| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| BMWinn minn!! https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=4501 |
Page 1 of 2 |
| Author: | Leikmaður [ Thu 12. Feb 2004 20:55 ] |
| Post subject: | BMWinn minn!! |
Sælir, ég var að reyna að setja inn einhverjar myndir en gekk ekkert alltof vel (kann 0 á tölvur)...Þannig að ég setti inn 5 myndir á www.cardomain.com/id/jkh9451 Ég set einhverjar flottari fljótlega og geri síðu, myndirnir eru svona lala, skolaði létt af honum, þarf að fara að þrífa greyið almennilega Smá spec um bílinn: -´96 318is (4cyl, 16v, 1900 vél) -fluttur inn '99, þá ekinn 73 þús, núna 126 þús, fullkominn þjónustubók að utan. - Bíllinn er með ýmsum aukabúnaði: M- útliti eins og það leggur sig (kom með það frá verksmiðju) M-fjöðrun M- kúpling (splunkuný) Sportstýri, flott sportsæti (frá recaro) (hálfleðruð) Digital miðstöð BMW 6 diska magasín Bose hátalarakerfi Armpúði fram í Gardína aftur í + höfuðpúðar Rauð/silfur afturljós, silfur stefnuljós að framan og á hlið. Bíllinn kom á bmw 16" felgum eins og t.d. hlynurst er á, og eru þær á vetradekkjum (einnig 16" varadekk) 17" sumardekk/felgur (á mynd) Báðir gangar af dekkjum eru lítið sem ekkert slitin.. Lakk gífurlega vel með farið. ..ég er ábyggilega að gleyma einhverju PS: Bíllinn er ALGJÖRLEGA original frá verksmiðju, fyrir utan örlítið frávik í pústi og loftsýju... |
|
| Author: | bjahja [ Thu 12. Feb 2004 21:24 ] |
| Post subject: | |
Töff bíll........var einu sinni að pæla í honum, mjög flottur og guli liturinn sker sig úr. |
|
| Author: | Svezel [ Thu 12. Feb 2004 21:28 ] |
| Post subject: | |
Flottur bíll, séð hann á ferðinni og hann lýtur mjög vel út. |
|
| Author: | Jón Ragnar [ Thu 12. Feb 2004 21:35 ] |
| Post subject: | |
Hef alltaf verið skotinn í þessum bíl, mjög fallegur og snyrtilegur |
|
| Author: | GHR [ Thu 12. Feb 2004 21:54 ] |
| Post subject: | |
Án efa einn smekklegasti E36 hérna á Íslandi að mínu mati Alveg gullfallegur |
|
| Author: | Djofullinn [ Thu 12. Feb 2004 22:46 ] |
| Post subject: | |
Bara verst hvað það átti leiðinlegur gaur hann einu sinni |
|
| Author: | hlynurst [ Fri 13. Feb 2004 00:04 ] |
| Post subject: | |
Mjög flottur... Ánægður með felgurnar sem eru á honum núna. Breyta mjög miklu! |
|
| Author: | joipalli [ Fri 13. Feb 2004 00:37 ] |
| Post subject: | |
Fallegur bíll ! En hvað er málið með að taka myndir í myrkri Mjööög margir sem taka myndir og setja á netið, eru oftar en ekki teknar að kvöldi til.. |
|
| Author: | Jss [ Fri 13. Feb 2004 00:39 ] |
| Post subject: | |
Þetta er mjög smekklegur bíll, gaman að sjá hann með öllu M dótinu. |
|
| Author: | saemi [ Fri 13. Feb 2004 00:57 ] |
| Post subject: | |
Man eftir honum frá uppboði í VÖKU einu sinni. Allt í lagi bíll, var rosalega skotinn í þessum lit á M3 þegar E36 kom fyrst. |
|
| Author: | Aron [ Fri 13. Feb 2004 01:01 ] |
| Post subject: | |
Fallegur bíll en liturinn er ekki alveg við mitt hæfi, en hver veit kanski á maður eftir að þroskast |
|
| Author: | Leikmaður [ Fri 13. Feb 2004 01:34 ] |
| Post subject: | |
saemi wrote: Man eftir honum frá uppboði í VÖKU einu sinni.
Allt í lagi bíll, var rosalega skotinn í þessum lit á M3 þegar E36 kom fyrst. Ég keypti hann einmitt á vöku uppboðinu, gæjinn sem að átti hann missti hann í lán!! ..Það var fyrir hummz hátt í þrem árum, minnir mig |
|
| Author: | Leikmaður [ Fri 13. Feb 2004 01:36 ] |
| Post subject: | |
hlynurst wrote: Mjög flottur... Ánægður með felgurnar sem eru á honum núna. Breyta mjög miklu!
Já ég er alveg ótrúlega sáttur við þær!! Þó að 16" sé alveg nóg undir marga bíla þá verða þær bara eins og ljótir koppar undir þessum elskum |
|
| Author: | bebecar [ Fri 13. Feb 2004 08:50 ] |
| Post subject: | |
Þetta er fallegur bíll og mér finnst liturinn góður. Ég skoðaði hann einmitt á sölu þá væntanlega fyrir þremur árum síðan. svo finnst mér eitthvað sportí en skynsamlegt við 318is |
|
| Author: | jonthor [ Fri 13. Feb 2004 09:08 ] |
| Post subject: | |
Glaesilegur bill!! |
|
| Page 1 of 2 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|