíll og díll |
|
| Author: | Zed III [ Sun 06. Mar 2011 22:12 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Beater |
Búið að vera smá session á þessum um helgina og seinustu daga. Það sem er búið að gera er: - Flautan löguð (það var bara sprungið öryggi) - Samlitaði lokið yfir dráttartaugargatinu en það var ómálað - Skipta um afturgorma (setti e36 gorma í hann og þeir passa flott) - Skipti um pakkningu við olíuhúsið (smá rif til að komast að þessu, c.a. 1-1.5klst) Vonandi er ekki lengur olíuleki á vélinni eftir þetta, fyrir utan að það lekur með olíuboltanum í pönnunni en ég er kominn með nýjan . - Ný gler yfir númeraplötuljósin - Nýr aftermartket cam skynjari (með 12 mánaða ábyrgð) - Nýr aftermarket afm skynjari (með 12 mánaða ábyrgð) - Nýr aftermarket lambda skynjari (með 12 mánaða ábyrgð) - Skipt um hægra afturljós (fékk ljós á fínum díl hjá Ellapjakk) - Sett í nýtt lok á stuðaran að neðan (númer 7 á myndina að neðan, alveg furðulegt að þetta sé sér stykki en ekki bara hluti af stuðaranum) ![]() Keypti svona felgur til að nota sem sumarsett af Árna Sezari: ![]() Keypti aðra innréttingu á slikk af Hreiðari og skellti henni í bílinn. Innréttingin kemur úr facelift en ég er ekki 100% að ég haldi mig við hana en aðal ástæða kaupana var airbag skynjarinn í farþegasætinu sem ég þurfti að skipta um. Því ekki að fá heila innréttingu í kaupæti í stað þess að kaupa skynjaran stakan ? Ég endaði á bílstjórasætinu og þar lenti ég í mesta veseninu þar sem plöggin á sætunum eru öðruvísi, en þar er líka munur á að facelift innréttingin er með 3 hauspúðum að aftan en gamla innréttingin var bara með 2. ![]() Skipti í leiðinni um afturhillu en þessi sem var í bílnum var orðin nánast himinblá svo upplituð var hún. Ég kem með mynd af þessu innan skamms. Ballancestangarendar, glær hliðarstefnuljós, 2 fóðringar og nýr vatnslás bíða svo eftir að fá að komast í en ég braut einn boltan sem var í vatnslásinum þegar ég ætlaði að losa hann af Smurning í vikunni og þá ætti maður að fara að verða klár fyrir aðalskoðun. |
|
| Author: | ömmudriver [ Mon 07. Mar 2011 05:26 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Beater |
Mjög vel gert og þessi bíll er á blússandi uppleið |
|
| Author: | Róbert-BMW [ Mon 07. Mar 2011 14:59 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Beater |
Þetta er allt að koma |
|
| Author: | Djofullinn [ Mon 07. Mar 2011 17:29 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Beater |
Er númerið á þessum bíl SS-XXX? |
|
| Author: | Zed III [ Mon 07. Mar 2011 17:33 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Beater |
minn er númer JG 782, þessi mynd sem ég póstaði á felgunum er OI 012. |
|
| Author: | Zed III [ Thu 10. Mar 2011 10:17 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Beater |
Skreið undir þennan í gær og ætlaði að skipta um olíu. Gekk ekki betur en svo að olíutappinn var brotin og ég náði ekki brotinu úr. Ég þurfti því að skella nýrri olíu á bílinn í gær bara til að dreina hana af í dag því ég kom við á smurstöðinni áðan. Þeir voru ekki lengi að græja þetta og ég sá ekki betur en að olíulekinn við olíuhúsið sé hættur (vel gert ég Til að toppa allt skellti ég nýjum hvítum perum í aðalljósin og þokuljósin og setti auk þess glær hliðarstefnuljós á í gær. Nýr vatnslás fer vonandi í hann seinnipartinn (en þar er ég að glíma við eina brotna skrúfu). Þá er bara eftir að setja nýja súrefnisskynjaran í (þessi sem er hefur ekki verið hreyfður frá því bíllinn var framleiddur og er gjörsamlega FASTUR), fá það sem vantar í innra brettið, breyta tenginu fyrir bílstjórasætið (tengið fyrir nýja bílstjórasætið er aðeins öðrvísi en þetta gamla) og setja glær stefnuljós. |
|
| Author: | Axel Jóhann [ Thu 10. Mar 2011 10:23 ] |
| Post subject: | Re: BMW e46 316 '00 - The Beater |
Til að losa súrefnisskynjarann, láttu bílinn ganga alveg heitann og taktu smá rönn á honum, farðu svo strax undir og klipptu plöggið af skynjaranum og settu lokaða endann uppá hann og losaðu, það ætti að vera easy, mig minnir að þetta sé 21 eða 22mm |
|
| Page 1 of 3 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|