bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 17. Sep 2021 10:56

All times are UTC
Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Sat 26. Jun 2010 01:00 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sun 16. Jan 2005 02:25
Posts: 204
Location: Einhversstaðar á milli himnaríkis og helvítis
Já ég á BMW 318is '92 árgerð sem ég keyri daglega í vinnuna og lítur svona út:

Image

...en mig langar ekkert til þess að segja frá honum. Bíllinn sem mig langar til þess að segja frá er Toyotan mín og er ég búinn að skrifa heilmikinn texta fyrir þá sem hafa áhuga (eða ógeðslega lítið að gera).

Þeir sem meika ekki að lesa þessa langloku, þá eru spec listi og myndir í næsta pósti.

Jæja þá loksins sést þessi á götunni eftir 5 ár inni í skúr. Ætli maður þurfi þá ekki að segja frá gripnum. Ákvað að setja þetta hér þó svo að þetta sé ekki BMW, þar sem að l2c er lokað óskráðum notendum og svo þekki ég miklu fleiri hér. Um er að ræða Toyota Corolla GT 1985 árgerð, með 4A-GE mótor, sem hefur upplifað dagana tvo ýmist á götum borgarinnar sem og malarvegum sveitarinnar! Síðasta boddýið af Corollu sem var afturdrifin. Ég kaupi bílinn árið 2005 af Arnari sem rekur í dag Kvikk þjónustunna í Hfj. Hann hafði þá tekið bílinn í gegn að mestu leiti að utan, sprautað í fjólubláum metallic Honda mótorhjólalit og látið airbrusha naut á húddið og "controversial" myndir af svínum á afturhlerann. Ég keyri bílinn í nokkra mánuði og á því tímabili kaupi ég og set á bílinn afturljós af "zenki" bílnum með popup ljós ásamt króm skyggnum á hliðarrúðurnar.

Einn blautan vordag 2005 er ég svo á ferðinni á slitnum sóluðum dekkjum, kem að illmerktu vinnusvæði á miklubrautinni þar sem umferðin er stopp, bremsa, læsi, flít á bleytunni og enda aftan á Corollu sem var ca. 15 árum yngri en mín. Hún endar svo aftan á Land Cruiser. Semsagt Toyota samloka. Corollan sem varð á milli endaði á haugunum en mín endaði inni í skúr. :)

Hófst þá það ferli að gera bílinn upp frá núlli frá hvalbak að framenda. Þar sem að maður var ungur og vitlaus á þessum tíma með alltof mikið af peningum í höndunum var ákveðið að losa sig við gamla mótorinn og kaupa mótor frá Japan. Vélarrýmið var strípað og bíllinn sendur á réttingarverkstæði þar sem hann var réttur og soðinn. Keyptur var annar bíll í parta og framljósagrindin tekin af honum ásamt fleiru. Vélarrýmið var svo sprautað í sama Honda litnum. Svo þegar mótorinn kom þá var hann settur á vélarstand, strípaður niður í "bare longblock" og yfirfarinn.

Mótorinn:
Fyrir valinu varð 4A-GZE mótor úr '92-'95 AE101 Toyota Corolla Levin. Þessi mótor er byggður á sömu hönnun af blokk, svo hann smellur á mótorfestingarnar í bílnum og gírkassinn smellpassar, en það er allt og sumt. Þessi mótor er uppbyggður með "boost" í huga, í honum er lægri þjappa (8.9) og allt sverara og sterkara en í original '85 4A-GE. Utan á honum situr lítill 1200cc Toyota SC12 blásari og rafstýrt "wasted spark" kveikjukerfi. Ég panta mótorinn frá Fensport í Bretlandi með tölvu og rafkerfi og panta með honum 212 mm svinghjól, nýtt 212 mm kúplingssett, Forge Motorsport "front mount intercooler", Magnecor kertaþræði, signal breyti fyrir snúningshraðamæli og öflugri bensíndælu. Ný tímareim og vatnsdæla eru sett á mótorinn. AirCon pressan og vökvastýrisdælan eru tekin af og MR2 alternator bracket keypt þannig að hægt sé að smella alternatorinum á stökum án mikilla vandræða. Svo þurfti að modda vatns inn- og útganginn á mótornum, þar sem að hann kemur úr framdrifsbíl, ásamt að koma vatnslásnum fyrir og fóru ansi miklar pælingar í það. Útgangsrörið frá blásaranum var hannað fyrir "top mount intercooler" og var alltof þröngt, svo Siggi fékk það verkefni að smíða nýtt sem hentaði betur í bílinn hjá mér. Restinni svo púslað á mótorinn aftur og honum droppað ofan í vélarrýmið ásamt kassa með nýju 212 mm kúplingunni.

Næst á dagskrá var vatnskassi. Fyrsta hugmyndin var að nota vatnskassa úr Celicu sem ég fékk fyrir lítið en hann var bara svo gamall og ljótur að hann hefði skemmt fyrir lúkkið ofan í húddinu. Þá stóð til boða að panta Koyo kassa fyrir eitt stykki handlegg og ég tímdi því ekki. Sá þá þráð á Club4AG þar sem menn fullyrtu að Civic álkassi kældi nógu vel og mætti koma fyrir án mikilla vandræða, svo ég stökk á eBay og pantaði slíkan fyrir eitt stykki nögl af litla putta. Smíðaði festingar fyrir hann ásamt intercoolernum, kom fyrir á bílnum, kláraði að "plumba" vatn, gerði "mockup" af rörum fyrir loft og fékk svo Sigga til að sjóða.

Rafkerfið:
Þá var komið að bitanum sem fáir gátu hjálpað mér almennilega með og ég ákvað að tækla einn til þess að læra eitthvað af þessu öllu saman. Allt gamla rafkerfið frá mælaborði fram að framljósum, þ.m.t. öryggja- og relayboxi, var rifið úr og kerfið sem fylgdi mótornum sett í. Mótorinn kom aldrei í bíl sem fluttur var út fyrir Japan, svo það er ekki til "wiring diagram" á neinu öðru tungumáli en japönsku. Svo ég notaðist við evrópska AE86 "wiring diagram-ið" til að geta splæsað við original partana, ástralska AE101 "wiring diagram-ið" til að meika sens á öryggja- og relayboxinu ásamt fleiru og hæfilegan skammt af "common sense". Keypti gamalt loom úr AE101 bíl og bjó til front loom í bílinn úr því, ásamt original AE86 loominu. Svo bíllinn ætti að vera prittí mutsj klár fyrir hvaða AE101 mótor sem er. *Stoltur*

Fjöðrun o.fl.:
Í bílinn keypti ég svo Megan Racing coil-over kerfi, þar sem að það var að fá bestu dómana á C4AG af öllum "ódýru" coil-over kerfunum. Það kemur með "camber plates" og er hæðarstillanlegt allan hringinn án þess að tapa hreyfigetu á dempurum, 32ja vegu stífleikastillanlegt og svo camber stillanlegt. Bremsurnar tók ég í gegn, fékk Barka til að smíða vírofnar slöngur, fékk Sigga til að renna diskana og keypti nýja klossa. Stefnan er að panta nýja diska allan hringinn, rákaða að framan, ásamt PBR Axxis eða Porterfield R4-S klossa. Svo á ég eftir að kaupa læsingu, NCRCA eða stillanlega LCA og eitthvað fleira gotterí.

Svo þegar mótorinn datt í gang voru númerin sótt og bíllinn keyrður beint í púst hjá Andra í Kvikk þjónustunni. Þar hönnuðu Sævar SMG og Andri (ásamt smá inputti frá mér og Stebba GST) mega næs kerfi aftan á eBay flækjurnar mínar. Get alls ekki mælt með OBX flækjum, þurfti TALSVERT að modda þær til þess að þær fittuðu ofan í hjá mér, tala nú ekki um hversu illa rörin hitta á "flange-ana". Sævar reddaði því nú samt á no time. Þaðan var það svo bara beint í skoðun og að sjálfsögðu fékk ég grænan miða, en það eru bara smáatriði sem verða fixuð.

Þar sem að ég var brettalaus, þá gaf Óli Þór mér ónýt bretti af rally bíl sem ég henti á til að geta keyrt. Síðan fór ég í heimsókn til Stjána hjá Bílageiranum og náði hann að gera bara ótrúlega gott úr þessum ónýtu brettum. Við ákváðum svo að gluða mattri málningu yfir framhlutann á bílnum í svipuðum lit og Honda litinn (húddið og stuðarinn voru hvít). Planið er svo að fá góð bretti hjá Braga og plata einhvern plastsmiðinn til að taka mót af þeim og smíða nokkur sett. Any takers? :)

Sérstakar þakkir fær eftirfarandi fólk, án þeirra hefði ég ALDREI komið bílnum á götuna aftur:
Atli Steinar Stefánsson
Sigurður Maríasson / Wheelchair Performance
Kristján Þorgils Guðjónsson
Sævar Már Gunnarsson / SMGRacing
Andri Þór Halldórsson / Never Have A Nice Day Production

GSTuning "bræður" fyrir visku og bráðsmitandi dellu
Restin af Turbo Krúinu fyrir að reka á eftir mér
Bragi og Óli fyrir að vera sjúkir af sömu Toyotu ryðdollu dellunni
Strákarnir í vinnunni fyrir að hlæja að mér og gera grín að bílnum
...og síðast en ekki síst Inga frænka fyrir skúrinn og fjölskyldan fyrir þola þetta

Eftirfarandi fyrirtæki ber að nefna fyrir að vera með klassa þjónustu:
Varahlutaverslun Toyota Nýbýlavegi
Barki
Fossberg
Áliðjan
Polyhúðun

Þá held ég að þetta sé upptalið. :burnout:

_________________
Anton

1992 BMW E36 318IS Coupe og...
Image


Last edited by rufuz on Sat 26. Jun 2010 01:06, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 26. Jun 2010 01:01 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sun 16. Jan 2005 02:25
Posts: 204
Location: Einhversstaðar á milli himnaríkis og helvítis
Spec list:
AE101 4A-GZE 1600cc Twincam S/C mótor
Forge Motorsport FMIC
Wheelchair Performance blásara útgangur
Magnecor kertaþræðir
176 ltr/klst bensíndæla
AirCon og vökvastýri fjarlægð
212 mm svinghjól og kúpling
OBX ryðfríar flækjur
2.5" púst með hljóðdempandi miðjukút og opnum endakút
K&N 3" loftsía (sem kostaði tvisvar sinnum meira en flækjurnar!)

Megan Racing coil-overs w/camber adj. tops
Nýrenndir diskar allan hringinn (+ nýjir klossar)
Ryðfríar vír-ofnar bremsuslöngur
XXR 513 15x8" álfelgur

Zenki "Sprinter" afturljós
Levin grill
Hliðarrúðu skyggni


Svona leit hún út þegar ég fékk hana.
Image
Image

Eftir áreksturinn.
Image

Gamli rokkurinn fer uppúr.
Image

Kominn úr réttingu. Atli að sjóða framstykkið.
Image
Image

"Zetan" eins og hún kom í hús.
Image

Eftir alternator breytingar.
Image

Byrjað að rífa í sundur.
Image

Vatnsgangur fyrir og eftir breytingar.

(Breytti þessu aðeins meira eftir að þessar voru teknar)
Image
Image

Bensíndæla og bracket.
Image

Mótor kominn ofan í. Vatn klárt. Verið að máta intercooler og rör.
Image

Rörin klár.
Image

Rafmagn (og vacuum).
Image
Image
Image
Image
Image

Fjöðrun + bremsur að framan fyrir og eftir.
Image
Image

Aftan.
Image

Afturgormar, nýju vs. gömlu.
Image

Sævar að græja festingu fyrir O² skynjara.
Image

Fyrsta skipti undir eigin afli eftir 5 ár!
Image

Stjáni að þrífa rykið af.
Image

Svo ein í lokin af henni eins og hún rúllar í dag, ásamt Braga.
(Stolin frá Sæma Boom)
Image

Kem með fleiri nýjar myndir vonandi fljótlega.

_________________
Anton

1992 BMW E36 318IS Coupe og...
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 26. Jun 2010 01:27 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 20:17
Posts: 117
Location: Keflavík
Innilega til hamingju Toni! frábær árangur og það var bara gaman að rúnta með þér norður á bíladaga. Snilldar græja í alla staði.

_________________
Stoltur meðlimur í TURBO-CREW


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 26. Jun 2010 01:30 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Fri 24. Oct 2008 18:02
Posts: 66
Location: Keflavík
bara flottur ae86, á ekkert að spóla á þessu ?

_________________
BMW E60 530i [OJ-518]
Evo VIII [OI-106]
BMW E39 M5 [TE-723] Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 26. Jun 2010 02:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Jan 2009 23:46
Posts: 2822
Location: 112 RVK, E30 city
Til hamingju Toni ;)

_________________
BMW E30 325i Coupe
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 26. Jun 2010 02:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Glæsilegur bíll!

Trúi varla að það eru komin 5 ár síðan ég sá hann rúllandi í Keflavík síðast. Djöfull er maður orðinn gamall :argh:

Hef alltaf haft áhuga á þessum AE86 bílum. Finnst þeir samt flottari með pop-up framljósunum.

En til hamingju með að vera kominn með bílinn í gang aftur, alltaf gaman þegar maður getur keyrt bílinn sinn aftur eftir langan dvala ;)

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 26. Jun 2010 07:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 25. Sep 2006 09:39
Posts: 3691
Geggjaður!
Gaman samt að segja frá því að myndin af BMWinum er tekin fyrir utan heima hjá mér haha

_________________
BMW E39 530D '03 ///M-Tech - Stations
BMW E39 540i '00 - Sedans

E39 k1ng
Sævar P.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 26. Jun 2010 12:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
Mega flottur hjá þér.. skemmtilega útfært project :thup:

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 26. Jun 2010 19:07 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 22. Jan 2008 21:09
Posts: 990
bara flottur hjá þér 8)

og bílageirinn :thup:

gaman að spjalla við þig á ak :lol:

_________________
VW Golf VR6 - í Notkun!
Subaru leone 1800 1986 - Seldur
Mazda 323f -seldur
Volvo 240&740 - Seldir
maxel wrote:
Nenniru að rífa enter takkan úr lyklaborðinu þínu.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 26. Jun 2010 19:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
þetta er ALVEG í lagi :shock:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 26. Jun 2010 21:55 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 18. Apr 2004 14:05
Posts: 3213
Location: Akureyri
Mikið sé ég eftir að hafa selt Rúnari AE86 bílinn aftur þegar ég skoða þessar myndir.

Ætli maður væri þá ekki búinn að eyða stórfjárhæðunum sem hafa farið í 535 í Toyotu í staðinn.

_________________
Jón M
S: 693-9796
WET Motorsport - Vara og aukahlutir í bíla, vélar og tæki

Ford Bronco '66

Bara station bílar, enginn BMW.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 26. Jun 2010 21:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3884
Location: Bíldudalur
Þessir AE86 bílar eru verulega svalir.
Hef ekki keyrt góðan svona bíl en get vel ímyndað mér að þetta sé skemmtilegt tæki 8)

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 27. Jun 2010 18:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Feb 2004 16:29
Posts: 2466
Location: Playboy Mansion, Hafnarfjörður
Jæja... fyrst að þessi er kominn á götuna, þá neyðist ég til að fara að gera eitthvað í mínum... :mrgreen:

Til hamingju með tækið.. áreiðanlega mjög gaman að þessu með 4A-GZE í húddinu...

_________________
Rúnar P
662 5272

Druslusafnið núna:
BMW e46
Suzuki Baleno
Honda CRF250R
Pocket Bike og fleira misgáfulegt dót...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 27. Jun 2010 21:07 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 03. Feb 2007 18:48
Posts: 231
Location: Akureyri
Twincam wrote:
Jæja... fyrst að þessi er kominn á götuna, þá neyðist ég til að fara að gera eitthvað í mínum... :mrgreen:

Til hamingju með tækið.. áreiðanlega mjög gaman að þessu með 4A-GZE í húddinu...

Já hvernig væri það, væri gaman að sjá hann á götunni aftur. :wink:

_________________
Elvar Freyr Þorsteinsson
BMW 318ia E46 seldur
BMW 325i E36 '96 seldur :argh:
BMW 316i E36 '96 seldur
BMW 520ia E28 '87 seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 29. Jun 2010 01:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Feb 2004 16:29
Posts: 2466
Location: Playboy Mansion, Hafnarfjörður
Elvar F wrote:
Twincam wrote:
Jæja... fyrst að þessi er kominn á götuna, þá neyðist ég til að fara að gera eitthvað í mínum... :mrgreen:

Til hamingju með tækið.. áreiðanlega mjög gaman að þessu með 4A-GZE í húddinu...

Já hvernig væri það, væri gaman að sjá hann á götunni aftur. :wink:


Já, maður þarf eiginlega að fara að skammast sín aðeins og gera eitthvað í þessu... :lol:

_________________
Rúnar P
662 5272

Druslusafnið núna:
BMW e46
Suzuki Baleno
Honda CRF250R
Pocket Bike og fleira misgáfulegt dót...


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group